Allir bankar ánægðir

Seðlabankinn notaði ekki eitt af síðustu tækifærum sem hann hafði til þess að mýkja lendingu Íslendinga eftir eyðslufyllirí og uppbólgin vaxtamunarviðskipti. Tómlæti bankans og verðbólguhræðsla hefur sínar alvarlegu afleiðingar fyrir langflesta í þjóðfélaginu, nema banka og fjármagnseigendur, sem ávaxta sitt mjög vel núna, en aðeins þokkalega í mjög náinni framtíð, þegar skellirinn kemur.

Davíð hefði getað rofið vítahringinn með vaxtalækkun, en setur mikið niður við það, að horfast ekki í augu við þá augljósu staðreynd að versta vandamál íslenska hagkerfisins er sýndarstyrkur krónunnar, sem stafar helst af heimsvinsældum vegna hás vaxtastigs. Fyrir vikið verðum við enn viðkvæmari fyrir hverri örsveiflu sem verður á heimsmarkaði, sérstaklega þegar líður að stóru krónubréfagjalddögunum í september og áfram í haust. Eflaust lækkar Seðlabankinn stýrivextina lítið eitt þann 5. sept. nk., en það verður þá "of lítið, of seint".


mbl.is Stýrivextir Seðlabankans óbreyttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvers vegna skyldi manni detta Neró í hug við þennan lestur?  Nú eða Davíð litli og Golíat?  Í þetta sinn er þó væntanlega komið að Golíat að kremja Dabba litla undir fæti.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.7.2007 kl. 11:05

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Fiðlan hafði ekki verið fundin upp þegar Neró var við lýði (það var víst lýra) en Davíð gæti þó alltaf prófað fiðluna núna, þegar krónan styrktist enn við fréttirnar, þrátt fyrir stöðnun á 1. fjórðungi og verulega kvótaskerðingu. Það virðist þurfa náttúruhamfarir, fall heimsmarkaðar og vitrun Davíðs, allt í senn, til þess að stýrivextir lækki um hálft prósent.

Ívar Pálsson, 6.7.2007 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband