Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Rökleysa

WeThePeople

Bjarni Benediktsson bendir réttilega á þá firru sem valdaframsal til alþjóðastofnana getur orðið. Hvernig fæst fólk til þess að breyta stjórnarskrá í átt til framsals réttinda fólksins og hvað þá til erlendra stofnana, eins vitlaust og það kerfi er? Ótal aðstæður geta komið upp, t.d. stríð og kúgun einráðra valdasjúklinga í stofnunum eða hjá þjóðahópum, þar sem við fáum ekkert við ráðið. Fyrir utan það að hafa aldrei neitt atkvæðamagn sem máli getur skipt, alltaf innan skekkjumarka.

Sanngjarnt lýðræði hefur regluna í heiðri, „einn maður, eitt atkvæði“. Þá er hvert okkar gegn 400 milljónum Evrópskra atkvæða. En það væri ef lýðræði ríkti í ESB: raunin er sú að framsalið er til tveggja persóna þegar á reynir, Kanslara Þýskalands og forseta Frakklands, sem öllu ráða í alþjóðastofnunninni ESB.

Leyfi í stjórnarskrá til framsals valdsins er þvílík rökleysa að þingmenn sem bera slíkt upp ber að víta.


mbl.is „Fullkomin eftirgjöf gagnvart ESB“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðfararstjórninni slitið?


Ut straxAðfarar- stjórn Jóhönnu og Steingríms J. ætti að fá náðarhöggið strax svo að lágmarka megi tjónið sem aðför hennar að lýðveldinu sjálfu, stjórnskipuninni og fólkinu í landinu hefur valdið. Icesave er frá, en hún hættir ekki fyrr en stjórnarskráin er skemmd, fullveldið hálf-framselt til ESB, stjórnkerfið lamað, sjávarútvegur í rúst, skattaáþján alger og óvissan ræður ríkjum.

 

Engin ástæða er til þess að bíða kosninganna. Þessa (ó)stjórn verður að bera út eins og starfsfólkið hjá Lehman Brothers: staðið er yfir þeim á meðan þau raða persónulegum munum sínum í einn kassa og koma sér út. Ella verður tíminn sem eftir er að kosningum notaður til frekari óþurftar íslenskri þjóð. Nóg er að gert!


mbl.is Vantraust í farvatninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgi við ESB- aðildarferlið fellur um 26%

EU no Swisswacky

Fréttablaðið og Stöð 2 könnuðu fylgi við ESB- aðildarferlið: 26% færri styðja það núna frá fyrri könnun. En 51,6% vilja gera hlé á viðræðunum eða slíta þeim strax. Fylgi ferlisins á Alþingi er ekki beysnara. Því er ljóst að bakland íslenskra „samningamanna“, sem var aldrei nóg, er alls ekki fyrir hendi núna, enda er þorri þjóðarinnar búinn að fá nóg af þessari tilraun.

Níðþung kerfi 

En hvar í þessu ógnarferli ákvað þjóðin að rétt væri að aðlagast smásmyglislegasta og þunglamalegasta búrókratakerfi allra tíma? Ekki var það með EES- samningnum, því að hann var einmitt samningur á milli þjóða um frelsi til athafna þeirra í milli. Nei, það var ekki fyrr en vinstri stjórnin tók við sem öllu ruslinu var hleypt í gegn, sama hvaða nafni það nefnist. Áður var farið yfir hverja grein og neitað að samþykkja það sem ekki passaði okkur hér. Nú er látið eins og bálkar ESB hljóti að vera það besta sem komið hefur fyrir okkur frá því að niðursneitt brauð var fundið upp.

Hvernig urðu ósköpin til?

Lög og reglur ESB urðu til sem sáttargerðir vegna ótal áhrifaþátta, heimsstyrjalda og mismunandi fyrirgangs. Íslendingar eru vanir því að taka beint á hlutunum, hafa lagagreinar stuttar og markvissar að hætti Hávamála og að hafa frelsi til athafna, en ekki þurfi jafnan að kalla á þrjár manneskjur til þess að komast í gegn um reglugerðartorfið vegna aðgerðarinnar.

Hætta strax 

Því fyrr sem þessu aðildarferli er hætt, því meira tjóni á kerfinu hér verður afstýrt. Drífum í þessu, krefjumst þess að umsóknin verði dregin til baka strax, ekki bara eftir kosningar.


mbl.is 48,5% vilja ljúka viðræðum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jöklarnir minnka, sama hvað

Hvannadalshnukur IP

Jöklaráðstefnan í HÍ var verulega áhugaverð og opin almenningi eins og mér. Þar kom m.a. fram að sama hvað fólk telur sig geta gert, þá minnka jöklar hratt áfram. Munurinn á óbreyttum aðgerðum manna og mestu hörku gegn losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum er tiltölulega lítill.

Vel gert á Íslandi 

Það minnir mig á kynningu Umhverfisráðuneytis, þar sem sjá mátti að sá munur hjá Íslendingum er hverfandi eða raun enginn (innan mæliskekkju) á heimsvísu, sem sést af því að nær öll rafmagnsframleiðsla okkar fer fram með endurnýjanlegri orku. Þar staðfestist að tækifæri til þess að hægja hitun loftslags (ef það er hægt) er t.d. ekki að finna í álframleiðslu hér, end fer hún hvað best á Jörðu fram á Íslandi.

Náttúran ræður 

Engu munar hvort örfáir Íslendingar keyra á sparneytnari bílum eður ei. Raunar breytist loftslag á jörðu ekkert þó að Íslendingar hverfi allir sem einn til feðra sinna (jú, álframleiðslan fer þá fram annars staðar með brennslu kolvetna). Tölurnar á Íslandi sem öllu máli skipta vegna loftslags eru þær, sem sýna hve mikið, hverju og hve lengi eldgosin okkar spúa sínu út í loftið hverju sinni. Þar geta t.d. klukkutímar skipt verulegu máli, þar sem heildarsparnaður okkar í losun gróðurhúsalofttegunda í 10 ár glatast, eins og t.d. í Grímsvatnagosinu 2011, sem enginn tók eftir, en losaði jafnmikið á einum degi og heilt lengra gos.

Aðlögun er allt 

Jöklar koma og fara. Ísland kólnar og hitnar. En aðlögun er aðalatriði, sem mistókst hjá Íslendingum á Grænlandi þegar kólnaði forðum, en tókst hér eins og Jarred Diamond náttúrufræðingur lýsir svo vel í bókinni „Civilisation“. En nú þarf að aðlaga sig að hitanum, sem er öllu auðveldara, t.d. að virkja hratt- bráðnandi jöklana sem best áður en þeir hverfa.

Álögurnar út í ystu myrkur 

Skattpínandi úrtölufólk í vinstri stjórn á Íslandi getur ekki aðlagað okkur að neinu nema ESB, sem það gerir á fullu. Við fáum núna tækifæri til þess að koma því frá og aflétta í einni svipan öllum álögum sem komið hefur verið á vegna kolefnislosunar okkar, hvort sem það er á bíla, flugvélar, túrisma eða hvað annað.

Krefjumst þess að álögunum verði aflétt, svo að við fáum notið þess að gera hlutina rétt.

 


mbl.is Jöklar hverfa á 200 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björt framtíð í Evrulandi með VG umhverfismál!

Talsmaður Bjartrar framtíðar telur flokkinn deila ESB- málum með Samfylkingu og umhverfismálum með Vinstri grænum. Annaðhvort hafa væntanlegir kjósendur Bjartrar framtíðar þá ekki kynnt sér stefnumál flokksins eða þá að þeir trúi virkilega á fortíðarhyggju- haftastefnu VG í umhverfismálum og að Evrópusambandsaðild sé einstaklega heillandi, sérstaklega í Evrulandi! Trúlegt að slíkur jaðar- sértrúarhópur á Íslandi geti unnið með hinum almenna Sjálfstæðis- Íslendingi, sem lítur á hvorttveggja sem veginn til glötunar eins og ljóst hefur verið sl. 4 ár.

Flokkurinn sem Sjálfstæðisflokkurinn vinnur með í næstu ríkisstjórn, ef meirihluti næst ekki, verður ekki flokkur sem heldur sig fast við aðild að Evrópusambandinu, né sá sem tefur vísvitandi eðlilega framþróun Íslands í orkumálum. Svokölluð „Björt framtíð“ fer því aftast í röðina.


mbl.is „Meira að marka núna en áður?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband