Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð

Þingmenn Samfylkingar (sjá listann) er sá hópur einstaklinga sem keyra vill Thingmenn SamfylkingarIcesave- afarsamninginn í gegn um þingið. Látum þau þá kannast við pólítíska ábyrgð sína á þeim gjörningi hér og nú, ekki skömmu síðar þegar afleiðingarnar dynja yfir.

Ég hvet fréttamenn til þess að ræða um málið í þaula við hvern þingmanna  Samfylkingar, t.d. það hvort þau skilji upphæðirnar sem um er að ræða og það hvað þau telji að ríkið endi með að greiða vegna þessa. Þá kæmi eflaust í ljós þær ranghugmyndir margra, að eignir Landsbankans dugi vel upp í einmitt þessa skuld. En hvað þá allar hinar? Gríðarhá veðskuldabréf með fullan rétt á bankann?

Viðtölin við þessa þingmenn sem þröngva samningnum upp á þjóðina verða síðan minnisvarði um það, hvernig fagurgalinn syngur Ísland til andskotans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er óhugnaður en maður spyr sig samt, hvað er annað í boði ? Ég meina einhver önnur skynsamleg lausn sem myndi bæta hag okkar. Spyr sá sem ekki veit.

Finnur Bárðarson, 9.6.2009 kl. 17:39

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það er í sjálfu sér fáránleg staða að VG þurfi að tengjast þessu ICESAVEmáli á nokkurn hátt. SF var jú í stjórn með xd, illu heilli!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.6.2009 kl. 17:40

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér finnst trúverðugleiki viðskiptafræðinga vera ansi verðfallinn. ekki hafa þeir hundsvit á pólitík. Eiga þeir þá að halda sér við viðskipti? Ekki í þessu árferði. Ráðleggja fréttamönnum? Það hljómar ágætlega.

Gísli Ingvarsson, 9.6.2009 kl. 17:55

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

xd ber ÁBYRGÐ á icesaveklúðrinu fyrir hönd þjóðar sinnar, og eiga að hafa smá snefil af "siðferðiskennd" og biðjast afsökunnar, eða þegja!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.6.2009 kl. 18:22

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Finnur, við vitum þó báðir að svona samninga gerir maður EKKI. Ef þú ættir að samþykkja tugmilljóna álög á fjölskyldu þína og nákomna vegna fjarlægs frænda í útlöndum, þá dytti þér ekki í hug að samþykkja það. Lausnir finnast þegar maður er ákveðinn í að standa á sínum rétti og veit úr hverju er að spila. Eðlilega á að nýta sér allan vafa sér í hag, ekki að gefa sér það að mótaðilinn hljóti að hafa rétt fyrir sér. Líta ber á hvert mál fyrir sig, ekki t.d. þannig að ef við gefum eftir í Icesave þá verður Evrópa ógurlega góð við okkur í öðrum málum, ESB og lánamálum. Þegar einar dyr lokast þá opnast tvennar aðrar, t.d. eru Kínverjar opnir til viðræðna með fullar hendur fjár, en ekki þegar ESB og IMF eru andandi niður hálsmálið á samningsaðilum.

Anna, ég vonaði eins og aðrir að Steingrímur J. sparkaði í rassa og sýndi hörku, en hann brást, því miður. Ef þú berð síðan saman hvaða sök XD eða XS eiga á Icesave- eftirgjöf, þá vinnur XS allan riðilinn, með sínum staðfestingum á ríkisábyrgð allan tímann, allt frá 13. ágúst 2008 með bréfi Björgvins úr viðskiptaráðuneytinu til Breta. Aðrir áttu þá í mestu vandræðum með að hafna ábyrgð og virtust tvísaga (Geir og Árni) en það var vegna stöðugra ábyrgðaryfirlýsinga Björgvins, Ingibjargar Sólrúnar og annars Samfylkingarfólks. 

Gísli, ég reyni að skilja dylgjur þínar. Hefur þú kynnt þér ráð mín til pólítíkusanna þinna á þessu bloggi sl. 2 1/2 ár, löngu fyrir hrun? Líttu á greinarnar hér til vinstri frá árinu 2007, þar sem ég hamra á því sem aflaga átti eftir að fara. Á öðrum bloggum bjuggumst við við hruni bankanna og ræddum það snemma árs 2008 hvernig Icesave- ábyrgðir færu. Þá sagði ég ríkið VERÐA að staðfesta opinberlega að það beri EKKI ábyrgð á umframupphæðum Icesave eða yfirleitt nokkru tengdum einkabönkunum.

Eina fólkið sem nær eyrum fjöldans eru fréttamennirnir, þess vegna lagði ég þetta til þeirra. Bloggið virðist aðeins ná til takmarkaðs hóps manna.

Ívar Pálsson, 9.6.2009 kl. 20:23

6 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þennan Iceslave-samning verður að taka upp. Smáþjóð, þótt vinnusöm sé og rík af auðlindum náttúrunnar ræður aldrei við þessi ósköp, sem íslenskir vinstrimenn ætla að leggja á hana. Greiðslubyrðin er hreint arðrán. Evrópa sameinaðist gegn okkur, sínum smæsta bróður. Lítum frekar í vestur, til landnemaþjóðanna, sem líkari eru okkur að eðli og upplagi, fremur en til þessarar þreyttu Evrópu, sem þjáist af pólitískri uppdráttarsýki hinnar marxísku arfleifðar sinnar.

Gústaf Níelsson, 9.6.2009 kl. 21:48

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gústaf, verð að leiðrétta þig pent,,,en þetta er Skítur XD!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.6.2009 kl. 22:08

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það er í sjálfu sér fáránleg staða að VG þurfi að tengjast þessu ICESAVEmáli á nokkurn hátt.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.6.2009 kl. 22:09

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Icesave

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stökkva á: flakk, leita
Fyrri myndmerki Icesave.

Icesave var spariþjónusta í eigu Landsbankans sem starfaði á Bretlandi og Hollandi. Fyrirtækið var í starfsemi frá 2006 til 2008, og hrundi með efnahagskreppunni árið 2008 þegar Landsbanki hrundi líka. Spariþjónustan hefur valdið deilu á milli Íslands og Bretlands og Hollands. Um það bil 400.000 manns á Englandi og Hollandi gat ekki fengið aðgang að reikningi sínum í 6–8 vikur.

Icesave-reikningar voru reikningar hjá Landsbankanum í London og Amsterdam.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.6.2009 kl. 22:11

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ekki er hægt að saka mig um að vera fylgismaður D, B, S, O né VG.  En ég er 100% sammála Ívari.

Það er undarlegt hversu margir sem vilja kenna sig til vinstri hafa skipt um skoðun og eru tilbúnir til að láta foringja sína leiða þjóðina í þá glötun að taka á sig skuldir sem ekki er fræðilegur möguleiki á að hún geti borgað.

Hvernig væri að fólk sem telur sig meðvitað stæði með þjóðinni?  Síðustu þrjár ríkisstjórnir hafa sýnt það að þær gera það ekki.

Magnús Sigurðsson, 10.6.2009 kl. 08:03

11 Smámynd: Tóti Sigfriðs

Anna, þetta eru svolítið einföld fræði.

Samkvæmt þessu þá ættu þeir góðu hlutir sem XS gerði í stjórn með XD að vera XD að þakka ekki satt.

Og á sama hátt þá er það sem VG gerir gott í þessari ríkisstjórn,  XS að þakka.

Samfylkingin var með stjórn viðskiparáðuneytis síðan um mitt ár 2007.

Samkvæmt því voru þeir með stjórn á þeim málaflokki frá því um 8 mánuðum eftir stofnun ICESAVE og þar til að spilaborgin hrundi.

En það er náttúrulega XD að kenna, ekki satt?

Tóti Sigfriðs, 10.6.2009 kl. 10:12

12 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Í þessu blessaða Icesave-máli bjóðast þrír valkostir; Samningaleiðin, Dómstólaleiðin, og Argentínuleiðin.  Svo er það hápólitískt hver leiðanna er valin.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.6.2009 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband