CO2 kvótamarkaður er martröð í mótun

Nú er sönn ásjóna koltvísýringslosunar- áróðursmaskínunnar loks að koma í ljós, þar sem óendanlega ósanngjarn kvótamarkaður hefur myndast um fyrirbærið. Þar með er orðið ljóst hvað sundra mun að lokum samheldni Evrópu, tvístra Sameinuðu þjóðunum eða í minnsta lagi valda verulegri spennu á milli flestra þjóða í náinni framtíð. Skila ber inn næstu fimm ára áætlun þjóða fyrir 30. júní 2007 og er verulega áhugavert hvað íslensk stjórnvöld hafa ákveðið fyrir hvaða fyrirtæki. Vonandi krefjumst við almennilegs heildarkvóta fyrir Ísland, en hættum þessu ella.

AllarRollurSammalaESB takmarkar losunarkvóta þjóða mismikið 

ESB hefur farið yfir 19 af 22 áætlunum þjóða og komið með niðurstöðu í þremur þeirra (grein hér). Tékkland var lækkað um 14,8% frá áætlun sinni, Pólland um 26,7% en Frakkland er á bið. Búið er að lækka 17 ESB þjóðir nú þegar. Hver Íslendingur sem les "Spurningar og svör um verslun  koltvísýringlosunar og útdeilingu árin 2008 til 2012" (hér) hlýtur að sannfærast um það að aðild að ESB er óhugsandi, þar sem kverkatak skrifinnanna á vöxt okkar næstu áratugina myndi miðast við þá takmörkuðu losun sem átti sér stað á Íslandi árið 1990. Ákvarðanir ESB virðast endanlegar, amk. hljóta líkurnar á breyttri niðurstöðu að teljast litlar fyrir okkur.

Nýi kvótinn: væntanlega stærstu viðskipti veraldar 

Á meðan helstu fjármálaráðgjafar heims telja þessi viðskipti fljótlega verða að stærsta viðskiptageira veraldar, þá snarhækkar raforkuverð til neytenda í Evrópusambandslöndum. Síðastliðið ár voru þessi viðskipti upp á aðeins 30 milljarða bandaríkjadollara, en helstu bankar og kauphallir heims hugsa sér gott til glóðarinnar, þar sem augljóst er að þessi kvótaverslun á eftir að blómstra, sbr. Bloomberg vefinn (hér). Bankarnir telja þetta vænlegt til hagnaðar.

GoldBarCO2CO2 kvóti er gulls ígildi 

Kvótinn er þegar orðinn að beinhörðum peningum. Þau sem dældu mest út árið 1990, ss. Bandaríkin, fá því langmestan kvóta. Þetta er meginástæða þess að Bush samþykkti núna á lykilstundu G8 þjóðanna að vera með í næsta samningi. Hagvexti hratt vaxandi þjóða er þá haldið niðri, á meðan Bandaríkin treysta á það að ný tækni finnist á næstu áratugum (fyrir árið 2050) og hafa nóg að kvóta til þess að versla með um heiminn, sem tryggir völd USA, sérstaklega yfir þróunarlöndum.

Óréttlátur kvóti fyrir Íslendinga 

Ef einhverjum fannst eitthvað athugavert við það hvernig kvótakerfið á fiskveiði Íslendinga varð til og þróaðist, kíkið þá á þessa martröð í mótun. Heildarkvóti þjóða miðast við árið 1990, sama hve umhverfisvænar eða skammt á veg komnar í losuninni þjóðirnar voru á þeim tíma. Íslendingum er því refsað fyrir það að nota vatnshitaveitu og vatnsaflsrafmagn að stórum hluta þá þegar. Óvissa Mannfjöldi  GNP  CO2 losunNú eru 99,9% raforkuframleiðslu okkar úr endurnýjanlegum orkugjöfum og heildarorkunotkunin 72% úr slíku, á meðan ESB rembist við 10-20% fyrir árið 2010. Við sem ættum að njóta vistvænnar stöðu okkar með ríflegan kvóta til útleigu verðum hugsanlega í basli með þennan píring sem við fáum, allt eftir því hvaða úthlutunarreglur verða ofan á sbr. úttekt World Bank hugsanlegum á úthlutunarmátum (hér Meginþema þess er að sú mikla óvissa sem er í öllum módelunum og síðan í hugsanlegri útfærslu reglna, sem gera öll svör mjög loðin.

Haftagleði á vafasömum forsendum 

Haftaglatt hugsjónafólk sem markaðssetur sig sem umhverfissinna og hefur tekist vel upp með það, vildi eflaust vel þegar það fór að telja að það gæti breytt loftslagi eða veðurfari jarðar að sínu höfði á einhverjum áratugum með því að takmarka vöxt þjóða heimsins miðað við útblástur þeirra fyrir 17 árum. En naðran sem það ól við brjóst sér stækkar svo ört, að Miðgarðsormi líkist. Hann er svokallað heimsskrímsli, sem lykur um alla jörðina og vekur ótta meðal ábúenda. Fæstir þeirra fylgjast með þeim ógnarhraða sem hugsjónir umbreytast í dollara í kauphöllum heimsins,  eða valda jafnmikilli pólítískri spillingu og vopn og olía gera til samans í veröldinni.

Næsta lota farsans mikla í desember 2007 

Deilur á milli þjóða hefjast fyrir alvöru í desember, þegar útdeiling leyfa til vaxtar (CO2 kvóti) á að hefjast og talað verður í tölum en ekki í fögrum orðum. Da Silva, forseti Brasilíu, minnti á þá staðreynd á G8 fundinum að iðnríkin uxu og losuðu, miða síðan allt við hámark losun sinnar árið 1990 en ætlast svo til þess að ný vaxtarríki, ss. Brasilía, Kína og Indland, takmarki losun sína vegna þess ástands sem núverandi iðnríki eiga að hafa valdið. Höldum okkur sem fjærst þeim samningaborðum og hættum að eyða tíma, peningum og orku í þennan yfirmáta óþarfa. En ef við neyðumst til þess að halda upp á Kyoto kvölina til þess að halda andlitinu, þá eigum við að krefjast dúndurkvóta fyrir alla endurnýjanlegu orkuna okkar núna fyrir júnílok, svo að íslenska þjóðin geti verið kvótakóngur um fyrirsjánlega framtíð og getur notið þess um ómunatíð.

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=newsarchive&sid=anvmWsZrP.2g

 http://ec.europa.eu/environment/climat/pdf/m06_452_en.pdf 

 http://www.energy-business-review.com/article_news.asp?guid=CF65C154-CEFE-47FD-88B3-AB168F222A18&z=

 http://www.iddri.org/Activites/Ateliers/crassous.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skyldi þessi áróðursfarsi vera yfirbreiðsla yfir eitthvað annað og verra? Hér er greinilegt hagstjórnartæki á ferð, sem gefur tækifæri fyrir hinar stóru þjóðir til að hafa áhrif á innanríkismál og efnahag annara landa, efna til deilna og þinga og flodda fjölmiðla á meðan annað misjafnt agenda lúrir undir.

Mengun sjávar hverfur til dæmis algerlega í skuggann fyrir þessu þrasi, ofræktun, landbrot og eyðing, jarðvatnsmengun og fleira, sem skiptir meira máli en þetta uppdiktaða heimsendamódel.  Svo höfum við jú minnst á mannfjölgun einnig.  Gaman að heyra álit annara um hverskonar yfirbreiðsla þetta er.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.6.2007 kl. 12:48

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, "áróðursfarsinn" um koltvísýringslosun er greinilega orðið valdatæki númer eitt. Einn besti gagnrýnandi þess er forseti Tékklands, Vaclav Klaus, sem þekkti hramm kommúnismans vel. Ég er spenntur að lesa nýju bókina hans ("A blue, not green, planet") um þennan blekkingarvef, af því að hann er svo rökfastur karlinn. Hér er grein eftir hann og tenglar áfram.  Hann telur frelsið helst í hættu, ekki loftslagið. Hér er nýtt blogg tengt umfjöllum um Klaus (með tenglum).

Einnig sammála Jóni Steinari, sem nefnir nokkrar helstu alvöru hættur sem steðja að umhverfi okkar. Íslendingar voru t.d. sammála um það fyrir nokkrum árum að jarvegseyðing Íslands væri hætta númer eitt skv. skoðanakönnunum. Hvað gerðist svo, varð súrefnisþurrð í huganum, þ.e. of hátt CO2 hlutfall?

Fæstir hafa áhuga á vandamálinu með mannfjöldann, sem verður þó sýnu stærst innan nokkurra ára. París Hilton vinnur þá keppni 1000 á móti einum!

Ívar Pálsson, 20.6.2007 kl. 20:35

3 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Þetta eru áhugaverðar pælingar. Sérstaklega í ljósi þess að þurkun mýrlendis á Íslandi hefur valdið tvöföldun á losun gróðurúsalofttegunda af mannavöldum. Þetta hefur verið gert með því að grafa 30 þú km af skurðum sem ríkið hefur borgað bændum fyrir að gera.

En hversvegna er engin að tala um það? Vegna þess að slík losun er ekki inni í bókhaldinu sem notað er í þessum samningum. Það er því ,,ekki til neins" að moka ofaní skurðina og minka okkar losun um 2/3.

Sennilega er þetta CO2 mál mesta blekking heimsögunnar. 

Gunnar Þórðarson, 21.6.2007 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband