Gjaldeyrishöft: „svindlarar“ í hverju horni?

Gjaldeyrishaftalögin eru svo hamlandi á eðlileg viðskipti (t.d. vegna tíma og kostnaðar) að stærstu útflutningsfyrirtækin teljast brotleg þótt þau séu t.d. einungis að borga efniskostnað beint erlendis eða af erlendum lánum sínum þar. Hvorugt kemur krónunni nokkuð við, en haftalögin banna þetta. Fyrirtæki ættu ekki að teljast svindla þótt þau verji sig gífurlegri gengisáhættu með því að safna í gjaldeyrissjóð, hvar sem hann er í löglegu umhverfi en ekki  í skattaparadísum.

Það er grundvallarfrelsi á alþjóðlegum viðskiptum að mega ákveða hvar peningar eru geymdir, í  innlendum eða erlendum banka, sérstaklega á þessum válegu tímum þegar bankar út um allt eru í raun gjaldþrota og vel það eins og okkar þrír eru. Nýju kennitölurnar hér blekkja engan hugsandi mann;  á bönkunum hvíla ábyrgðir upp á þúsundir milljarða króna. Útflytjandi sem fær andvirði afurða sinna greitt í erlendum gjaldeyri ætti ekki að þurfa að sæta því að ríkið taki andvirðið inn í sinn platbanka og inn á platgjaldeyrisreikninga, sem ekki er hægt að fá gjaldeyri út úr aftur að vild, enda ákveður svo ríkið platgengi í krónum á gjaldeyrinn, þegar andvirði hans er leyst út.

Ríkið, með öllum sínum undirfyrirtækjum,  endar fljótt með það að verða eini aðilinn sem má eiga eðlileg viðskipti án afskipta. Aðrir verða að sækja um leyfi fyrir hverri aðgerð, annars eru þeir útmálaðir svindlarar af Bankasýslu Ríkisins, Gjaldeyrishaftaeftirliti Ríkisins, Fjölmiðlaeftirliti ríkisins eða hvaða nýrri stofnun sem vinstri stjórninni dettur í hug að koma á legg. Þar með mótast álit þorra manna á alvöru útrásarfólki sínu.


mbl.is Fara framhjá gjaldeyrishöftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hér er ein sem er notuð:  Samherji á og rekur fiskeldisfyrirtæki sem heitir Íslandsbleikja, þetta fyrirtæki selur bleikjuflök til Þýskalands, sem ætti að vera mjög gott mál fyrir þjóðina, en málið er að bleikjuflökin eru seld til fyrirtækis í eigu Samherja á EINA EVRU KÍLÓIÐ sem er skilaverðið til Íslands en síðan er kílóið selt á markað í Þýskalandi á 20 - 30 EVRUR KÍLÓIÐ.  Þetta er búið að ganga í marga mánuði.  Kannski finnst mönnum sem eiga að sinna eftirlyti með þessu þetta eðlilegt?

Jóhann Elíasson, 20.6.2009 kl. 15:27

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Já Ívar þetta gjaldeyrishaftapróf er einfaldlega of þungt og stríðir gegn þeirri svitastorknu baráttu fyrirtækja að halda sér á floti, lifa af í þessu ógnarumhverfi viðskipta sem ástandið hefur skapað.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.6.2009 kl. 22:54

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Jóhann, ef þetta er rétt sem þú nefnir þá er það dæmi um andsvör sem ósanngjörn höft ala af sér. Þetta er líkt og með fjármagnstekjuskattinn: engum finnst 10% ósanngjarnt og greiða hann nær undanbragðalaust, en 50% hækkun á hann lætur skilin hrapa (fyrir utan ástandið).

Jenný, þetta er ekki auðvelt. Á maður ekki bara að stofna dótturfyrirtæki í Vancouver?

Ívar Pálsson, 21.6.2009 kl. 01:46

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Styð það Ívar, enda alltaf gott að hafa góða vini nálægt sér.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.6.2009 kl. 02:55

5 identicon

Sæll Ívar,

Ég er þér í flestu sammála í þessari grein og vill í því sambandi benda á að þar sem viðskipti með IKR á aflandsmarkaði eru á genginu ca 220 kr.- á móti Evru þá eru allar líkur til þess að neðar muni krónan ekki falla þrátt fyrir að opnað verði að fullu fyrir fjármagnsflæðið aftur.

Þessu til stuðnings er að allir sem eiga IKR geta farið með sínar IKR úr landi og fengið Evrur eða eitthvað annað utan Íslands ef þeir sætta sig við það gengi sem þeim býðst þar.

Þó að þetta sé talsvert fall frá SÍ genginu þá er sá munur á að ef opnað er fyrir fjármagnið þá lagast þetta hægt og bítandi en með höftum getur það bara versnað.

Það sem þú og Jóhann eruð að benda á er bara dæmi um fáránlega lausn á enn fráránlegra vandamáli sem sennilega mun leysast samstundis / fljótlega við afnám haftanna.

Það verður hins vegar að gera einhverjar ráðstafanir til að milda tímabundnu áhrifin á fólkið í landinu vegna verðtryggingar og gengisbundina lána og það er líka góð hugmynd að reyna að "bræða" flóttann eins og SÍ hefur verið að reyna en það er allt önnur saga, er það ekki.

Annars bara takk fyrir góða pistla.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 08:12

6 Smámynd: Oddur Ólafsson

Ívar:  Það er til fullt af fólki sem finnst 10% skattur of hár, 0% eða neikvæðir skattar á það sjálft er það eina sanngjarna.  Eða hvernig útskýrir þú annars útsog fjármagns á aflandseyjar í tíð 10% skattsins?

Oddur Ólafsson, 21.6.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband