Þjóð í dái

Þjóð sem býr við amk. 15.000 milljarða kr. skuldir, engin alvöru gjaldeyrisviðskipti, lítt starfandi banka,Coma ofskuldug fyrirtæki og einstaklinga getur ekki látið eins og hagstærðir á við verðbólgustigið endurspegli rétt ástand hagkerfisins. Sjúklingur í dái er náttúrulega stöðugur og rólegur með afbrigðum. En um leið og tækist að vekja hann til viðskipta, t.d. með afnámi gjaldeyrishafta, alvöru stýrivaxtalækkun og stórfelldum skuldaafskriftum kröfueigenda, þá fara hagtölur aftur að verða virkar. Gengi krónunnar ræður þá mestu um verðbólguskotin.

En sjúklingurinn er enn á Morfíni til þess að koma í veg fyrir frekara lost, þó að hálft ár sé liðið frá bankafallinu. Það verður ekkert að marka neitt af þessu fyrr en horfst er í augu við óumflýjanlegt uppgjör skuldanna, sem var og er: við neitum að borga. Stjórnmálamenn þora ekki að standa á því, sérstaklega fyrir kosningar.


mbl.is Talsvert dregur úr verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Tek undir með þér gamli félagi!

Góð lýsing á nöturlegum veruleika.  Sjúklingurinn er í öndunarvél, og þeir þora ekki að tékka á hvað gerist ef slökkt er á henni. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.3.2009 kl. 16:58

2 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

15.000 milljarða talan er argasta kreppuklám frá RSK og Mogganum.  Þeir lögðu saman allar skuldir allra lögaðila á Íslandi í lok 2007 og þetta er talan.  Flestar skuldir eru hér tvítaldar því þeir telja skuldir bankanna með, sem eru ekkert annað en fjármögnun á skuldum fyrirtækja og heimila, sem eru líka taldar með.

Einfaldasta leiðin til að giska á heildarupphæð skulda er að leggja saman efnahagsreikninga bankanna og svo ÍLS.

Svo verður að hafa í huga að mjög stórt hlutfall af skuldum bankanna er fallið brott, afskrifað - tapað af kröfuhöfum.  Þannig að sama kreppuklámsaðferð RSK í dag myndi sýna miklu lægri tölu.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 24.3.2009 kl. 22:07

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Jenný alltaf vakandi fyrir vestan!

Vilhjálmur, þér líður kannski vel í blekkingunni, en þessi 15 milljarða krónu tala er það varkárasta sem hugsast getur.  Við fall bankanna þá voru heildarskuldirnar amk 15.600 milljarðar (12x VLF1300 milljarðar) sbr. forsætisráðherra og hver sem er. Raungengi þess gjaldeyris er mun hærra. Síðan snarstyrktist t.d. Jenið svo að skuldir jukust til muna. Skilanefndir bankanna hafa sýnt að þetta er svona. Reyndu að koma með heildartölu skulda, án þess að klifa á eignastöðu (sem alltaf er ofmetin). Þú kemst ekki undir 15.000 milljarða platkróna.

Ívar Pálsson, 24.3.2009 kl. 23:30

4 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Ok, segjum að ég samþykkti þetta og gott betur og slægi því fram að "skuldirnar" séu t.d. 20.000 milljarðar, allt í jenum og svoleiðis.  En hvað er pojntið?  Hvað fá menn út úr því að vera að mikla fyrir sér rosalegar skuldatölur?  Hvað viltu þá gera í málinu?  Hvað ertu að reyna að segja?

Vilhjálmur Þorsteinsson, 24.3.2009 kl. 23:46

5 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

OK, ég sé að pojntið er "við neitum að borga".  Útskýrðu nánar hvað þú meinar með því.  Eiga þrotabú bankanna ekki að greiða kröfuhöfum af eignum sínum?  Á ríkissjóður ekki að borga sínar skuldir?  Á fólk ekki að borga ÍLS íbúðalánin sín?

Vilhjálmur Þorsteinsson, 24.3.2009 kl. 23:49

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Tilgangurinn með því að benda á þessa staðreynd er aðallega sá að fá fólk, sérstaklega stjórnmálamenn til þess að viðurkenna hvaða upphæðir er um að ræða. Þá eru meiri líkur á vitrænum aðgerðum, þar sem augljóst er að við getum ekki greitt þessar upphæðir eða jafnvel brot af þeim, með milljarð á dag í vexti. Leiðin út er því með ákveðni, t.d. gagnvart bankamálunum. Þá átti að gera gjaldþrota og ekki á að semja um Icesave osfrv., heldur að draga skýrar línur, verja ríkið, í stað þess að eyða tíma í að tala um eyðslu og sparnað sem ekki skiptir máli í stóru samhengi.

Farinn á fundinn með Steingrími!

Ívar Pálsson, 25.3.2009 kl. 07:59

7 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Gömlu bankarnir eru í greiðslustöðvun og verða gjaldþrota þegar greiðslustöðvunartímabili lýkur.  Ríkið er ekki að borga skuldir þeirra, nema innistæðutryggingu vegna Icesave.  Og það á eftir að koma í ljós hvernig þeir samningar enda; eins og Steingrímur J. benti á nýlega gæti verið unnt að semja við Breta og Hollendinga um að deila skellinum í því máli.

Mér finnst þetta sannast sagna heldur þunnur þrettándi hjá þér, ef ekki stendur meira að baki 15.000 milljarða upphrópununum.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.3.2009 kl. 09:28

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Gömlu bankarnir verða ekki aðskildir frá nýju bönkunum frekar en skuldir frá eignum. Lánadrottnar (aðallega erlendir) ráðast eðlilega á ríkið með málaferlum nú þegar það er búið að krukka í eignirnar í hálft ár. Þeir eiga að fá allan pakkann til sín í gjalþrotaskiptum, en ekki með viðurkenningu ríkisins á Icesave eða öðrum bankaskuldum.

Ríkinu er síðan frálst að stofna Vinstri bankann ef það vill, en óháð þessum tilfærslum.

15.000 milljarða króna skuldir eru tiltölulega óumdeildar. Það er þöggunin um þær eða hærri upphæð sem er alger.

Ívar Pálsson, 25.3.2009 kl. 11:08

9 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Ívar, það var bráðnauðsynleg ráðstöfun að stofna nýju bankana og færa innlendar innistæður og lánasöfn yfir í þá.  Annars hefðu debetkort hætt að virka og öll atvinnustarfsemi lamast um leið.  Ástandið hefði farið út í rán og gripdeildir.  Að tala eins og það hefði verið valkostur að láta slíkt gerast er óraunsætt og óábyrgt.

Gömlu bankarnir eru mjög klárlega aðskildir frá nýju bönkunum, þetta eru óskyldir lögaðilar í ólíkri eigu.  Þeir nýju tóku yfir tilteknar eignir og skuldir, sem núllast út hvort á móti öðru, frá gömlu bönkunum.  Ríkið ber enga ábyrgð á gömlu bönkunum, sem eru hlutafélög með takmarkaðri ábyrgð, utan innistæðutryggingar.

15.000 milljarða talan er út í hött hvernig sem á hana er litið.  Að leggja saman allar skuldir allra lögaðila í lok 2007, og tvítelja þar t.d. allar skuldir í bönkum, segir engum neitt sem skiptir máli um stöðuna í dag.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.3.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband