Noregur og Ísland, hvort fyrir annað

Norðmenn frændur vorir eru vinir í raun. Við ættum að fara undir þeirra verndarvæng, taka upp eða tengjast norsku krónunni, gera varnarsamning við Noreg og vera ekki með þessa feimni gagnvart þeim. Þá kemst t.d. meiri kraftur í olíuleit og olíuvinnslu og styrkur okkar og öryggi eykst.

Fanar heimsinsVið fjármálakreppu heimsins er hætt við stríðsástandi, en norski herinn er orðinn mjög öflugur og gæti nýst vel til verndar auðlinum okkar og framleiðslu. Við erum EFTA þjóðir með nær sömu lög og réttindi. Þjóðfélögin eru lík að mörgu leyti, á álíka þróunarstigi og með keimlíkar ögranir. Börnin hér læra flest Dönsku, en þeim er frjálst að læra Norsku í staðinn og gera það sum.

Norska hagkerfið færðist úr því að treysta helst á sjávarútveg, meira yfir í aðra auðlindanýtingu. Við fylgjum jafnan fast á eftir í því. Menntun, heilbrigðiskerfi ofl. ofl. eru gagnkvæm nú þegar.

Líklega er það helsta sem kemur í veg fyrir þetta einhver gamall þjóðrembingur á milli frændanna. Svo finnst mörgum okkar Noregur vera fullmikið haftaþjóðfélag. En nýjasta bylgjan hér er hvort eð er í þá veru, þegar pendúllinn sveiflast í þá átt frá frjálsræðinu.

PS: Það var eins gott fyrir mörg okkar að Magnús berfætti Noregskonungur skyldi eignast barn með hjákonu sem fór til Íslands. Síðan urðu til 33 kynslóðir og einn þeirra niðja tók sig til og skrifaði þetta blogg.


mbl.is Íslensk stjórnvöld óskuðu eftir aðstoð Norðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er rétt, að norski herinn er öflugur, og skynsamur líka. Þeir standa frammi fyrir því að hefja bráðum endurnýjun á F-16 orrustuþotum sínum sem keyptar voru frá Bandaríkjunum á sínum tíma. Eftir mikið "kynningarstarf" og annan þrýsting frá Bandaríkjunum stóð upphaflega til að keyptar yrðu F-35 þotur þaðan, en "Joint Strike Fighter" eins og F-35 er gjarnan kölluð tilheyrir nýjustu kynslóð hátæknivæddra orrustuþotna. Kostnaðurinn við smíði þessarar fljúgandi ofurtölvu með vélbyssu og eldflaugar hefur hinsvegar farið síhækkandi miðað við upphaflega áætlun frá Pentagon. Auk þess hefur Norðmönnum verið neitað um að taka virkan þátt í þróun hennar líkt og þeir fengu að gera við smíði F-16 á sínum tíma. Því er nú svo komið að þeir eru alvarlega að velta því fyrir sér að kaupa í staðinn Saab JAS 39C/D Gripen þotur frá Svíþjóð sem eru talsvert ódýrari, en það yrði í fyrsta sinn sem Norðmenn fara útfyrir NATO til að kaupa herþotur.

Við ættum að taka þetta viðhorf Norðmanna okkur til fyrirmyndar og þjappa okkur saman með frændþjóðum okkar frekar en að hanga á horriminni í NATO samstarfi algerlega valda- og áhrifalaus, því hverjir eru það sem þar ráða mestu? Bandaríkjamenn og Bretar, "vinir" okkar eða réttara sagt fyrrverandi. Kanarnir löngu farnir með allar varnir sem hér voru og vilja svo ekki einu sinni lána okkur smá pening úr prentvélinni sinni, á meðan Tjallarnir rakka okkur niður eins og ótínda hryðjuverkamenn og setja minn fyrrverandi viðskiptabanka á lista með Talibönum..... fussumsvei!

P.S. Var það ekki Bush sem sagði einhvertímann "You are either with us, or you are against us", ætli þeir félagar í UKUSA samstarfinu hafi kannski tekið það svona nærri sér aðvið skyldum láta fjarlægja okkur af lista "Hinna viljugu þjóða"? Bara pæling...

Guðmundur Ásgeirsson, 22.10.2008 kl. 11:49

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ívar, ég bjó í Noregi og eftir það þá eru Norðmenn sú þjóð sem ég vil síst líkjast og hef ég þó farið víða.  Einhver sagði: Það væri fínt að vera í Noregi ef það væru ekki Norðmenn þar, mikið til í þessu.

Jóhann Elíasson, 22.10.2008 kl. 11:54

3 Smámynd: Katrín

Ég velt því mikið fyrir mér hvers vegna hugmyndin um tengingu íslensku krónunnar við þá norsku fái ekki almennilega umfjöllun.

Getur verið að ebs sinnar einoki alla umræðu um gjaldmiðla..eða hvað er eiginlega málið?

Katrín, 22.10.2008 kl. 12:41

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er spurning hvort þessi sjónarmið þín litist ekki einum of mikið af eignhagsmuntengslum til að vera skoðunar hæf.  Mamma þín hvað!

Magnús Sigurðsson, 22.10.2008 kl. 12:54

5 Smámynd: 365

Væri ekki líka hægt að segja þetta sama um okkur, að það væri fínt að búa á Íslandi ef það væru ekki svona margir Íslendingar á svæðinu?  Þetta eru auðvitað fáránleg rök um heila þjóð sem er þegar allt kemur til alls okkar bestu bandamenn.

365, 22.10.2008 kl. 13:44

6 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það er mikið vit í því sem þú ert að segja Ívar. Mín kynni af Norðmönnum eru bara góð og skemmtilegast þótti mér þegar ég hitti fimm norskar hjúkrunarkonur á bar fyrir margt löngu. Þá lærði ég norsku á korteri og sé ekki eftir því.

Gústaf Níelsson, 24.10.2008 kl. 23:14

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Guðmundur, NATÓ- sérfræðingur á fundi um daginn sagði að Bandaríkjamenn ættu það ennþá. Jóhann, 365 svaraði þér vel.

Katrín, Íslensk- norski forsætisráðherrann okkar er alltof feiminn að viðra hugmyndina við landa sína.

Magnús, konungablóðið hefur nú þynnst ansi vel út í mér til þess að teljast hagsmunatengsl!

Gústaf, ertu viss um að það hafi ekki verið í draumi þar sem þú hittir fimm norskar hjúkrunarkonur á barnum? Váááá, svaka draumur, maður!

Ívar Pálsson, 25.10.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband