Myndir úr nýju skipulagstillögunum

Sudurgata Hagatorg plakatGul

Hér í myndaalbúmi eru uppdrættir úr samþykktum tillögum skipulags borgarinnar vegna Vesturbæjar Reykjavíkur. Þar sést vel hvernig „þétting byggðar“ þrengir að lífi fólks í þessu fullbyggða hverfi.

Ég mun bæta í þetta fljótlega, en nota nú tímann til síðustu skíðaferðar þessa árs í Bláfjöllum. Það er einmitt íþróttin sem núverandi borgarstjóri taldi að leggja ætti af!

 

Smellið oftar á hverja mynd til stækkunar. 


mbl.is „Við erum agndofa yfir þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Flott hjá þér að vekja athygli á þessu Ívar! Ég er búin að skoða þessar myndir og finnst að það megi vekja betur athygli á því sem ætlunin er að gera á Kaplaskjólsvegi. Þar er nú þegar mikill bílastæðaskortur við blokkarnir en nú er hugmynd um að þrengja götuna og taka eina almennilega bílastæðið þarna (á horni Hagamels og Kaplaskjólsvegar við hliðina á Úlfarsfelli) undir nýja blokk. Í staðinn fyrir að leysa vandann þá er skapaður enn stærri vandi. Fólk sem átt hefur leið um götuna á meðan stórleikir á KR-vellinum fara fram getur ímyndað sér hvernig ástandið á svæðinu verður ef þessar hugmyndir ná fram að ganga.

Einnig er í þessum tillögum gert ráð fyrir að opna botnlangann við endann á Frostaskjóli sem liggur inn í Tjarnarmýri á Seltjarnarnesi sem er róleg íbúðargata. Ekkert samráð hefur verið haft við íbúa á svæðinu né bæjaryfirvöld á Nesinu, sem verða að teljast léleg vinnubrögð.

Í fljótu bragði sé ég samt eina hugmynd sem mér líst vel á og það er að nýta betur bensínstöðvarlóðina á Ægisíðu. Hef aldrei skilið af hverju það er bensínstöð og dekkjaverkstæði þarna í miðju íbúðarhverfi við hliðina á leikskóla.

Björg K. Sigurðardóttir, 26.4.2014 kl. 11:33

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæl Björg og takk fyrir að taka undir þetta. Fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir umfangi þessara tillagna eða skilur af hverju það mun síðan þurfa að hringsóla um hverfið sitt í leit að stæði, þar sem yfrið nóg pláss er á flestum stöðum til þess að gott rými sé um allar fjölskyldur.

Blokkin sem þú nefnir verður til trafala, en svo verða minni þverbyggingarnar það líka, t.d. vegna kvöldsólar og vesturútsýnis fyrir neðri hæðir Meistaravalla.

Forsendan sem gefin er, eitt stæði á íbúð, gegnur ekki upp, hvað þá ef það er minna í raun.

Virði húsa í botnlöngum felst m.a. í þeim friði sem þar er. Húseigendum mun finnast að sér vegið og öryggi fjölskyldnanna þegar uferðin brunar í gegn.

Ívar Pálsson, 26.4.2014 kl. 13:21

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mikið væri ég til í að hafa bíl til að geyma í bílskúr...

Annars er auðvelt að leysa það, vilji menn þétta byggð í neðri hverfum borgarinnar. Það er laus lóð við hliðina á Hörpunni sem er örugglega nógu stór fyrir eins og eitt stykki Æsufell. Þangað mæti troða íbúafjölda á borð við heilt sveitarfélag á landsbyggðinni, léttilega, enda yrði lóðinn ekki nýtt annars nema undir óhæfuverk eins og að byggja höfuðstöðvar glæpasamtaka.

Það sem ég hinsvegar enn eftir að skilja í þessum skipulagshugmyndum bestuskinnana í borgarstjórn, er hvernig þeir hafa hugsað sér að standa að því að flytja alla þess nýju íbúa utan af landi til Reykjavíkur.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.4.2014 kl. 14:27

4 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Trúi ekki að þið Reykvíkingar séuð svo einfaldir að láta ganga svona yfir ykkur.

Þetta verður ekki leikrit eftir kosningar, því leikstjórinn ætlar að stökkva frá borði !

Birgir Örn Guðjónsson, 26.4.2014 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband