Skítt með alla skynsemi

Til sönnunar þess að ég er ekki alltaf bölsýnismaður í bankamálum, þá keypti ég Bjorgolfur Thor reddar thessuhlutabréf í dag í Straumi Burðarási, engin ósköp en nóg til þess að það myndi bíta aðeins ef illa færi. Þau biðu bara þarna, freistandi á genginu rúmum þrettán, þannig að ég hugsaði (eða ekki): „Skítt með alla skynsemi, en gáfur eru gull!“ eins og faðir minn átti til að segja, þegar hann lét slag standa. Ég keypti þetta til framtíðar. Réttlætingin var m.a. sú, að Björgólfsfeðgar og fleiri hljóti að gæta þess að gengið fari ekki allt of lágt (þar sem það er raunar) og líti jafnvel sjálfir á þetta sem kauptækifæri um þetta leyti.

High DiverVanda skal valið

Nú held ég að hlutabréfamarkaðurinn hér heima fari að vera meira „selektífur“, þ.e. að þau fáu sem kaupa, muni vanda val sitt betur en áður, krefjast betri upplýsinga og kaupa ekki nema að þau telji sig geta sett traust sitt á stjórnendur og sýn þeirra. Kynningar fyrirtækja á markaði verða þá væntanlega ekki eins yfirborðskenndar og þær hafa gjarnan verið og ættu að beinast að raunstöðu og framtíðarsýn heldur en ávöxtun í fortíðinni. Það verður gaman að sjá hvort að úr því rætist.

Gjaldeyrir er góður áfram, en hlutabréf eru á útsölu!

Það eina sem velkist fyrir mér er þetta: gjaldeyrir mun líkast til skila sér betur en þessi kaup næstu mánuði, en óvíst er hve lengi hægt er að eignast gæðahlutabréf á 50% útsölu. Þess vegna sló ég til.


mbl.is Hlutabréf hækkuðu vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég er bara að velta því fyrir mér hverjir séu að selja hlutabréf í Straumi Burðarási í dag? Hvers vegna er fólk að selja bréf sín þessa dagana? Sjálfur á ég bréf í Straumi Burðarási sem ég átti auðvitað að selja þegar gengið var hæst, en gerði ekki. Átti ekki von á þessum hremmingum. En mér dettur alls ekki í hug að vera að selja þau núna.

Ágúst H Bjarnason, 25.1.2008 kl. 09:17

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Ágúst, ef maður hefur trú á einhverjum bréfum þá á maður að fylgja henni fast eftir eins og Warren Buffett karlinn, að gleðjast yfir dýfum, því að þá fæst meira á ódýran hátt. Það á bara að passa að eiga fyrir VISA reikningunum.

Ívar Pálsson, 25.1.2008 kl. 09:38

3 Smámynd: Bobotov

Þú hefur ekki viljað bíða aðeins eftir uppgjörunum: 

Glitnir 29. janúar

Straumur 29. janúar

Eimskipafélagið 31. janúar

Bakkavör 31. janúar

Exista 31. janúar

Kaupþing 31. janúar

Teymi 31. janúar

Landsbankinn 1. febrúar

Össur 5. febrúar

Spron 6. febrúar

365 6. febrúar

Spurning að hversu miklu leyti verstu væntingar séu þegar komnar út í verðlagið, en þetta geta varla verið neinar úrvalstölur sem dregnar verða upp úr höttunum. 

Bobotov , 25.1.2008 kl. 09:56

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er alltaf svo, að þegar einhverjir selja hlutabréf verða einhverjir aðrir að kaupa þau. Undanfarna mánuði hafa margir selt sín bréf af hræðslu eða fjárskorti. Allir hafa þeir tapað fé, miðað við hæstu gildi, en flestir hafa selt áður en komið var í tap.

Ágúst spyr hverjir eru að selja og vissulega væri fróðlegt að vita það, en ég er forvitnari um hverjir eru að kaupa. Hverjir eru að kaupa á verðum sem falla undir það sem Ívar nefnir "gæðahlutabréf á 50% útsölu" ?

Hverjir hafa peningana, eru það ekki bankarnir ? Ef það er svo að bankarnir eru að kaupa hlutabréf í gríð og erg fyrir eigin reikning, er þá ekki ljóst hverjir munu uppskera feykilegann hagnað á nærstunni ? Ég ráðlegg því mönnum að kaupa núna í bönkunum, ef þeir vilja ná hagnaði. Undirstrikað skal, að ég hef ekki sönnur á kaupum bankanna, einungis hugboð. Auglýst er eftir upplýsingum um þetta atriði.

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.1.2008 kl. 09:58

5 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Nei andskotinn. Nú brástu trausti mínu.  Jæja, þú keyptir þó í skásta kostinum. En það er alveg rétt ef þú villt taka áhættuna, þá er þetta tíminn, áður en uppgjörin koma. Og ef þú átt fyrir VISA reikningnum og tókst ekki mörg hundruð milljóna lán til að "fjárfesta" þá ert þú á grænni grein.

Ágúst, þú ert bara heppin. Keyptir þá sennilega ekki fyrir lánsfé því þá værir þú ekkert spurður. Bréfin bara tekin upp í skuld og þú þar með búinn að tapa því sem þú lagðir af eigin fé í dæmið.

Ekki veit ég Loftur hvort bankarnir hafi peninga til að kaupa þessi bréf, mér skilst að það sé einmitt það sem sé að, þeir hafi enga peninga. Hitt er reyndar rétt að þeir ná í eiginfé þeirra sem keyptu fyrir hluta af lánspeningum þegar þeir hirða bréfin.

Ég ætla að halda áfram að leggja inn í Blóðbankann.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 25.1.2008 kl. 18:14

6 Smámynd: Hagbarður

"A Dramatic Signal the Crisis Has Passed
By Dr. Steve Sjuggerud

British bankers usually take care of each other...

They don't charge each other much of a premium in interest. For example, in the first half of 2007, the British set the bank-to-bank interest rate at just 0.11 percentage points over the fed-funds rate. It was practically pegged at this level... It hardly fluctuated.

Then August arrived. Fear set in. Things got so bad, bankers wouldn't lend to each other. They didn't trust each other's promises to pay.

Over the summer, the British Bankers Association – the old banking "gentleman's club" – raised the London Interbank Rate (LIBOR) to nearly a full percentage point above the fed-funds rate. It was a sign of distrust and panic. Banks didn't want to lend to each other. And if they did, they only did so at a high interest rate.

Now the fear has completely subsided.

Recently, the LIBOR rate actually fell below the fed-funds rate (which hasn't happened since 2004).

This is a dramatic signal that bankers trust each other again... that they'll lend money to each other again at favorable rates... and most importantly, that the liquidity crisis is over."

Vonandi að þetta sé rétt ályktað hjá blessuðum manninum og að við höfum náð botni í þessari "lausafjárkrísu". Skiptir gríðarlega miklu máli fyrir þróun annarra markaða. Það er örugglega ekki búið að "stinga" öllu út úr þessum haug sem eru undirmálslán og skuldabréfavafningar eru. Markaðurinn er þessa stundina mun næmari fyrir slæmum tíðindum en góðum og það viðhorf á ekki eftir að breytast í bráð. Ég held líka að markaðir almennt verði sveiflukenndari og sveiflurnar jafnvel ýktari niður, við ótíðindi. En ef hagkerfið höktir ekki mikið í BNA, vextir lækkaðir í Evrópu og Kína haldi áfram að gleypa olíu og jarðefni, að þá held ég að þessi meltingartruflun fari úr meltingarfærum markaðarins á 12 til 18 mánuðum.

Ég er ekki eins bjartsýnn á markaðinn hérna heima. Ég færi ekki inn á hann nema að vera með mjög skýr efri og neðri "exit". Fyrir utan það að markaðurinn er "grunnur" og fáir þátttakendur að þá held ég að það séu óvissutímar framundan hjá okkur sem hlutabréfamarkaðurinn á ekki eftir að fara varhluta af: (1) Gengisfall krónunnar, (2) Verðbólguskot- eða viðvarandi verðbólga, (3) Hækkun eða óbreyttir vextir í lengri tíma en gert var ráð fyrir, (4) Órói á vinnumarkaði, (5) Aukinn samdráttur í þjónustustarfsemi, bankar ofl, aukið atvinnuleysi ungs og vel menntaðs fólks, (6) "Melt-down" á fasteignamarkaði, og (7) Stjórn sem situr en kann ekkert í rekstri og ekki getur tekið á ríkisfjármálum.

Ég held því sjálfur að það sé áhugaverðara til lengri tíma að skoða frekar markaði erlendis, t.d. Noreg, BNA, Kanada og Svíþjóð. Mörg áhugaverð "arðgreiðslufyrirtæki" með skattfrjálsan arð í Noregi td,. FRO, SFL (Nasdaq), GOGL og svo margir "lurkar" í BNA sem "óháðari" eru kreppu en önnur fyrirtæki, td. Johnsons & Johnson, Procter & Gamble, Pepsi Co ofl. Einnig áhugaverð félög sem byggja afkomu sína að verulegu leyti á útflutningi (vegna lækkandi USD), t.d. Boeing, Caterpillar, Joy Global ofl.

Hagbarður, 25.1.2008 kl. 18:22

7 identicon

Ég ættla svo sem ekkert að skipta mér að því hvað þú gerir við peningana þína Ívar!!!!

..... en hvað varstu eiginlega að hugsa????????

 Annars fannst mér einsog þú myndir ekki hlaupa inná markaðinn núna þar sem þú hefur skrifað pislta um undirmálskrísuna í BNA, þar sem þú varst með áhyggjur.... 

Ég átti í sjóð sem ég seldi milli jóla og nýárs og ekki dettur mér í hug að fara inn á markaðinn núna... staðan verður teknin í vor eða sumar..

Annars leggst framtíðinn ekkert sérstaklega vel í mig og er ég þá aðallega að horfa til BNA....

Bush og vinur hans Bernanke að panica big time.... en þetta verða spennandi tímar framundan....... (sérstaklega hjá þér......) 

gfs (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 01:43

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Áhyggjur þínar, gfs, hafa rétt á sér, takk. Ég sagði og stend við það að ekki er kauptækifæri í vísitölum eða heildinni. Einstök bréf þar sem virði er að finna hljóta að jafna sig einhvers staðar og það virtist vera núna fyrir þessi hlutabréf. Vel getur þó verið að beinagrindur finnist í þeim skápum eins og öðrum, sbr. Societe Generale. Viðskiptabankarnir munu t.d. þurfa að taka á sígandi fasteignaverði. Ég hef ekki trú á almennri varanlegri  uppsveiflu núna, frekar en fjöldinn.

Ívar Pálsson, 26.1.2008 kl. 02:07

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Hagbarður, þú hefur margt rétt að mæla. Fáir telja þó að lausafjárkrísan sé liðin tíð, enda má kannski segja að hún sé nauðsynleg aðeins áfram til þess að grisja burt áhættufíkla, en það hefur enn ekki verið gert.

Ívar Pálsson, 26.1.2008 kl. 02:12

10 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Ívar.  Þú ert orðin að bjarndýri sem vafrar urrandi um völlinn í leit að bráð.  Tími nautgripanna er liðinn í bili, en þau streyma í flokkum yfir völlinn, oft rekin áfram af kúrekum sem gefa þeim merki.  Þetta er kallað hjarðhegðun og hefur ekkert með skynsemi að gera.  Nautin kaupa bréf vegna þess að hinir eru að gera það.  Nú er hinsvegar tími bjarndýra eins og Ívars.

Gunnar Þórðarson, 26.1.2008 kl. 04:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband