Endurnýting hvala

Hugsum aðeins út fyrir kassann núna. Við endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar, nýtum hvali í sjónum til þess að ná fyrra jafnvægi aftur. Skjótum dýr á lykilstöðum í hafinu og látum þau sökkva. Hvalshræ lífga upp á hafið allt í kring á endanum, þar sem alls kyns vöxtur kemur lífkeðjunni vel af stað frá grunni. Um gæti verið að ræða stærsta fiskeldi heims og það vistvænasta, því að venjulegt fiskeldi þarf mun meira af smáfiski til fæðugjafar heldur en þann þunga sem það gefur af sér. Byggðir landsins munu berjast um hvaladrápskvóta fyrir sín svæði, því að uppgangur ýmissa stofna gæti reynst verulegur þar sem hræin yrðu skilin eftir.

Hringrásinni haldið við

Hvalur og faediHringrás loðnu um Ísland skilaði jafnan af sér yfir milljón tonnum af dauðri loðnu sem rak fyrir Vestfirði og lífgaði upp á lífið í sjónum, t.d. með vexti rækjunnar, sem fiskar hafa síðan nýtt sér. Menn og hvalir hafa kroppað vel úr loðnunni og minnkað þessa hringrás, en endurnýting hvala gæti snúið þróuninni aftur til betri vegar. Næringaraukinn á staðnum yrði vítamínsprauta fyrir nálægð svæði, alger hvalreki. Tvöfaldur ábati fengist með aðgerðinni, þar sem sá hvalur er um ræðir í hvert sinn hættir að éta þyngd sína á hverjum degi en nýtist sem bein fæða fyrir annað sjávarlíf. Áður fyrr voru Íslendingar í jafnvægi til móts við hvalina, en nú er ekkert sem heldur aftur af hvölunum nema kannski fæðuskortur í hafinu. Kannski voru hvalveiðar Norðmanna í Ísafjarðardjúpi grunnur að uppgangi innfjarðarækjunnar þar, ásamt áðurnefndri hringrás.Arctic Fox National Geographic

Mistök uppi á landi

Látum mistökin á landi ekki endurtaka sig í hafinu. Tófan var friðuð á Vestfjörðum og hefur rústað dýralífi þar og annars staðar. Þegar jafnvægi hennar við manninn var ekki lengur fyrir hendi, þá æddi hún áfram óhindrað. Nú er varla svartfuglsegg að fá þar lengur.

Fæðisskortur í fiskeldi

Fiskeldi heimsins líður fyrir fæðisskort og hækkaðs verðs á fæði til eldisins. Ef fólki hrýs hugur við beinni endurnýtingu hvala í sjónum mætti þá nýta þá til fiskeldis, enda frábær Omega 3 gjafi. En þá er ábatinn einungis einfaldur, ekki margfaldur.

Magn?

HrefnaVarasamt er að fara út í umræður um magntölur á þessu frumstigi. Þó mætti nefna það, að  300 stórhvölum af völdum tegundum ásamt 1000 hrefnum árlega mætti farga á þennan hátt til hagsbóta fyrir hafið og okkur öll.

Skilning mun skorta

Borgarbúar á Vesturlöndum eru flestir komnir á táningsaldur þegar þeim verður loks ljóst að fiskur til neyslu var eitt sinn lifandi dýr í sjónum. Því er nær ómögulegt að fá þá til þess að skilja nauðsyn þessara aðgerða, enda á ekki að reyna það. Höldum frekar áfram að vera í jafnvægi við náttúruna í kring um okkur, þar sem hin hæfustu lifa af.


mbl.is Vill heyra hugmyndir um endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mjög góð grein og vonandi vekur hún sem flesta upp af værum blundi.  Auðvitað ætti að vera búið að leyfa hvalveiðar fyrir löngu, burtséð frá því hvort "hægt" sé að selja kjötið, þó ekki væri nema til að viðhalda jafnvægi í lífríkinu, en það eru nokkrir "Náttúruverndar-Ayatollar" á móti veiðum og eins og venjulega, þá er hlustað meira á "vælið" í svona minnihlutahópum en hinn þögla meirihluta sem vill hvalveiðar. 

Jóhann Elíasson, 28.2.2008 kl. 09:27

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Var einmitt að skrifa sjálfur um þetta, ég bætti bara við að það þyrfti að kasta djúpsprengjum á seli. Aldeilis  frábær grein.  Það þarf að "peppa" þessa umræðu svo  fólk vakni...

Óskar Arnórsson, 28.2.2008 kl. 18:01

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hver í ósköpunum kom því á að friða tófu?? Er uppalin á Vestfjörðum, verið 20 ár frá Íslandi og hélt að þroski væri á leiðinni upp en ekki niður..

Óskar Arnórsson, 28.2.2008 kl. 18:03

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fín grein, þetta yrði þjóðhagslega arðbærasta framkvæmd sem hægt er að fara í.

Annar seu selir og hvalir afbragðs matur. Spyrjið bara sægreifann. 

Sigurður Þórðarson, 28.2.2008 kl. 22:18

5 Smámynd: Ólafur Als

Forvitnilegt, skemmtilegt ... hættulegt? Færi ekki hin siðmenntaði vestræni heimur algerlega á límingunum yfir aðgerð sem þessari?

Ólafur Als, 29.2.2008 kl. 08:13

6 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Ja hérna, þú ert ekki beint að leita vinsælda í dag.

En andskoti geta þetta orðið skemmtilegar siðferðispælingar. Persónulega er ég alinn upp við að drepa mér til matar og verð að viðurkenna að mér finnst þetta full gróft, allavega svona við fyrstu íhugun.

Hins vegar skít ég Svartbak og Hrafn af því að þeir éta aðra ungfugla ( flokkast sem vargfugl) drep Mink og Tófu, ef ég kemst í færi, drekki músum, af því að þær eru í kringum (og í ) sumarbústaðinn minn og skil allt draslið eftir til að rotna niður í náttúrunni.

Svo tók ég þátt í að drepa útseli bara til að láta Hringormanefnd borga mér fyrir kjálkann. Mér er skítsama um alla selina og fuglana sem drepast í grásleppunetunum mínum. Hendi öllu verðlausa draslinu sem kemur í veiðarfærin mín í sjóinn aftur, o.s.f.

Kannski ég þurfi að fara að endurskoða siðferðis gildi mín

Nema við bara étum þá.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 29.2.2008 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband