Ársreikningar: veldu aðferð og þeir segja það sem þú vilt

Ársreikningar banka og fyrirtækja almennt hafa þróast í það að segja það sem gerandinn kýs aðArsreikningar mat þeir segi. Val um aðferðir er slíkt að munur niðurstöðunnar getur verið vel yfir hundrað milljarðar hjá íslenskum fyrirtækjum. Ef verð hlutabréfa hefur lækkað, þá eru þau metin á háa kaupverðinu. Ef þau hafa hækkað, þá á markaðsvirðinu. Ef huglægt virði fyrirtækisins og merki þess hefur hrapað, þá kýs stjórnandinn að halda gamla góða „goodwill“- inu í bókunum, nú þegar það er leyfilegt. Ef sala fasteigna hefur nær stöðvast og markaðsverð þeirra verður því mun lægra en auglýst verð, þá velur stjórnandinn að færa gömul virði inn, ekki ný matsvirði.  Staða skuldabréfavafninga og ýmissa framvirkra samninga getur verið á alla vegu, eftir því t.d. hvernig fasteignavirðið er metið eða miðað við hvaða tíma staðan á þeim er tekin.

Tvenn eða fleiri illa stödd fyrirtæki sameinast eða kaupa stóran hlut hvert í öðru og eru þá vel stödd í bókunum með mun betri hlutföll.  Ofangreindar örvæntingarfullar tilraunir til þess að láta sem allt sé í lagi eru hjákátlegar, því að markaðsvirði hluta eða upplausnarvirði fyrirtækja og eigna þeirra sýnir mun betur  stöðuna eins og hún er.

DagasveiflaVirtur endurskoðandi og fyrirtækjagúru sagði við mig nýlega að það væri nær ógerlegt að sjá raunstöðu úr ársreikningum íslenskra fyrirtækja núorðið. Ég trúi honum betur en eigin mati á því, enda féll ég nokkrum sinnum í bókfærslu hjá honum Valdimari í viðskiptafræðinni í HÍ forðum! Það var góð lexía, því að eftir það einbeitti ég mér að einfaldari aðalþáttum í anda gömlu frumkvöðlanna:  Græðir fyrirtækið í dag og er líklegt til þess áfram eða tapar það stöðugt meiri peningum? Á fyrirtækið fyrir skuldum í dag ef það væri gert upp með sölu allra eigna eða er það hlaðið nettóskuldum?

Förum út úr þokunni í þessum málum og verum óhrædd við það að segja stöðuna, þrátt fyrir óendanleg hagsmunatengsl hverrar manneskju í íslenskum fjármálageira og hræðslu við það að lækka hlutabréfaverð viðkomandi fyrirtækis. VIVA VERITAS!


mbl.is Fjármagnað að fullu út árið 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Sæll Ívar.

Tók eftir að Landsbankastjórinn vildi ekki gera mikið úr hve stór hluti teknannna er að myljast inn frá þeim sem þó geta enn staðið í skilum með sín okurvaxta lán í verðbættu landi, auk gegndishagnaðar.

Þetta er rétt. Á ekki að vera hægt að fegra eða hagræða svona hlutum. Ef einhversstaðar er þörf á "stöðlum" þá er það þarna.

P.Valdimar Guðjónsson, 3.8.2008 kl. 11:49

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Ársreikningar eru í daga bara "besta" og "þægilegasta" nálgunin. 

Endurskoðendur eru líka farnir að fá stjórnir fyrirtækja til að skrifa undir skjal, þar sem þeir firra sig allri ábyrgð á endurskoðuðu ársuppgjöri. Þ.e.a.s. á eigin vinnu!?!

Guðmundur Björn, 3.8.2008 kl. 14:21

3 Smámynd: Ívar Pálsson

P. Valdimar, staðlar eru fyrir hendi, en er ekki líka frelsið til að velja úr þeim? Guðmundur Björn, rétt! Ingi, ef banki tæki upp á því í dag að ganga að fasteignaveðum illra staddra lána og selja fasteignirnar, heldur þú að verðin sem fengjust væru þau sem standa í bókunum? Þyrfti þá ekki líka að færa niður stöðu sjóða, sem eiga fasteignaveðbréf eða skuldabréfavafninga sem byggja á þeim?

Ívar Pálsson, 4.8.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband