Ágæti Vinstri- græn kjósandi!

vinstri_graen_merki_876979.pngKaust þú ESB í vor? Kaust þú Icesave ofurskuldbindingu kynslóðanna? Kaust þú að „verða að“ gera þetta og hitt ógeðfellt  vegna pólitískra hrossakaupa? Kaust þú bara Steingrím J. en ekki Guðfríði Lilju, Atla, Ögmund frænda minn og öll hin?

Ég spyr af því að ég hlýt að hafa misskilið eitthvað herfilega, þar sem ég hef fylgst mjög vel með fréttum og bloggum sl. tvö og hálft ár.


mbl.is Enginn barinn til ásta á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ég var stuðningsmaður VG og fékk fullt af vinum mínum og meira að segja forföllnum sjálfstæðismönnum til þess að kjósa VG einmitt útaf einarðri andstöðu VG við ESB og þeir gerðu það sumir.

En nú er þessi ESB eiturbikar orðinn einum of langt genginn og svikinn við okkur orðin allt of mikil. og ferleg

Bikarinn er tæmdur, ekkert skilur ykkur lengur orðið frá landráðapakkinu í Samfylkingunni !

Gunnlaugur I., 10.7.2009 kl. 20:35

2 identicon

Allir sem ég veit til að hafa kosið VG gerðu það einungis vegna andstöðu þeirra við ESB, stór hópur af þessu fólki er í kjördæmi Steingríms J og þetta fólk telur sig illa svikið í dag. Hvers vegna héldu VG eiginlega að atkvæða aukngin þeirra hefði komið til????? Svarið er ... andstaðan við ESB og nú ætla þeir að svíkja það.

(IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 22:24

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Nú væri kjörið að gera skoðanakönnun um fylgi VG

Jón Aðalsteinn Jónsson, 10.7.2009 kl. 22:40

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það kemur svo sem ekki á óvart að VG skuli nú ætla að aðstoða við að moka ofan í Samfylkingarflórinn til að hanga á valdastólunum. 

ESB aðild er dæmigerður 2007 komplex sem afdankaðir stjórnmálamenn og aðrir vesalingar ætla að muni sjá þeim farborða eftir að þeir hafa siglt í strand.

Það er svo alltaf að koma betur í ljós að lýðræðislegur fasismi er að sem kjósendur sitja uppi með, þar sem lygin er í hávegum höfð.

Magnús Sigurðsson, 10.7.2009 kl. 23:10

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

En eru ekki flestir alþingismenn vinnstri grænna gegn aðild að Esb ? ... er þetta ekki fyrst og fremst spurning um þjóðaratkvæðagreiðslu ? ... það kemur skýrt fram að í stjórnsáttmálanum stendur að menn fái að kjósa eftir sinni sannfæringu og skil ég það þannig að þingmenn vinnstri grænna mega verið mótfallnir inngöngu í esb.

Brynjar Jóhannsson, 11.7.2009 kl. 00:18

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég þekki fjöldann allann af EU andstæðingum sem kusu VG t.a.m. Bjarni Harðar.

Það er líka súrt að kyngja Icesave.

Sigurður Þórðarson, 11.7.2009 kl. 00:26

7 Smámynd: Andrés.si

Ég hafði sterklega á grun um að eitthvað svona myndi gerast ef VG kemst í stjórn við S.  Svo var það ástæða að í þetta skipti kaus ég einfallega O. Tel að þetta var rétt,  

Andrés.si, 11.7.2009 kl. 00:26

8 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Þessu VG liði finnst svo gaman að vera loks komið í stjórn að það mundi selja ömmu sína, hvort sem er dauða eða lifandi. Fæst af þessu liði hefur hundsvit á því hvernig á að stjórna. Og þar sem þetta eru allt saman taglhnýtingar við Samfylknguna er þeim alveg sama um fólkið í landinu, saman ber það sem þeir ætla sér að gera við öryrkja og ellilifeyrisþega. Ætla að stela af þeim þessum örfáu krónum sem þeir eiga rétt á að fá.

Marinó Óskar Gíslason, 11.7.2009 kl. 00:34

9 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þó það sé átakanlegt að upplifa þjónkun VG við Samfylkinguna þegar kemur að ESB virðist þó vera nokkuð sama í hvaða flokki þingmenn eru. Það er talað út og suður um þetta málefni en fæstir komast að kjarna málsins sem er sá gífurlegi kostnaður sem aðildarviðræðunum fylgja. Eins og staðan er í þjóðfélaginu í dag verður kostnaður við aðildarviðræður aldrei minni en 2.5-3 milljarðar. Ef tekinn er samanburður af kostnaði við bröltið við að komast í öryggisráðið má áætla þessa tölu jafnvel enn hærri.

Hefur þú efni á þessu? Ekki ég.

Þórbergur Torfason, 11.7.2009 kl. 01:38

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ágætu kjósendur Sjálfstæðismanna! Þið kannski munið eftir orðum ýmisa málsmetandir manna innan sjálfstæðisflokksins:

Bjarni Benediktsson:

„… ég tel að í gjaldmiðilsmálum sé enginn kostur jafn sterkur og evran með ESB-aðild í stað krónunnar. … Ég er talsmaður þess að við tökum afstöðu til Evrópusambandsaðildar.“ (Viðtal í Fréttablaðinu 21. mars 2009.)

„Margir segja að við fáum betri samninga í viðræðum við Evrópusambandið en mín sannfæring segir til um. Mitt svar við því er að ég er tilbúinn að láta á það reyna því ég óttast ekkert í þessu ferli.“ (Viðtal í Viðskiptablaðinu 21. mars 2009.)
 
„Þær sérstöku aðstæður sem nú eru uppi kalla á að þjóðin öll taki í kjölfar aðildarviðræðna [við ESB] ákvörðun um þetta mikilvæga mál. Ræður þar úrslitum að halda ber á hagsmunum Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu með það að leiðarljósi að sem víðtækust sátt og samstaða takist um niðurstöðuna.“ (Grein eftir Bjarna og Illuga Gunnarsson í Fréttablaðinu 13. desember 2008.)

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir:

„Við verðum að halda áfram að tala um Evrópumálin hvort sem það er evruaðild með tvíhliðasamningum við Evrópusambandið eða Evrópusambandsaðild.“ (Hádegisfréttum Stöðvar 2, 24. september 2008.)

„Þetta gerist alltaf þegar umræðan um ESB tekur á loft. Þá er bent á aðrar lausnir. Auðvitað er sjálfsagt að skoða þær en ég held að ef við ætlum að hverfa frá þeirri peningamálastefnu sem nú er þá sé það eðlilegt að við leitum inn í Evrópusambandið.“ (Viðtal í Fréttablaðinu 1. nóvember 2008.)

„Mér finnst ekkert ólíklegt að við ákveðum að fara í aðildarviðræður með ákveðnum forsendum og þá náttúrulega fyrst og fremst með hagsmuni okkar í sjávarútvegi og landbúnaði að leiðarljósi.“ – Fréttamaður: Er það það sem þú vilt? Þorgerður Katrín: „Já. Ég verð nú að segja það að miðað við það sem maður er að viða að sér frekari upplýsingum um, að þá bendir allt til þess, og ég tel það vera rétta skrefið, að fara í aðildarviðræður undir þessum formerkjum.“ (Viðtal í kvöldfréttum RÚV-Útvarps 16. desember 2008.)

… Nú væru aðstæður allt aðrar og mikilvægt væri að flokksmenn veittu nýjum formanni Sjálfstæðisflokksins umboð á næsta landsfundi til aðildarviðræðna við ESB. „Við verðum að fá skýr svör,“ sagði Þorgerður. Hún sagði að tvíþætt vandamál myndi leysast með aðild að ESB: „Peningamálastefnan og gjaldmiðillinn og ekki síður orðspor okkar og viðskiptavildin. Getum við verið ein eða er betra fyrir okkur að vera í samstarfi við aðrar þjóðir?“ (Á Viðskiptaþingi. Frétt í Morgunblaðinu 12. mars 2009.)

Ólöf Nordal:

„Ísland getur ekki verið útí vindinum, svona eitt … EES-samningurinn er ekki nægjanlegt skjól. … Ísland hefur verið að einangrast og sagan sýnir okkur að Íslandi hefur ekki vegnað vel þegar það er einangrað.“ (Viðtal í Markaðnum, Fréttablaðinu 20. desember 2008.)

„Það dettur engum í hug að útiloka aðild að sambandinu til langs tíma og satt að segja held ég að það sé frekar tímaspursmál en hitt hvenær við stöndum frammi fyrir þessari ákvörðun.“ (Viðtal í Fréttablaðinu 28. mars 2009.)

Einar K. Guðfinnsson:

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setur sig ekki upp á móti því að gengið verði til viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. Á málþingi sem Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, stóð fyrir í dag sagði Einar að hann myndi ekki útiloka þennan kost. Einar hefur verið andsnúinn aðild að Evrópusambandinu en sagði í dag að bankahrunið setti málið í nýtt ljós. (Á Heimssýnarfundi. Frétt í RÚV-Útvarpi 11. janúar 2009.)

Ragnheiður Ríkharðsdóttir:

Enginn þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem DV talaði við í gær tók eins afdráttarlausa afstöðu með aðildarumsókn og þjóðaratkvæðagreiðslu og Ragnheiður Ríkharðsdóttir: „Annað er ekki í stöðunni eins og ástatt er.“ (Evrópuúttekt í DV 15. desember 2008.)

„Ég er ein þeirra sem er fylgjandi því að farið verði í aðildarviðræður við Evrópusambandið, að kannaðir verði kostir og gallar þess sambands fyrir íslenska þjóð. Það verði síðan lagt í þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að þjóðin geti sjálf tekið ákvarðanir um örlög sín. Það er það sem skiptir máli. Ég get líka upplýst hér og nú svo að það fari ekki á milli mála að ég er sjálf fylgjandi aðild að ESB, það er ekkert flókið. Það er enginn holur hljómur í þeirri skoðun og það er ekki holur hljómur í þeim sem segja svo í Sjálfstæðisflokknum. Við sem viljum þessa leið segjum það upphátt og erum ekki að fela eitt eða neitt í þeim efnum.“ (Í umræðum á alþingi 17. desember 2008.)

Illugi Gunnarsson:

„Ég hef áður lýst yfir þeirri skoðun að þjóðin þarf að taka afstöðu í þessu máli og ég stend við hana. Það er engin leið fram hjá því og það verður ekki gert öðruvísi en með aðildarumsókn.” (Á fundi Alþjóðamálastofnunar HÍ 30. apríl 2009.)

„Ef mönnum finnst betra að fá sérstakt umboð til að fara í viðræðurnar [með þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn] þá geri ég engar athugasemdir við það, en í sjálfu sér held ég að það sé engin sérstök nauðsyn á því. Hin leiðin [þ.e. sækja um og hafa svo atkvæðagreiðslu um samning] er hreinlegri af því að þá erum við að kjósa um eitthvað sem við vitum hvað er.“ (Viðtal í Fréttablaðinu 2. janúar 2009.)

Jón Gunnarsson:

„Ég tel að niðurstaðan hafi að sumu leyti verið óheppileg, hversu langt var gengið að hafna aðild [á landsfundi Sjálfstæðisflokks].“ (Viðtal í hádegisfréttum Bylgjunnar 26. apríl 2009.)"

Svo ég held að Sjálfstæðismenn ættu að slappa af. Vg ályktaði um það að þó þeir væru á móti inngöngu í ESB á þessum tíma þá væri það þjóðarinnar að hafa endanlegt vald í þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.7.2009 kl. 13:20

11 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ég kaus VG vegna einharðrar andstöðu gegn ESB-AGS og ICESLAVE held að meiri mistök hafi ég ekki gert um æfina og með því sveik ég líka flokkinn minn en vissi að hann myndi ekki fá svo mikið fylgi til að takast á við þetta mál.Í næstu kosningum á ég von á að VG fái svipað fylgi og Frjálslindir fengu sýðast og síðan falla út á þingi og ekki held ég að Sossarnir fái mikið heldur.Þessa vinstri stjórn þarf að fella strax!!!hún er landinu mjög hættuleg.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 11.7.2009 kl. 13:53

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Steingrímur hafði lofað okkur að standa í fæturna gegn ESB-umsókn. Þá var hann heitur andstæðingur Icesave-samninga.

Hverjum er hægt að treysta?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.7.2009 kl. 18:44

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég kaus ekki vg.,er raunar engum flokki trú. Hugsaði lengi í kjörklefanum, hingað ertu komin kanski í síðasta sinn,þú skilar ekki auðu kelli mín.Hafði nikkað hægri,vinstri,á leiðinni. Kaus,held það hafi verið laukrétt að þessu sinni.

Helga Kristjánsdóttir, 11.7.2009 kl. 21:27

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Helga. Það var góður endir á löngu þvaðri að lesa þína fæslu.

Flest heimskupör og glæpaverk stjórnmálamanna hafa verið framin í þágu einhverra annara en þjóðarinnar. Og þetta hefur þeim tekist með atbeina blindrar flokkshollustu kjósenda.

Ég kaus ekki Vinstri græna en var lengi á báðum áttum af því ég treysti Steingrími best allra pólitíkusa á þeim tíma. Í dag er ég feginn að hann starfar ekki í mínu umboði. Nú sé ég að líklega hefur ekkert verið í boði fyrir fólk eins mig. 

Árni Gunnarsson, 12.7.2009 kl. 09:41

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Árni étur upp þvaðrið frá mér,"ég kaus ekki vintri græn"osfrv.     Er að svara mörgum spurningum bloggvinar og höfundar þessarar færslu og hann er djúpvitur,skilur og  veit að á kjörstað fór ég fyrir áeggjan vina úr öllum flokkum,sem ég hitti og heilsaði. 

Helga Kristjánsdóttir, 12.7.2009 kl. 14:30

16 Smámynd: Ívar Pálsson

Ég þakka ykkur öllum fyrir það að auka innsýn í málið, sérstaklega hreinskilnum VG kjósendum.

Klemman sem Sjálfstæðisflokkurinn er í er lítið betri, þar sem ESB- aðdáendur í flokknum (um 20%?) koma ekki alveg út úr skápnum og kjósa ESB flokkinn, Samfylkinguna, þannig að stefnumótun í Sjálfstæðisflokknum verði í lagi fyrir hin 80 prósentin. Á meðan heldur þessi ESB- þvælingur áfram til eilífðarnóns.

Ívar Pálsson, 12.7.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband