Íslenskir bankar?

„Íslensku“ bankarnir verða æ „íslenskari“, nú með kaupum hans hátignar Sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani á einum stærsta hlut í Kaupþingi (eða Kaupthing Bank). Þá ráða þeir stórgripaveiðifélagarnir í Afríku, Ólafur Ólafsson og Sjeik Mohammed miklu um stefnu stærsta banka sem hefur enn aðalstöðvar á Íslandi, þ.e. á meðan stýrivextir hér haldast ofurháir. Hætt er við því að sjáist í iljar „langtímafjárfestanna“ ef Davíð rifjaði upp fornan myndugleika og lækkaði stýrivexti í 10% og vaxtamunarverslun yrði neikvæð. Annað sem gæti snúið Sjeik Mohammed frá okkur er það ef gengi Kaupthingsins ryki upp í 800 eða 900 fljótlega og hann fengi milljarðafjöld í kyrtilvasann. En hver myndi þá kaupa? Sjeik Yerbouti?

Forstjóri (Byr)Glitnis telur að íslamska ríkið, afsakið, íslenska ríkið eigi að koma til bjargar sparifjáreigendum ef  íslenskur banki fer yfir um. Sanngirnin í því er augljós, að í stað þess að bankarnir safni upp ótrúlegum hagnaði sínum af vaxtamunaverslun og gengismismuni til myndunar áfallasjóðs sparifjáreigenda, þá eigi íslenskur almenningur að taka áhættuna fyrir þá á útrásinni í olíupeningaleit og greiða fyrir með sköttum af vinnu sinni.

Fyrir mitt leyti, þá neita ég að bera ábyrgð á áhættusjóðum íslamskra banka.


mbl.is Sjeik kaupir 5% í Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Nú veldur þú mér vonbrigðum Ívar.  Að sjálfsögðu skiptir engu hver kaupir í Íslenskum banka.  Það er hinsvegar gott að menn hafi trú á Kaupþing og vonandi Íslensku hagkerfi.  Ég skil ekki hvað ofurvextir Davíðs koma virði Kaupþings við og getu bankans til að standa af sér storma hagkerfi heimsins í dag.

Annað mál Ívar.  Það að Íslenska ríkið ábyrgist inneignir sparfjáreiganda hefur ekkert með góðsemi við eigendur bankanna að gera.  Ég skora á þig að lesa þig til um kreppuna miklu á fjórða áratug síðustu aldar.  Ég las reyndar greiningu Milton Friedmans um orsakir kreppunnar.  Hans niðurstaða var að Bandaríska ríkið hafði ekki tryggt peninga í umferð og sérstaklega ekki staðið við bankana, og látið þá fara á hausinn.  Málið er að engin banki ræður við að greiða út allar innistæður sparifjáreigenda.  Þeir eru að lána hverja krónu út um 14.5 sinnum.  Upprunalega hugmyndin kom frá gullgerðarmönnum sem vildu ávaxta það gull sem þeir varðveittu.  Þeir reyndar lánuðu hvern gullpening aðeins 9 sinnum.

Ef sparifjáreigendur tapa tiltrú á bankastofnunum og streyma til að taka út allt sparfé sitt, er voðinn vís.  Það er skylda stjórnvalda að koma með öllum ráðum í veg fyrir slíkt.  Ég held reyndar að Íslenska ríkið ábyrgist 2.5 milljónir á hverja kennitölu í hverjum banka.

Það var haft eftir einum helsta ráðgjafa Margrétar Tatcher fyrrum forsetsráðherra Bretlands að Járnfrúin hafi eitt sinn spurt sig að því hvað væri helsta hlutverk ríkisins.  Honum langaði að segja henni að það væri að gera sem minnst.  En gaf henni síðan þau ráð að helsta hlutverk ríkisvaldsins væri að tryggja sjálfstæði og öryggi landsins.  Síðan að tryggja lög og reglu og öryggi íbúanna.  Í þriðja lagi að tryggja gjaldmiðil þjóðarinnar. 

Það má reyndar ekki gleyma því að Íslensku bankarnir hafa greitt gríðarlega fjármuni í ríkissjóð síðan þeir voru einkavæddir.  Þeir munu vonandi gera það í framtíðinni, en aðal vandamálið er að þeir eru of stórir fyrir Íslenskt hagkerfi. 

Gunnar Þórðarson, 22.9.2008 kl. 12:46

2 Smámynd: Þóra

Ekki yrði ég hissa þótt moska risi hér á Íslandi innan fárra mánaða. Það er búið að sparka upp hurðinni og hlassa sér niður, sýnist mér.

Þóra, 23.9.2008 kl. 04:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband