Kreppan kosin burt?

Loksins er orðið alveg ljóst hver samþykkir ómælda skuldaánauð á þjóðina. samfylking_icesave_logos.pngÞað er og hefur verið Samfylkingin. Árni Páll Árnason staðfesti þetta í Silfri Egils í dag. Aðrir flokkar eru ekki á þeirri línu. Kosningarnar framundan munu snúast um það hverjir eru líklegastir til þess að lágmarka skuldsetningu þjóðarinnar með því að berjast gegn Icesave- skuldbindingum og annarri yfirfærðri ánauð á þjóðina.

Eins og staðan er í dag er Sjálfstæðisflokkurinn er lang- líklegastur til þess, þar sem skýrasta andstaðan við skuldbindingarnar er á þeim bæ, en Samfylkingin samþykkir álögurnar umorðalaust, sem hún hefur gert allt frá því í ágúst 2008, þegar Björgvin þv. viðskiptaráðherra hóf að senda staðfestingarbréf sín til Breta og síðan við fallið þegar Ingibjörg Sólrún kom í sjónvarpinu og sagði okkur eiga að axla þessa ábyrgð.

Enginn heilvita kjósandi fer að velta því fyrir sér hvort skera skuli niður milljarð króna hér eða þar, án þess að spá í það hvort samþykkt verði að skulda hundruð eða þúsund milljarða eða ekki. Það skiptir nær engu hvort sparað er, ef ekki er ráðist á grunninn á bak við risaskuldbindingar ríkisins vegna bankanna, IMF, Icesave osfrv.

Kosið er um: X við sjúklegar og ógreiðanlegar skuldir (Samfylking) eða X við mismunandi leiðir til aðlögunar, með ofur- ríkisforsjá (Vinstri Grænir), með stórum ríkistilfærslum (Framsókn) eða við hraða aðlögun með trú á frelsi til athafna (Sjálfstæðisflokkurinn).

Sjáum núna til hvort línur haldi enn áfram að skýrast fram að kosningum, t.d. hvort að ESB (með IMF kúgunartækjum) nái að knésetja okkur alveg. Við fylgjumst spennt með.


mbl.is Hálft ár liðið frá því kreppan skall á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þarfur pistill. Samfylkingin vill allt til vinna að komast inn í ESB og þykir líklega ekki mikið að skuldsetja þjóðina út öldina til að fá þennan draum uppfylltann.

VG er að fíla valdastólana í botn og mun ekki múðra fyrr en eftir kosningar og Framsókn er, eins og þú segir, að bjarga heiminum með tilfærslum.

Ég hefði þó viljað sjá fleiri einstaklinga með reynslu úr atvinnulífinu á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Ragnhildur Kolka, 15.3.2009 kl. 15:53

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég er sammála því að það boðar ekki gott fyrir þjóðina, ef viðhorf Árna Páls verður ofan á, en tók ekki Sjálfstæðisflokkurinn þátt í þessum samningi?

Annað sem mig langar að benda á.  Frétt Morgunblaðsins er röng hvað Ísland varðar.  Sl. þriðjudag er ÁR liðið síðan kreppan hófst á Íslandi.  Þann dag hófst hrun krónunnar.  Fall Lehman Brothers og íslensku bankanna eru bara vörður á leiðinni en hafa ekkert að gera með upphaf eða enda kreppunnar.  Þeir sem halda slíku fram eru greinilega að reyna að breiða yfir sannleikann og þar með getuleysi ríkisstjórna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í forsvari fyrir meira og minna síðustu 17 ár og síðan getuleysi Seðlabankans til að hafa stjórn á peningamálum landsins.

Marinó G. Njálsson, 15.3.2009 kl. 18:02

3 identicon

Ég hef hingað til verið opinn fyrir því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í þetta skiptið enda hingað til kosið hann þar sem hefur þótt hann skástur en ekki vegna þess að mér þætti hann bestur.

Útkoman úr þessu prófkjöri gerir flokkinn hinsvegar næstum ókjósanlegan. Völdin flytjast til næstu kynslóðar forystusveitarinnar eins og ekkert hefði í skorist. Oddvitinn í Reykjavík býr við mjög skertan trúverðugleika líkt og Þorgerður Katrín sem allt bendir til að muni halda varaformannstólnum. Einhver Bjarni Benediktsson virðist ætla að verða sjálfkjörinn formaður einfaldlega ætterni (og að líta út eins og Súpermann?).

Öll hafa þau opnað á ESB viðræður og ekkert þeirra sýndi skapstyrk þegar samið var um Icesave-málin.

Maður fær það helst á tilfinninguna að fólk hafi verið að reyna að kjósa árið 2007 en ekki áttað sig á því að það var ekki í framboði.

Ef að landsfundur tekur afgerandi afstöðu gegn ESB aðild þá má vera að Sjálfstæðisflokkurinn verði þó skásti kosturinn í boði. Þó verður að hafa í huga að líklegast mun vinstristjórn senda sendinefnd til Brussel. Kommúnistarnir eru í það minnsta ekki með Evrópustjörnur í augunum.    

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 19:18

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Skil ekki alveg hvað þú átt við með stórum ríkistilfærslum framsóknar? Við Íslendingar erum ekki enn búin að bíta úr nálinni með trú á s.k. frelsi til athafna sjálfstæðismanna. Ekki meira frelsi úr þeirri áttinni, plís!

Guðmundur St Ragnarsson, 15.3.2009 kl. 22:59

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

20% af lánum falla niður, eru greidd af öllum, þ.á.m. þeim sem ekkert eiga nema illa launað starf og pössuðu sig að lifa ekki um efni fram með því að taka lán fyrir öllu. Það eru tilfærslur, ekki satt?

Er 100% sammála Hans. Sjálfstæðisflokkurinn skaut sig í fótinn með þessu prófkjöri. Þetta er ekki tíminn til að kjósa flottasta bindið af því pabbi þess var svo kúl í den. Við þurfum röggsamt fólk sem er til í að taka til hendinni.

Villi Asgeirsson, 16.3.2009 kl. 04:40

6 Smámynd: Héðinn

Sammála Ívar að IceSafe skuldirnar eru að sliga okkur. Það var athyglisvert sem að kom fram í Silfri Egils í gær að Bretar taka ekkert tillit til aðstæðna okkar. Samkomulagið virtist hafa verið að við myndum taka á okkur IceSafe, jafnvel þó að lagalega sé ekki ljóst að okkur sé það skilt einkum og sérílagi vegna þess að svipað gæti komið upp annars staðar t.d. í Sviss og ef að við þurfum ekki að borga þá myndi það valda titringi annars staðar í Evrópu. Á móti áttum við að fá milda meðferð þ.e. taka átti tillit til aðstæðna okkar. Nú kemur á daginn að þessi milda meðferð er orðin tóm og Bretar ganga að fullu hörku í IceSafe samningana og vilja rukka okkur um mjög háa vexti. Ljóst að vaxtagreiðslur af þessum skuldum yrðu svo háar að bara til að standa undir þeim myndum við þurfa að ganga alvarlega í skrokkinn á heilbrigðis og menntakerfinu. Algerlega vonlaust fyrir okkur að reyna að greiða höfuðstólinn niður.

Því segi ég: Við verðum að fara með málið fyrir til þess bærra dómstóla og getum ekki látið kúga okkur til þess að samþykkja að borga eitthvað sem okkur ber ekki lagaleg skilda til.

Það samkomulag sem gert var hefur ekki verið efnt (að taka tillit til aðstæðna okkar) og því verðum við ekki að efna okkar hluta.

Héðinn, 16.3.2009 kl. 11:30

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála greiningunni hjá þér Ívar, varðandi Icesave og IMF. 

En nú hafa allirstjórnmálaflokkar tekið þátt í glæpnum með aðkomu sinni að ríkisstjórn síðan hrunið varð og þjónkun við IMF.

Magnús Sigurðsson, 16.3.2009 kl. 14:48

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Eitt sem ég er ekki alveg að meðtaka í færslunni. Af hverju heldurðu að sjallarnir fari að standa í hárinu á bretum eftir kosningar, fyrst þeir lögðust á bakið eftir hrun?

Villi Asgeirsson, 17.3.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband