ESB viðurkennir mistök í umhverfisstefnu

Nú svelta milljónir vegna framleiðslu lífræns eldsneytis, en ESB staðfesti rétt í þessu að það hafi verið mistök að hvetja til þessarar framleiðslu í stefnu sinni (hér) , Toba stulkaþar sem bæði fátækt fólk og umhverfið verða fyrir tjóni vegna hennar. Regnskógum er frekar eytt, fátækir hraktir af löndum sínum og heimsmarkaðsverð matvæla hækkar svo mikið að fátækir hafa ekki efni á þeim (sjá hér). Herinn vaktar jafnvel kornbirgðir (hér). Nú lofar Evrópusambandið nýrri stefnu, sem tekur tillit til þessarra þátta. „Við verðum að fara mjög varlega“, segir ESB núna. Á þessum tveimur árum fyrri „nýju“ stefnunnar sem liðin eru hafa því fjölmargir fátækir um heiminn látist eða liðið skort vegna vanhugsaðra aðgerða Evrópupólítíkusa. Reynt var að benda þeim á þessar augljósu afleiðingar stefnunnar í upphafi, en allt kom fyrir ekki, þar sem ídealisminn blómstraði.

Heildarávinningur enginn

Sykurreyr Brasiliu ReutersHátt olíuverð, aukin neysla kjöts í Asíu og þurrkar í Ástralíu hafa sitt að segja, en lífrænt eldsneyti virðist vera kornið sem fyllti mælinn. Efast er um að ávinningur umhverfisins sé fyrir hendi vegna lífræns eldsneytis, þar sem lækkun heildar- kolefnislosunar vegna sumra tegunda er engin og sérstaklega þegar önnur áhrif á heildarumhverfið eru tekin með í reikninginn, t.d. orkunotkun og skordýraeitur (hér). Einnig minnkar fjölbreytileiki náttúrunnar við framleiðslu lífræns eldsneytis.

Vesturlandabúum gengur oft gott til í heimsaðgerðum sínum, en sjá ekki afleiðingarnar fyrir. Betur er heima setið en af stað farið.

Auk tengla í texta, sjáið einnig annan tengil BBC.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta með að brenna matvælum í bílvélum á reikning skattgreiðenda var aldrei góð hugmynd til að byrja með. Ég er hins vegar steinhissa á að einhver heilbrigð skynsemi hafi náð inn á skrifstofur ESB!

Geir Ágústsson, 14.1.2008 kl. 19:49

2 identicon

Verð nú að segja ESB til hróss að batnandi mönnum er best að lifa....

gfs (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 20:43

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef enga skoðun á henni.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.1.2008 kl. 22:05

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég hef vissar efasemdir um Stavros Dimas (lögfræðingur), kommissara hjá EB. Hér er stefnuskrá hans, en hún er hugsanleg úrelt eftir nýlegt útspil hans:

Climate change caused by emissions of greenhouse gases is one of the gravest challenges facing humanity. The EU is leading international efforts to combat climate change and we have developed a battery of cost-effective measures to help reduce our emissions, including our innovative Emissions Trading Scheme.

Combating the loss of biodiversity is another priority for the EU since implications for ecosystems and citizens are far-reaching. The EU policy framework to halt biodiversity loss in Europe by 2010 and beyond is now largely in place and we must now accelerate the implementation process if we are to meet this deadline. Fostering

eco-innovation is essential if we are to successfully tackle these issues as well as the other environmental challenges we face, such as pollution of our air and water, waste generation and unsustainable use of resources. Real progress will only be feasible if new environmental technologies are developed and promoted throughout the EU.

Hér er heimasíðan: http://ec.europa.eu/commission_barroso/dimas/index_en.htm

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.1.2008 kl. 09:29

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Veðurfars-flónin hafa gert í buksurnar, en munu þau þrífa eftir sig ? Fyrir-sjáanlegar hækkanir á matvælum hafa komið fram mun fyrr en ég hafði séð fyrir.

Við blasa hrikalegar verð-hækkanir á matvælum, en sem betur fer eykst lífsandinn í andrúminu og einhver von er um hækkun hitastigs, þótt sú von sé lítil. Aukinn lífsandi og hærra hitastig auka uppskeru og stuðla þannig að lægra matar-verði.

Hvað veldur lækkun verðs á sykri ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.1.2008 kl. 10:25

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, þeir koma á óvart hjá ESB að sjá loksins ljósið. Nú verður þá vel orðuð miðjumoðs- stefna mótuð, með nógu mörgum þó/ef/enda/ skilyrtum setningum sem hægt verður að túlka hvernig sem er síðar. Annmarkar loftkvótakerfisins eru augljósir, en ESB hefur ekki hætt við það enn, þó að slík kvótakerfi séu árás á mannréttindi.

Takk fyrir fræðandi línurit, Loftur. Mjólkurvörur margfaldast verði, þannig að útflutta skyrið okkar hafði þá bara hækkað vegna markaðarins! Fátæk sykurframleiðsluríki fóru að dæmi Brasilíu og settu allt á fullt, sem virðist hafa valdið offramleiðslu fyrst. Það er einmitt sykurinn sem þarf að hækka! Hér er löng grein um sykurverðin. Þessi markaður er allur bjagaður af styrkjum og niðurgreiðslum, en myndi verða virkur ef slíkt hætti.

Ívar Pálsson, 15.1.2008 kl. 10:59

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Global Food Price Inflation to continue in 2008 as US wheat stocks projected to fall to 60-year low; Asia high food demand growth to continue

http://www.finfacts.com/irelandbusinessnews/publish/article_1012077.shtml

Baldur Fjölnisson, 15.1.2008 kl. 14:32

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Almenningur í Indónesíu mótmælti núna 90% árshækkun á sojabaunum, þannig að stjórnin varð að grípa til sinna ráða.

Ívar Pálsson, 16.1.2008 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband