Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar?

Annað hvort er forsætisráðherra Samfylkingar ólæs eða að hún hefur ekki lesið yfir Icesave- samninginn með lögfróðu fólki, samninginn sem hún lét skrifa undir.

Sinnaskipti hennar héðan af skipta engu: hún hefði átt að vita betur en að veðsetja ríkiseignirnar.

Síðan hefur margnefnd 15. grein samningsins (til varnar Íslandi) ekkert skuldbindingargildi, heldur aðeins að „hefja viðræður, ef, þá hvort og hvernig“!!!


mbl.is Hræðsluáróður, segir Jóhanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

það má náttúrlega ekki gleyma því að manneskjan er ekkert sérlega fær í ensku, hún kannski bara veit ekki betur...

Margrét Elín Arnarsdóttir, 18.6.2009 kl. 18:20

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ívar, hvernig meturðu stöðuna?  Heldurðu að það verði meirihluti á Alþingi fyrir samþykkt þessa gjörnings, eða er von til þess að nægilega margir þingmenn standi með Íslendingum?

Mér heyrist á Steingrími að samningurinn verði betri með hverju skiptinu sem hann tjáir sig um hann, væntanlega verður þetta frábær samningur til vitnis um sigurför íslenskra embættismanna þegar hann kemur til atkvæðagreiðslu á Alþingi.

Magnús Sigurðsson, 18.6.2009 kl. 22:59

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Aumingja konan.

Hvernig var fundurinn í kvöld?

Sigurður Þórðarson, 18.6.2009 kl. 23:39

4 Smámynd: Helga

Þarf örugglega að fara að skipta út túlknum hennar......

Helga , 18.6.2009 kl. 23:40

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig hljómaðir aftur söngurinn, var það ekki: "Vanhæf ríkisstjórn!" eða eitthvað á þá leið?

Guðmundur Ásgeirsson, 19.6.2009 kl. 09:40

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jóhanna getur þó alltaf bent á að þessi samningur er mun betri en sjálfstæðismenn voru búnir að leggja drög að. Og hljóðaði upp á 6,7% vexti, til 10 ára og afborgunarlaus í 3.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.6.2009 kl. 14:22

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta verður tæpt á Alþingi. Þó hljóta einhverjir Alþingismenn til viðbótar að efast nógu mikið við það að fá upplýsingarnar í hendur.

Sigurður, ég ætlaði á Icesave kynningarfund Samylkingar en komst ekki, því miður.

Ríkisstjórnin mun ekki verð ábyrg fyrir þessu klúðri, þótt það mistakist. Hversu innantóm geta orðin „gagnsæi“ og „ábyrgð“ orðið?

Magnús, þú gerir ráð fyrir áhrifaleysi Samfylkingarinnar í ríkisstjórninni með XD. Óvíst er einnig hvort Sjálfstæðismenn hefðu samþykkt orðalag afsalsins í 16.3 greininni. Það var enda erfitt að vinna með Samfylkingu, sem staðfesti þegar 13/8/2008 í bréfi til Breta að okkur bæri að greiða Icesave. Þetta er eins og að vera með umhverfisráðherra í því að semja um loftslagskvóta okkur til handa. Þær vildu bara lágmarka hann!

Ívar Pálsson, 19.6.2009 kl. 16:51

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ívar þú ert væntanleg búin að hlusta á fréttir í dag og veist að Magnús Thoroddsen fór með ragnt mál í gær. Bæði er þetta ákvæði sett inn í lánasamninga milli landa því annars væri hætta á því að lántökulandið breytti lögum hjá sér sem gæti raskað tryggingu lánana. Og þjóðréttarfræðingar segja að þetta sé almennt í svona samningum.

Geir Haarde sendi í október þann 8 frá sér eftirfarandi yfirlýsingu til Breta

Yfirlýsing forsætisráðherra
8.10.2008

Ríkisstjórn Íslands metur mikils að bresk stjórnvöld hyggjast tryggja að eigendur Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi muni ekki tapa peningum á viðskiptum við Icesave.

Ríkisstjórnir landanna meta nú stöðuna og leita að viðunandi lausn fyrir alla aðila.

Með breytingu á lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta eru innstæður gerðar að forgangskröfum ef kemur til skiptameðferðar. Góðar líkur eru á að eignir Landsbankans muni standa undir stærstum hluta innstæðna á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi.

Ríkisstjórnin ítrekar að ríkissjóður mun styðja Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta við öflun nægjanlegs fjár.

Ríkisstjórn Íslands er staðráðin í að láta ekki núverandi stöðu á fjármálamörkuðum skyggja á áralanga vináttu Íslands og Bretlands.

Sem lagði línuna um þetta. Enda er ég á því að við höfum ekki verið í neinni aðstöðu til annars. Eins og Þorgerður Katrín hefur líka sagt. Ég deil ekkert á þau fyrir þetta. En finnst það hart að að nú þegar betri samningur hefur náðst heldur en leit út fyrir í haust að Sjálfstæðismenn skuli hafa þá allt á hornum sér.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.6.2009 kl. 19:01

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Magnús, það er langt frá því að lagaskýringar Magnúsar Thoroddsen hrl. fyrrverandi forseta Hæstaréttar, hafi verið hraktar í fréttum í dag. Pólítíkusarnir sem eru við völd vita ekkert í lögum, hvað þá miðað við hann. Fréttirnar voru fullar síðan af röngum fullyrðingum blaðamanna. En lögfræðileg álit með samningunum virðast helst ganga út á það að það sé eðlilegt að afsala sér rétti á mjög víðtækan hátt, þótt ganga megi að manni samkvæmt orðanna hljóðan. Það er hreinlega alrangt, enda gefur maður réttinn ófrávíkjanlega frá sér og það er ekkert óskýrt við það. Einstaklingur sem skrifar undir víðtækt afsal þjóðar á rétti sínum fremur landráð.

En EFTA- dómstóllinn væri réttasti aðilinn til úrskurðar í Icesave- deilunni. Þessi samningur kemur í veg fyrir að hægt sé að leita þangað, þannig að samninginn ber að fella.

Oft er leitað til Magnúsar Thoroddsen hrl. til álitsgjafar í flóknustu þáttum lögfræðinnar, t.d. vegna stjórnarskrár eða stjórnskipunar. Störf hans segja nokkuð:

Störf: Starfaði á málflutningsskrifstofu Lárusar Fjeldsted hrl. í Reykjavík sumarið 1959. Fulltrúi hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga frá 1. sept. 1960. Fulltrúi hjá borgardómaranum, síðar yfirborgardómaranum í Reykjavík frá 1. des. 1960, skip. borgardómari frá 20. apríl 1967. Fékk leyfi frá starfi borgardómara í apríl 1979 og starfaði sem lögfræðingur hjá Mannréttindanefnd Evrópu frá þeim tíma til 1. jan. 1982. Skip. hæstaréttardómari 22. des. 1981 frá 1. jan. 1982 til des. 1989. Kjörinn forseti Hæstaréttar frá 1. jan. 1988 til des. 1989. Starfaði sem lögfræðingur hjá EFTA í Genf frá febr. 1990 til mars 1991. Hefur síðan rekið lögmannsstofu í Reykjavík.

Ívar Pálsson, 20.6.2009 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband