Kaupþing 55%, Exista 32,8%, SPRON 32,5%

Þetta er markaðsvirði fyritækjanna núna miðað við fyrra hámarksvirði hvers og eins. Einhverjar tilraunir virtust vera í gangi núna áðan til þess að setja gólf undir lækkanir þeirra. Trúlegt er að til tíðinda fari að draga þegar bankar og fjármálafyrirtæki eru farin niður fyrir 1/3 hluta af fyrra verði sínu, eða þegar stærsti banki og fyrirtæki landsins, Kaupþing, kemst æ nær því að hafa helmingast á hálfu ári.

Furðu rólegir viðskiptavinir Northern Rock biðröð

„Northern Rock“ biðraðir væru fyrir utan viðeigandi banka eða fjármálastofnanir ef þetta væri í Bretlandi, en við erum öll furðu róleg miðað við alvöru málsins (ég þar með talinn). Helst kemur mér þó á óvart að þegnar annarra landa, sem skapa víst um 70% af veltu Kaupþings miðað við fyrri yfirlýsingar eigenda, skuli halda ró sinni. Kannski það sé helst áhættusækið fólk sem stundar viðskipti við bankann? Ofurhátt skuldatryggingarálag á Kaupþing segir þó sína sögu um áhættumat lánadrottnanna (eða kannski spákaupmanna).

Fer þá ekki að draga til tíðinda?

Hefðbundinn rekstur SPRON var í járnum, en sparisjóðurinn lifði á uppgangi Exista og Kaupþings í krafti hlutafjáreignar sinnar. Ofangreindar tölur sýna að það módel er úrelt, þannig að þörf er á uppstokkun hjá þrennunni vegna þróunarinnar og þverbundins eignarhalds. Þá er spurningin, hver kaupir hvern og rennur saman við hvern. Venjulega gerist slíkt ekki með ofurhraða, en virðið hefur fallið það hratt og mikið að aðgerða verður líklega þörf fljótlega. Ef Straumur-Burðarás og eigendur Landsbankans tækju t.d. upp á því að kaupa Glitni, þá þyrfti KES hér að ofan að taka sig saman í andlitinu og gera eins og stórskuldugu sjávarútvegsfyrirtækin gerðu hér um árið, sameinast og græða á því, þar sem jafnvel þrír mínúsar verða að stórum plús. Tekið skal fram að ekkert bendir til að neitt í þessari málsgrein sé að eiga sér stað. Þetta var einungis mín einkapæling.

Enn mæli ég með gjaldeyriskaupum (upp um 8% frá því að ég sagði það síðast), en ég er ekki ráðgjafi. Þau kunna sko að segja ykkur til!


mbl.is Lækkun gekk til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þarna sannar þú spádómsgáfu þína, þótt ekki sé hún geistleg.  Þú hefur með beinhörðum rökstuðningi varað við þessu nú í tæpt ár og þarna hefur kjöftugum ratast satt á munn.  Nú vantar veðin maður. Skítt að þeir skyldu ekki ná að krækja í orkuna.  Þeir geta það annars núna samkvæmt spilltum dómi í Hitaveitu Suðurnesja málinu og er sá dómur sennilega ástæða valdaránsins í Rvk, borg.  Nú á að klára dæmið. Örvæntingin leynir sér ekki.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2008 kl. 18:43

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já ég hallast frekar að því að það fari að draga að viðsnúningi á mörkuðum, bæði erlendis og hérlendis.  Hlutabréf eru sögulega orðin mjög ódýr og mikil fjármunamyndun í heimshagkerfinu.  Það getur varla verið að það valdi langvarandi kreppu þó nokkrir húskofar í Bandaríkjunum séu boðnir upp.

Ég er löngu hættur að spá fyrir um gengi krónunnar, hún hefur áður styrkst þó allir spái illa fyrir henni!

Þorsteinn Sverrisson, 22.1.2008 kl. 19:38

3 Smámynd: Egill M. Friðriksson

Væri samt áhugavert að vita hvað það er sem veldur lækkun Kaupþings og allra hinna bankanna. Fjárhagsleg staða íslenskra banka er talin mjög góð (miðað við skýrslu sem var gefin út um daginn þá eru þeir í toppsætunum). Undirmálskrísan í BNA hefur ekki átt sér stað hér heima þótt auðvitað geti hún komi fyrir. Getur verið að þetta sé einfaldlega viðbrögð almennra spákaupmanna sem snúa úr sókn í vörn?

Egill M. Friðriksson, 22.1.2008 kl. 21:01

4 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Ég fæ ekki séð að við getum neitt verið að ná botninum. Við verðum að átta okkur á því að það er ekkert bara í USA sem fasteignabólan er sprungin. Gatið á blöðrunni er bara orðið stærst þar.

Þessi mikla uppsveifla sem verið hefur á "vesturlöndum" síðustu ár hefur verið keyrð áfram af fasteigna-uppbyggingu. Við vitum af verðlækkunum sem eru byrjaðar í Evrópu. (á fasteignum)

Bólan hér er rétt að springa. Ástandið er ekkert betra en í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks offjárfesti þegar bankarnir ruddust inn á markaðinn með sín fasteignalán og því til viðbótar eru allir með neysluvörur á afborgunum. Allir voru svo hrikalega bjartsýnir og voru peppaðir áfram af stjórnvöldum sem dásömuðu þessa bankaútrás í bak og fyrir.

Núna þegar dregur saman og harðnar á dalnum hjá almenningi verður fjöldin allur af fólki sem ekki getur staðið við skuldbindingar sýnar. M.ö.o það er fullt af undirmálslánum í gangi hér líka.

Og það alvarlegasta er að bankarnir koma ekki til með að hafa efni á að eiga allt það húsnæði sem þeir leysa til sín, þeir verða að selja það sem fyrst til að minnka endurfjármögnunar þörfina.

Vælið undan skuldatryggingaálaginu er svo bara brandari. (Helvítis dómararnir eyðilögðu líka leikinn fyrir okkur í kvöld á EM, en það var EKKERT að hjá strákunum okkar.)

Ég held þetta lið ætti að fara að líta í eigin barm.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 22.1.2008 kl. 21:20

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Jón Steinar. Við vonumst öll eftir stöðugleika, sjáum til hvort einhver von sé um hann í borginni. En flökt markaða heldur áfram.

Nú skiljast leiðir bankanna í „the haves and the have nots“, þ.e. hverjir hafa aðgang að lausafé eða ekki. Björgólfur Thor hlýtur t.d. að sitja á seðlabúntunum og bíða síns tíma, líklega fram á vor, því að ávöxtunin fyrir þann sem ætlar hvort eð er að fjárfesta og horfir á fallandi markað er góð. Fasteignavandinn og gengislækkanir eiga enn langt eftir, en þau atriði naga mismikið í hæl hvers banka. Við ættum því að hætta að tala um „bankana“ sem heild.

Tengsl úrvalsvísitölunnar við Jenið halda áfram að vera sterk, enda lifir hún mikið til enn á vaxtamunar- bransanum. Þegar Jenið styrktist gegn Evrunni núna, þá féllu bréfin, sérstaklega hjá stóru skuldurunum. Því meiri skuldir og minna lausafé, því viðkvæmari eru bréfin fyrir styrkingu Jensins og falla meir en önnur.

Ívar Pálsson, 22.1.2008 kl. 22:59

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Þorsteinn, skuldatryggingavandi BNA situr eftir óleystur. En á Íslandi þá sé ég ekki að tekið hafi verið á ofurkrónuvandanum enn. Almennir spákaupmenn eru bara markaðurinn.

Egillm, í greinunum hér til hliðar hef ég reynt að útskýra sl. 10 mánuði útgáfu mína af því af hverju áhættumatið á Kaupþingi var of lágt í upphafi og hve yfirspennt þetta var. Það gætu hafa verið aðrar ástæður, en líklegast var eitthvað til í þessu.

Jóhannes, sammála í einu og öllu!

Ívar Pálsson, 22.1.2008 kl. 23:16

7 Smámynd: Egill M. Friðriksson

Sæll Ívar,

Ég var bara að detta inn á bloggið hjá þér fyrst í gær þannig ég vissi ekki af fyrri greinum! :)

Kveðja,

Egill

Egill M. Friðriksson, 23.1.2008 kl. 09:05

8 identicon

Þrennan er fimma, þú tekur ekki inn Byr og Glitni sem í raun eru hluti af gullnámum Kaupþings líka enda í meirihlutaheigu mann nátengdum Kaupþingi.

Gott að þú, Ívar, ert vakandi en vont að FME er illa starfandi og Jón Sigurðsson ekki fyrr kominn að því. Ég vil vita hver hin raunverulega skuldastaða Kaupþingsfyrirtækjanna allra er! Hvert ætti tryggingaálagið að vera ef allt liggur fyrir ?

Málið er enn alvarlegra en þú skrifar um að mínu mati því dómínóáhrifin eru þannig að fátt verður eftir sem rekstrarlega gæti lagað stöðuna.

Gaman að sjá hvort búið er að veðsetja öll bréf Exista og Símans þannig að lög verða þá sennilega brotin varðandi aðkomu almennings að fyrirtækinu sem fjármálaráðherra heimiliaði að færi fram seinna en lögin gerðu ráð fyrir við einkavæðinguna.

Þá getur almenningur höfðað mál og eignast Símann aftur. Þá vonandi verður verðlag aftur fært í viðunandi horf. Síminn er okurstofnun í dag en samkeppnin engin þar sem Vodafone er líka Kaupþingsfyrirtæki!!

Takk fyrir góðar greinar!!

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 10:32

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Má vera að ég sjái of stórt samhengi út úr kúppinu í Rvk.  Ég tel þó nærtækari skýringu en að um persónulegt framapot er að ræða eða hefnd. Ég ætla mönnum meiri greind og klækja.

Athyglisvert skópið hennar Jónínu og vert umhugsunnar auk þess að vera vitnisburður um blygðunarlausa hringamyndun.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2008 kl. 12:10

10 identicon

Afsaja stafsetningu í byrjun en mér sýnist málið þessum alvarlegra þar sem Exista viðurkennir ekki einu sinni vandamálið. Skuldsettu kaupin eru framlenging á háum vöxtum og þeir eiga ekki að afneita því heldur leita leiða til þess að yfirvinna vandamálið. Exista/Kaupþing eru í vondum málum!! Bakkavör er í álíka klípu enda erfitt að skilja að feig og ófeig!

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 14:15

11 identicon

Þetta er grín afsaka...

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 14:16

12 Smámynd: Ívar Pálsson

Nýjar tölur:

Kaupþing: 52,6%

Exista:       29,3%

SPRON:    29,4%

Ívar Pálsson, 23.1.2008 kl. 14:25

13 Smámynd: Bobotov

En ef það kæmi allsvakaleg kreppa... hvaða myntir eru það sem ættu sér lífsvon?

EUR, RMB, YEN, CHF? 

Það geta varla allar myntir gufað upp, einhvurt hlýtur fjármagnið/traustið að fara  sem veldur því að hinar veikjast veikjast, eða hvað? 

Eða er ekki orðið of seint að splæsa í gull, hrávörur og dósamat (til eigin neyslu)  fyrir taugaóstyrka óróapésa?

Bobotov , 23.1.2008 kl. 18:03

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jon Stewart í the Daily Show um áhrif forsetans á markaðina.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2008 kl. 20:43

15 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk Jónína. Ég hef gaman af því að heyra álit fólks á málefnunum sem skrifað er um, á hvorn veginn sem það er, en einhver feimni þeirra veldur því að einungis um 1-3% lesenda koma með athugasemd.

Bobotov, fátt er til svara þegar vel er spurt. Mér finnst að vísu alltaf ráðlegt að gera ráð fyrir hinu versta og á því alltaf nóg af dósamat! En Asía blífur og ef þú nærð að kaupa Kínverskt RMB (í gegn um Everbank?) þá gæti það reynst vel. Jenið er nær vaxtalaus, gæti vaxið en er mjög flöktandi vegna aðstæðna í Japan. CHF er traust, en er gengið ekki beintengt við EUR? Þá er eins gott að kaupa Evrur, því að þær bera þó einhverja vexti. Annars fékk ég nóg af þeim um árið, því að talsmenn hennar fylla tugi og segja alltaf eitthvað sem stuðar samt Evruna.

Maður á að eiga smá- gjaldeyrissjóð. Norska krónan er líklegust til þess að hanga uppi í heimsóróa. 

Ívar Pálsson, 23.1.2008 kl. 20:47

16 Smámynd: Ívar Pálsson

Gaman að tenglinum sem þú sendir, Jón Steinar.

Ívar Pálsson, 23.1.2008 kl. 20:54

17 Smámynd: Bobotov

<img src="http://bobotov.blog.is/tn/500//users/a3/bobotov/img/chfeur.jpg"

Já, það er óneitanlega komin nett Mad-Max stemning yfir viðskiptaheiminn. Ég má til með að lauma hérna inn grafi af Kaupthing.is (á meðan það er hægt). CHF og EUR virðast skv þessu ekki alveg beintengd.  Útslagið er 5% síðasta árið og frankinn, sem var í veikjandi trendi, virðist vera að styrkjast gagnvart evru síðan ósköpin fóru að bresta á af alvöru.

En eins og markaðurinn er búinn að vera undanfarið fær þróunarlandið Ísland aldeilis blauta tusku í andlitið. En svo má ekki gleyma því að lág króna gæti aukið áhuga á  Krónubréfaútgáfu. En þá þarf markaðurinn auðvitað að trúa því að framundan sé gósen en ekki botnlaus hít.

Við skulum vona að gjaldeyrisskömmtun verði ekki tekin upp á næsta ári og að okkar helstu útflutningsvörur verði ekki notaðir flatskjáir,  og Range Roverar. 

Bobotov , 23.1.2008 kl. 22:11

18 Smámynd: Bobotov

<img src="http://bobotov.blog.is/tn/500//users/a3/bobotov/img/chfeur.jpg"/>

Gleymdi að loka tag-inu...

Bobotov , 23.1.2008 kl. 22:12

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Athyglisvert sem verðbréfamógúllin Soros segir hér í tilvitnun á bloggi Baldurs.  Hann telur okkur stefna í verstu kreppu í a.m.k. 50 ár og að það sé sennilegast of seint að snúa við ef ég skil hann rétt.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2008 kl. 23:24

20 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér finnst það meira en merkilegt, að Evrópskir seðlabankar virðast halda að sér höndum á meðan "Róm brennur". Haft er eftir Soros : "he was surprised how little it was understood that a US recession was also a threat to Europe." Getur þetta verið tilfellið ?

Soros óttast ekki heimskreppu: ``I don&#39;t expect a global recession&#39;&#39;. Hann heldur því hins vegar fram, að gjaldeyrisforði þjóða verði ekki lengur í US $:

``The current crisis is not only the bust that follows the housing boom, it&#39;s basically the end of a 60-year period of continuing credit expansion based on the dollar as the reserve currency&#39;&#39;

Við verðum hins vegar að hafa í huga að Soros er efnahagslegur "hryðjuverkamaður".

Loftur Altice Þorsteinsson, 24.1.2008 kl. 00:50

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ætli prívatkompaníið federal reserve sé ekki meira líkt hryðjuverkum, sem binda skuld hvið hvern dollar, sem þeir gefa út.  Sá vítahringur mun kananum dýr.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2008 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband