ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir!

Lettland er í ESB, fékk IMF lán en samt eru óeirðir! 5-8% samdráttur. Hvernig getur það verið!
mbl.is Óeirðir vegna kreppu í Riga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þar hefur ríkt sama hugmyndafræði og hér. Nýfrjálshyggjan var líklega taumlausust hérna en réði samt of miklu allt of víða.

Héðinn Björnsson, 14.1.2009 kl. 00:22

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Semsagt þá hefur ESB og evrubinding ekki gert eitt né neitt til að létta Lettum lífið eða lagað fjármál landsins. semsagt að öll rök ykkar esb sinna Jón, eru dauð og ómerk og þú viðurkennir það í þessu commenti.

Fannar frá Rifi, 14.1.2009 kl. 00:24

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Jón Frímann:  Verðbólga í Lettlandi hefur verið yfir 15% síðan í Júlí, Lettland er í ákveðinni bankakreppu, og ég nenni ekki að leita að stýrivöxtum svona seint.

Axel Þór Kolbeinsson, 14.1.2009 kl. 01:21

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvað hefur bakland ESB gert fyrir bankana í Þýskalandi, Bretlandi, Hollandi, Belgíu, Frakklandi...? Hvað hafa seðlabankar þessara landa getað gert? EKKERT! Ríkissjóður þessara landa (skattgreiðendur) dregur bankana að landi, EKKI seðlabankarnir og EKKI ESB. Samt er ekki krafist afsagnar seðlabankastjóranna í þessum löndum. Það kemur sjálfsagt að því fljótlega að últra-vinstrimenn þessara landa þeysi út á stræti og torg með andlitsgrímur og kasti grjóti og eldsprengjum. Hjörtunum svipar saman í Súdan og Grímsnesinu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.1.2009 kl. 03:01

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Langar í þessu sambandi að leggja það á þig að horfa á langa heimildamynd á blogginu mínu, sem fer yfir sögulega þróun peningamála og kerfa. Þar er minnst á kerfi, sem hljóma heilbrigðari en vald einkaaðila yfir seðlabönkum auk þess sem einhver kerfi eru nefnd, sem lausn á vandanum.

Mér finnst eitthvað áþreifanlegt í þessari mynd, sem vert er að hugleiða sem grunn að núverandi ástandi. Væri gaman að fá athugasemd frá þér um þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2009 kl. 03:51

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er allavega að reyna að sjá stærra samhengi í þessu en þrætueplin hér að ofan lýsa. Þar finnst mér sumir hylla vandamálið sem lausn eins og alkinn, sem á enga lausn á vanlíðan sinni en að leita í það sem veldur henni.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2009 kl. 03:53

7 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Jón Frímann þetta er ekki allskostar rétt hjá þér því þetta er enmitt líka bankakreppa hjá þeim rétt eins og hér og ríkistjórnin hefur t.d. þurft að taka yfir stærsta bankan Parex og setta hann undir Hipoteku bankan sem er í ríkiseigu, það sem aftur hjálpar þeim er að þeir hafa líka banka í erlendri eigu í landinu og þurfa ekki að hafa áhygjur af þeim.

Gjaldmiðill þeirra er festur við evru sem hefur valdi hárri verðbólgu og mikilli spennu á fjármálakerfið og er talið að þeir neyðist til að aftengja sig frá evrunni að minsta kosti tímabundið svo gjaldeiriskreppa virðist frekar líkleg hjá þeim eins og sakir standa (í raun eru þeir nú þegar í gjaldeiriskreppu sem er falin bakvið evrutengingu).

Ekki að það að þeir eigi líka í vanda geri okkar vanda eithvað minni.

Sigurður Ingi Kjartansson, 14.1.2009 kl. 09:38

8 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Einhliða upptaka Evru er eitthvað sem við þurfum að skoða betur. Ef það gengi upp eru aðildarviðræður við ESB; eitthvað sem ekkert liggur á.

Kristján Þór Gunnarsson, 14.1.2009 kl. 11:01

10 Smámynd: Jens Ruminy

Tja, nú fokið í flewst skjól: Bandaríkin eru hvorki í ESB né með Evruna - reyndar með Dollarinn sem svo maörgum finnst besta skyndilausn - og eru samt með gríðarlega kreppu. Bíðið nú við: kom ekki kreppan frá aðalhofi frjálshyggjunar og einskalkingsframtaksins?

ESB aðild Letta hefur bara gert þeim kleift að fara það mikið fram og þeir gerðu síðan hrun Sovétríkjanna því þá fengju þau aðgang að Evrópumarkaði og styrki. Annars væru þau kannski enn á sama þróunarstíg og etv. Hvítarússland.

Jens Ruminy, 14.1.2009 kl. 14:33

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Vandamál Lettlands og Eystrasaltsríkjanna er að stofni til það sama og Íslands.  Allt of mikið lánsfé.  Mynt landanna er sömuleiðis of sterk og endurspeglar ekki það sem er að gerast í efnahagslífinu. 

Uppgangur Eystrasaltsríkjanna var ekki "Sambandinu" eða ERM2 að þakka, heldur ódýru lánsfé.  En þegar niðursveiflan kom, gerði ERM þeim að mörgu leyti erfiðara fyrir.

Það hefur hins vegar verið Eystrasaltslöndunum mikil hjálp að bankakerfi þeirra er að stærstum hluta í erlendri eigu.  Þannig vilja margir meina að kreppan í Eistlandi, Lettlandi og Litháen hafi haft jafn mikil eða meiri áhrif í Svíþjóð, en Svíar eru umsvifamestir í bankastarfsemi í Eystrasaltslöndunum, og líklega dregið Sænsku krónuna niður.

Aðal ástæða þess að Eystrasaltslöndin gengu í "Sambandið" er slæm reynsla þeirra af því að vera lítil lönd sem liggja á milli tveggja stórvelda.  Þau sóttu í öryggið sem stærðin og það "að tilheyra" gefur.  Í efnahagslegu tilliti hefur aðildin ekki breytt miklu (þó að umtalsverðir styrkir hafi komið til landanna), enda eins og áður sagði uppsveiflan byggð á lánsfé.  Aðildin virðist þó ef eitthvað er, vera til trafala þegar efnahagurinn er á niðurleið.

G. Tómas Gunnarsson, 14.1.2009 kl. 14:41

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Jens, vinsamlegast ekki kalla Bandaríkin "aðalhof frjálshyggju og einstaklingsframtaks". Bandaríkin hafa ekki verið neitt í námunda við það síðan New Deal ýtti landinu og raunar stórum hluta heimsins út í kreppu sem varð svo að kreppunni "miklu".

Stuttur en lærdómsríkur texti:

http://mises.org/story/3295 

Geir Ágústsson, 14.1.2009 kl. 16:44

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mikill sérfræðingur hann nafni minn hér. Hvernig er gjaldeyriskreppa án bankakreppu og bankakreppa án gjaldeyriskreppu? Eru fleir aðgreinanlegar tegundir af kreppum í þessu sambandi, sem mætti telja til?

Jón Steinar Ragnarsson, 16.1.2009 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband