Grikkland brennur

Það er sárt að sjá Grikkland brenna. Við hjónin heimsóttum það í hitteðfyrra þar sem ég tók þessa mynd af friðsælu eyjarþorpi.

Grikkland IP 2005 OK

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú eru viðlíka þorp í suðurhluta landsins að fuðra upp í skógareldunum miklu, ss. Makinos á þessari mynd.

Grikkland CNN Makinos

 

 

 

 

 

Umfang brunanna er með endemum mikið. Hér sést dreifing eldanna og reykurinn, séð frá gerfihnetti NASA.

Grikkland brennur NASA

 

 

 

 

 

 

 

Eldarnir hafa gjarnan kviknað á nóttunni, sem gæti verið ein meginástæðan fyrir umræðunni um hryðjuverk.

Grikkland eldur nott


 

 

 

 

 

Á einum sólahring kviknuðu 79 eldar. Íkveikja er því líkleg þar.

Grikkland AFP2


 

 

 

 

 

 

 

Vonlítið er að berjast við eldana vegna ógnarþurrka, hita og vatnsleysis.

Grikkland Reuters3

 

 

 

 

 

 

 

Tjónið er yfirþyrmandi.

Grikkland Reuters1

 

 

 

 

 

 

 

Á augabragði hverfur skógur sem er eflaust á við margfalda alla skógrækt Íslendinga frá upphafi og næstu áratugina.

Grikkland AFP1

 

 

 

 

 

 

 

Þessi mynd okkar hér að neðan frá Grikklandi er ekki óskýr vegna reyksins, heldur er sólkrem á linsunni (sem betur fer?).

Grikkland IP solkrem

 

 

 

 

 

 

 

 

Í asnaskap mínum tel ég að atburðir eins og Grikklandseldarnir og reglulegir skógarbrunar af mannavöldum  Indónesíu séu af þeirri stærðargráðu að tilburðir okkar Íslendinga til kolefnis- þetta og koltvísýrings hitt séu bara eins og miga upp í vindinn. Það rýkur allt í andlitið á manni.

Grikkland IP Asni

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband