Spjaldtölvur í grunnskólana

MagneticLand ABC

Ein góð leið í átt að markmiðum menntamálaráðherra fyrir grunnskólanema er eflaust að færa börnunum spjaldtölvur, en raunar aðallega að kenna kennurum á þær. Strákar læra varla að lesa núorðið nema aðstoðar- öpp komi til, eða tölva, forrit, leikur og helst keppni. Þá er hægt að sérsníða námið þegar í upphafi, ekki eins hjá mér sem kom fluglæs inn í skólann og leiddist óendanlega í 6 ár að hlusta á kennslu í stafrófinu og grundvallar- lestri.

Borgarstjórn kýs frekar að hræra í götum borgarinnar en að snúa sér að þessu þarfamáli, sem einn kennari við Melaskóla benti einmitt á á fundi um Hofsvallagötu- þvælinginn. Upphæðirnar til spjaldtölvuvæðingar eru einmitt það litlar, að auðveldlega má greiða þær með sparnaðinum af því að sleppa áætlaðri eyðileggingu á gatnakerfi borgarinnar. Þannig má slá tvær flugur í einu höggi.

En hvor er erfiðari hjallur, ídealismi ríkjandi borgarpólitíkusa eða tölvufælni grunnskólakennara á yngri stigum? Þeir sem þjást helst vegna hvors tveggja í framtíðinni af þessum sökum eru illa læsu strákarnir.

 


mbl.is Stefnt að læsi 90% grunnskólabarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband