Flugið verði fyrir almenning aftur

Flugfelag Islands logo 1949

Ríkisvaldinu er í lófa lagið að gera flug aftur að almennings- samgöngum. Misskilin umhverfisstefna sendir flugið í spíral til hraps, þar sem alls kyns skattar og gjöld eru lögð á flugið að ófyrirsynju, ss. kolefnislosunargjöld, auk alls óþarfa álags á eldsneytið. Okkur væri nær að taka taka álögur af áætlanaflugi innanlands, sem dreifir ferðafólki betur og gerir nýtingu á dýrri þjónustu skilvirkari. 

Viðhald og stuðningur við flugvellina sjálfa er líka mikilvægur grunnur að líflegri starfsemi, sem skapar vöxt og viðskipti. Útflutningsstarf mitt í 30 ár hefði t.d. aldrei náð því flugi sem það gjarnan hefur gert ef ekki vegna almennilegs innanlandsflugs. Skömm er að því að áætlanaflug til Sauðárkróks sé ekki í gangi. 


mbl.is Innanlandsflugið orðinn munaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála, en eru öll þessi gjöld ekki runnin undan ryfjum EES? nú eða Vinstri grænna?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2014 kl. 16:54

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Við getum illa gefið fordæmi fyrir minnkandi eldsneytissköttum nema að lækka þá alla.

Þá þarf að fá uppí gatið með einhverjum öðrum sköttum.

Versta í samhenginu við hækkandi kostnað flugs innanlands er að REY-AKU leiðin er í vísitölunni sem þýðir aftur að hækkunin hefur kominð með snjóbolta áhrifum í veskið okkar.

Óskar Guðmundsson, 20.2.2014 kl. 18:10

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ekki eðlilegt að það sé ódýrara að fljúga til Vínar, Oslóar, Kaupmannahafnar eða fleiri staða, en að fljúga innanlands, til dæmis Ísafjörður - Reykjavík, það meikar engan sans. Alls ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2014 kl. 18:47

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæl Ásthildur Cecil. Ég kynntist m.a. þér og þínum með hjálp innanlandsflugsins! EES er nú bara milliríkjasamningur sem nota má eins og báðir aðilar túlka, hvor á sinn hátt. En vinstri stjórnin fór með reglugerðafarganið út í öfgar. Ég þekki nú ekki alla skatta og gjöld sem lögð eru þá þetta, einhver annar er betri í það. En alveg ljóst er að Vinstri græn eru ekki vinir flugsins, sbr. millilandaflugið og kalla yfir okkur gjöld að óþörfu.

Já, Óskar, ég er fylgjandi því að lækka eldsneytisskatta yfirleitt. Ekki þarf endilega að auka skatta annarsstaðar á móti, t.d. ef fleiri ferðalangarfást til dagsferða í innanlandsflugið með þessu móti, það skilar sér þá á annan hátt til ríkisins.

Ef gjöld, skattar og aðrar álögur eru lækkaðir á fluggreinina kemst aftur sá vöxtur í flugið sem einkenndi síðustu áratugi. Þá lifnar víða yfir fólki.

Ívar Pálsson, 20.2.2014 kl. 20:48

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Óskar einhversstaðar þarf að draga strikið. Ef Skip er að sökkva og þyrla getur ekki tekið alla à þá að skilja alla eftir? Bjarga verður því sem bjargað verður,það má vel taka skatt af einum og einum. Hlut í einu að mínu mati!

Eyjólfur G Svavarsson, 21.2.2014 kl. 10:21

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sæll líka Ívar, já við hittumst hér í kúlunni ekki satt? Með Gunna bróðir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2014 kl. 11:36

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Einmitt, Ásthildur. Þið eruð kúluhúsafólk eins og Gísli Pálsson heitinn, föðurbróðir minn á Hofi í Vatnsdal.

Ívar Pálsson, 21.2.2014 kl. 13:24

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já, hann var vinur okkar og einnig Vígís, hann kom vestur og hreyfst svo af kúlunni að hann ákvað að byggja slíka, Elli hjálpaði svo smiðunum við verkið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2014 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband