Staðreyndir um Icesave standa

Áköf leit mín að lögfræði í plaggi Jakobs R. Möller skilaði litlu. En álit um það hvað væri algengt eða fátítt í samningum er víða að finna, einnig skoðanir á hinum ýmsu málum, en bein rök gegn neikvæðri túlkun lærðra lögspekinga eru afar rýr. Eftir stendur óhaggað:

  • Um verulegt afsal réttar til málskota er að ræða. Þjóðaréttur fellur niður að mestu leyti.
  • Eftir greiðslufall (5 daga) þyrfti ríkið að benda á eignir hérlendis og erlendis fyrir jafnvel hundruðum milljarða króna.
  • Ekkert þak er á skuldarupphæðinni.
  • Engin takmörkun er á því hlutfalli þjóðarframleiðslu Íslands sem greiða þarf árlega.
  • Skuldina má gjaldfella alla við minnsta greiðsludrátt ( jafnvel annarra skulda).
  • Nær 100% öruggt er að ríkið greiði 300 milljarða í vexti, án bóta.
  • Endurskoðunarákvæðin hafa EKKERT skuldbindingargildi fyrir Breta/Hollendinga.
  • Ef dómstólar dæma Neyðarlögin ógild, þá er Icesave- skuldin ofboðsleg (800 ma+).
  • Ef dómstólar dæma öðrum veðhöfum Landsbankans í hag, þá er öll Landsbanka- skuldin ofboðsleg (1000 ma+).

Ofangreindar fullyrðingar hafa ekki verið hraktar lögfræðilega. Þvert á móti, staðfestar. Hvaða staðreyndir nægja eiginlega til þess að meirihluti þingmanna sannfærist?


mbl.is Hagstæð ákvæði Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Ívar

Sjálfri finnst mér það pólitískt sjáfsmorð, þeirra flokka sem nú sitja við völd, að fara ekki "þrautarvaraleið" til dómstóla til að útkljá málið. 

Víst er að upprisa eftir þetta sjálfsmorð er vonlaus, fyrr en síðasta greiðslan hefur verið innt af hendi ...... svo sem eftir tuttugu og eitthvað ár.

Þannig að þetta er ekki lengur spurning um pólítík, annars værir þú Ívar sæll ekki að berjast í bökkum við að slá tannstönglaskóginn, sem þarf til að opna augu fólks og fá það til að nenna að reka málið. 

Menn eru að gaspra um að enginn dómstóll "sameiginlegur" geti ályktað um þennan óskapnað. 

Hvað með HAAG, alþjóðadómstóllinn?  hvað gera þjóðir, sem hafa verið kúgaðar af "misvitri" stjórn, og fjárglæpamönnum er þeim ekki alls varnað.  Nei og jú, þeim er alls varnað. 

Íslenskur almenningur hafnar þessari kúgun á þeirri forsendu, og til þess að sýna að henni er alvara, þarf hún að sjá til þess að lögbrot hafi verið framin í síbilju.  Það eru sjálfsögð mannréttindi sem við erum að verja gott fólk, ekki "heiður" eða "stolt" ráðamanna, sem sváfu á verðinum.

Heiðurinn er rúinn og brunninn upp, nú þurfum við að standa vörð um stolt okkar sem manneskju

Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.6.2009 kl. 03:40

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jakob Möller er góðu vanur og hefur sýnt að hann hann er falur til hvers sem er fyrir rétt verð.  Því þarf það ekki að koma á óvart að álit hans gefi það til kynna að icesave samningurinn innihaldi hagstæð ákvæði.  Þá þarf það ekki heldur að koma á óvart að hann nefni uppsagnaákvæðin sérstaklega.  Því eins og aðrir hugsandi menn þá veit hann að það er útilokað að þjóðin geti borgað þennan nauðasamning. 

Magnús Sigurðsson, 24.6.2009 kl. 08:52

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kjarnin í þessu er etv. það að þarna er verið að leika sér með fjöregg þjóðarinnar. Það má ekki nægja að treysta á túlkun annarra einstaklinga, sama hversu trúverðugir þeir eru. Þegar egginu er fleygt svona á milli er eins gott að vita með vissu, en ekki byggja það á trú, að einhver sé til staðar til að grípa það. Eggjabændur þessarar ríkistjórnar eru að sýna glæpsamlegt gáleysi ef þeir samþykkja þennan samning. Þeir þingmenn sem sitja hjá atkvæðagreiðslu, þannig að frumvarpið nái í gegn eru jafn sekir og hinir. Okkar býður mun betri tíð með því að hafna þessum óskapnaði, jafnvel í viðskiptabanni myndi okkur vegna betur.

Haraldur Baldursson, 24.6.2009 kl. 10:51

4 Smámynd: Héðinn

http://www.island.is/media/frettir/alitsgerd_jrm.pdf

Héðinn, 24.6.2009 kl. 12:30

5 Smámynd: Halla Rut

Að fólkið skuli hafa skrifað undir þetta og skálað svo í Kampavíni (sem þeir gerðu) er með ólíkindum.

Halla Rut , 24.6.2009 kl. 12:55

6 Smámynd: Andrés.si

Annað sem kemur inn í málið er eign. Til dæmis ef Íslendingar þurfa að greiða þetta banka dæmi ofl vil ég sjá vottor að ég sem sagt, Andrés Zoran Ivanovic á eitt 300 000. hlut í bankanum. Og svo 1 300 000 í öðrum bönkum og fleira.  Ríkistjórn reyni bara að rukka fólk beint eða óbeint en raun eigandi verður aftur einka aðili þott ég ætla að greiða ásamt ykkur öllum.  Eins og ég segi. Vantar staðfesting, vottor, skríflegt yfirlising eða eitthvað þannið.

Sem á meðal annars slóvenskur ríkisborgari fékk ég það fyrir árum frá slóvensku ríkistjórnini.  Það var lagt í hlútabréf og einmitt selti ég afgan 62 af  250 hlutun að verðmætinu 7000 evrur.  Mig langar svona eða svipað aðferð hér landi.

Andrés.si, 24.6.2009 kl. 21:36

7 Smámynd: Halla Rut

Þetta er nú með því betra sem ég hef séð lengi eins og Andrés skrifar hér á undan. Er þetta ekki bara málið?

Halla Rut , 25.6.2009 kl. 00:27

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Zoran minn,ég nota vettvang Ivars til að þakka þér samtalið í dag á Austurvelli,ef þú skildir kíkja hingað aftur.           Ætla síðan að skoða upptöku þína frá 17.júní,á Faecbook og stimpla þig inn sem vin,allir,geta þá séð, hana..                Dáist að baráttu ykkar, sem mótmælið kúguninni,tek undir með þér Ivar;Hvað þarf til að meirihluti þingmanna sannfærist.

Helga Kristjánsdóttir, 25.6.2009 kl. 00:34

9 Smámynd: Andrés.si

Sæl Helga. Það var gaman að spjalla við þíg ígær á Austurvelli.  Rétt er það.  Á Facebook eru margar myndir og líka vídeo en því miður líta myndinar hver einasti dag alveg eins út.  Ástæða er í þjóða sérkeni, þar sem allir eru að bloga, en mjög mjög fáir gera eitthvað í málinu. 

Svo þegar að maður bera saman  kúnnar af Catalinu á meðan almenning, þú veist, það er sú sem flutti afriskar konu í vændi, þá kemur það hreinn fram að fólk vill bara borga. Þott fái Það ekki. :) :)  

Þetta var aðeins gróft en öðruvissi kemst ég ekki fram í augnablikkinu.  

Andrés.si, 25.6.2009 kl. 01:50

10 Smámynd: Andrés.si

Halla Rut.  Ekki er það bara réttlætiskefri. Í raun með formulu um hlútabréf ríkisins skríða pólítikusar þannig fyrir framan fólk og biðja okkur um að hjálpa.  En þeir eru ekki í stakk bunir að gera það, þar sem  um ósamræma aðila er að ræða á milli raðir þeira.  Ég veit sko vel, því til eru viðvöruna skyrslur vísindamanns erlendis, þar sem hann bendi á íslenska pólitikusa 2003 til að líta aðeins á heilsu ástand þeira.  Hvernig fór með Davíði, Halldóri, "Sólu kvenu", vitum við.  En siðan 2003 eru buin að liða 5 ár og skyrslur safnast aftur og aftur, þar sem altaf ný tilfell um viðvörun kemur fram. Málið er að ég er hættur að vara við, því fólk kaus þannig. En er til að bjóða hóp áhugasama manna í einhver sal fræða um biokibernetisk mál sem til dæmis slóvenskir flokkar vinna samkvæmt því í áratug.  Biokibernetika er ekki bara fyrir pólitikusar, þeir eru vegna (oft viljandi) villust ákvarðanir á skotmarki, og þessu fylgir sjúkdómur eins og hjá þeim þremur sem var að lysa fyrir ofan.  Eins og ég segi. Fyrir almennig væri ég kynna biokibernetisk aðferð frítt, enda læri ég það í 15 ár.  

Svo er sagt að landsmenn eru með stjörnvölð eins og þeir eiga skilið.  Þetta þýðir að meira en óréttlæntanlegt stjórn á ekki við Íslendinga. 

 Ef ég fer til baka, segjum til hlutabréf ríkisins.  Íslendingar hafa selt mörg ríkis fyrirtæki, þar á meðan bankar.  Almennini hefur verið bara velkomin að eiga áfram í sömu bönkum en ekki að fá eitthva út úr sölu.  Ég held að komin sé tími til að fá að greiða aftur á bak.  Í penninga/hlutabréf formi og lika annað.  Í breytingar í lífeyrisjóðum, þar sem við erum að tala um svipað aðferð heldur hjá stjórnvölði.  Hér á ég við alt fé eftir látin maka til dæmis.  Erlendis tíðkast það öðruvissi en hér eingöngu lífeyrisjóðum í hag.  Og svo segi fólk ESB.  :) Ó nei, það þarf að breyta mörgu hér til að Bruselj segir já. 

Andrés.si, 25.6.2009 kl. 02:20

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hann kom í HRAFNAÞING til Ingva Hrafns Jónssonar á sjónvarpsstöðinni ÍNN um daginn og þar fann hann Icesave-samningnum allt til foráttu og talaði meira að segja um föðurlandssvik, af hálfu þeirra sem gerðu hann en nokkrum dögum síðar gerir hann LÖGFRÆÐIÁLIT fyrir heilaga Jóhönnu og þá er allt í einu ALLT í himnalagi með samninginn og meira að segja eru bara nokkur atriði í honum orðin Íslandi hagstæð.  Hvað kemur næst frá þessum manni??

Jóhann Elíasson, 25.6.2009 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband