100 til 150 ár, segir SÞ- nefndin

Barnabarnabarnabörnin okkar gætu séð árangur aðgerðanna í loftslagsmálum, sem munu virka eftir amk. 100 ár segir nefndin góða. Förum beint í smáa letrið eins og í tryggingasamningi: IPCC umhverfissinnanefnd Sameinuðu þjóðanna segir í síðustu skýrslu sinni (nr. 4) að það taki jörðina 100 til 150 ár með mismunandi mótaðgerðum manna gegn koltvísýringslosun að ná jafnvægi, þ.e. fyrri stöðu. Ef við trúum nefndinni eins og nýju neti, tökum þá tímaáætlun hennar alvarlega. Með hörðum aðgerðum gæti það því gerst að að niðjar okkar langt aftur upplifi afrakstur og takmark aðgerðanna, þ.e. upphafið að kólnun jarðar, sem færa meðalhitann aftur í átt að miðbaug. Nú hlýnar nær norðurskauti, en við viljum greiða milljarðatugi á næstu áratugum til þess að það gerist ekki. 

Bls. 16 af 36: (nr. 18)  og bls 22 af 36: (nr. 34) " Studies vary in terms of the point in time stabilization is achieved; generally this is in 2100 or later." 

Bls 23 af 36: (nr. 39)  " Note that global mean temperature at equilibrium is different from expected global mean temperature at the time of stabilization of GHG concentrations due to the inertia of the climate system. For the majority of scenarios assessed, stabilisation of GHG concentrations occurs between 2100 and 2150."

Kostulegasta atriðið af þeim öllum í þessu umstangi er það að þessi setning í IPCC skýrslunni skuli hvergi ná til fjölmiðla:

  • "Both past and future anthropogenic carbon dioxide emissions will continue to contribute to warming and sea level rise for more than a millennium, due to the timescales required for removal of this gas from the atmosphere."

Lauslega þýtt: „Jafnt fyrri og framtíðar- koltvísýringslosun manna mun halda áfram að leggja sitt af mörkum til hitnandi heims og rísandi sjávarmáls í meira en árþúsund, vegna þess langa tímaramma sem þörf er á til þess að fjarlægja þessar lofttegundir úr andrúmsloftinu"

Samkvæmt Þórunni umhverfisráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu utanríkisráðherra þá eigum við að breyta lífsháttum okkar og takmarka vöxt þjóðarinnar til þess að heimurinn geti kólnað eftir 100 til 1000 ár!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmn, þægilegt að vera slétt sama um framtíð alls mannkyns...

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 11:10

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Framtíð alls mannkyns breytist ekki skv. IPCC fyrr en eftir 100-1000 ár með aðgerðum. Á þeim tíma hefur margt annað gerst sem hefur áhrif á mannkynið, ofurfjölgun í austrinu, mörg stór eldgos og mismunandi stór stríð. Við fórnum lífsgæðum í dag til þess að tölvuspálíkan þeirra gæti gengið upp eftir allan þennan tíma. Þú fórnar þér fyrir braskarana.

Ívar Pálsson, 14.10.2007 kl. 11:27

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað með þær sannanir, sem settar hafa verið fram að hlutfall co2 vaxi í andrúmslofti í kjölfar hitaskeiða en ekki sem undanfari hitaskeiða? Hvaða kjaftæði er í gangi þarna? Eru menn með algera staðreyndastíflu?

Jón Steinar Ragnarsson, 14.10.2007 kl. 23:11

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er augljóst á þessu hverskonar blekkingarspil er í gangi. Við verðum náttlega ekki til staðar til að reka þetta ofan í þá þegar til kemur, né þeir sjálfir. Og talandi um aðgerðir.  Hvaða aðgerðir halda menn að geti sprornað við hnattrænum veðurfarsbreytingum, langvarandi eða tímabundnum? Anda minna frá sér? Setja tappa í elfjöll. Banna uppgufun? Dæla co2 ofan í jörðina eins og einhverjir snillingar komu með og hvað þá aðrar vitlausar hugmyndir um risarör til að dæla ofan í sjóinn.  Þetta ofbýður skynsemi meðalgreinds manns. 

Hvort sem veðurfar er af mannavöldum eður ei, þá verður engu þar um breytt og menn geta alveg lokað þessari gervivísindastofnun.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.10.2007 kl. 23:18

5 Smámynd: Friðrik Hjörleifsson

Mér finnst þessi hugsunarháttur vera álíka ábyrgðarlaus og taka þá ákvörðun að hætta ekki að reykja vegna þess að maður gæti hvort sem er dáið af svo mörgum ástæðum áður en maður deyji að völdum reykinga.  Fyrir utan að reykingamaður drepur náttúrulega aðallega sjálfan sig, spurning hversu mikið viðkomandi heldur reyknum útaf fyrir sjálfan sig.
Annars eru 100 til 1000 ár ekki langur tími ef litið er til þess tíma sem mannkynið hefur verið til, þá þykir mér afskaplega sjálfselskt af okkur að stinga bara hausnum í sandinn og gera ekki neitt við svo sterkum vísbendingum.

Friðrik Hjörleifsson, 15.10.2007 kl. 09:48

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ætli Friðrik viti nokkuð, hvað hann er að tala um ? Hvað á fyrirlestur um reykingar, sem allir eru sammála um að eru skaðlegar, sameiginlegt með rugli um að lífsandinn (CO2) sé orðinn of mikill, efni sem er undirstaða alls lífs á Jörðinni ? Það er heppilegt að Friðrik veit ekki, að heimskulegt hjal mannkyns er að slökkva á Sólinni !

Friðrik segist hafa "sterkar vísbendingar". Um hvað hefur hann sterkar vísbendingar ? Eitt af einkennum umhverfis-flónanna er, að þau vilja ekki ræða "umhverfisvána" málefnalega. Ég hef hvergi séð vitræna umræðu um málið, þótt ég og aðrir hafi ögrað flónunum eins og mögulegt er.

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.10.2007 kl. 10:50

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Friðrik, mesta ábyrgðarleysið er að telja fólki trú um að þetta sé mesta ógn sem við stöndum frammi fyrir nú, þannig að orku, fé og athöfnum okkar er kastað á glæ í stað þess að taka á raunverulegum vandamálum samtímans. 

Ívar Pálsson, 15.10.2007 kl. 11:08

8 Smámynd: Friðrik Hjörleifsson

Já ég ætla ekki að þykjast vera neinn sérfræðingur í þessum málum, en þegar svo mikið er rætt um þetta málefni og margir vísindamenn og veðurfræðingar virðast sammála um að hér sé virkileg hætta á ferð, og ekki sé ég að áhrifamiklir eða fjársterkir aðilar hafi mikla hagsmuni af því að ýkja þessa vá, allavegana eru þeir aðilar sem ættu að vilja gera lítið úr þessum hitunarmálum öllum væntanlega mun fjársterkari og áhrifameiri.
Því hallast ég nú frekar að því að treysta því sem ég sé frá BBC og öðrum virtum miðlum um þessi umhverfismál heldur er bloggskrifum (án þess að gera lítið úr skemmtilegu bloggi þínu, Ívar.)  Eflaust geta bloggarar þó gert lítið úr upplýsingum frá BBC rétt eins og hverju öðru.
En eins og ég segi, þá er ég ekki sérfræðingur um þessi mál eins og Loftur virðist vera, og vona innilega að þið hafið rétt fyrir ykkur og getið hlegið að bjánum eins og mér seinna meir :)

Friðrik Hjörleifsson, 15.10.2007 kl. 14:11

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Friðrik, þú ættir að kynna þér málflutning Björns Lomborg.

Hann, líkt og þú (en ólíkt mér), trúir á þessa mannhitnun-Jarðar-kenningu og áhrif CO2 á hana.

Hann, líkt og þú (en ólíkt mér), kallar hana vandamál.

Hann, ólíkt þér, vill ekki forgangsraða þessu vandamáli hærra en t.d. útrýmingu malaríu, útvegun vatns, útrýmingu vannæringar, og fleira í þeim dúr.

Trilljónunum sem á að eyða í að setja korktappa í útblástursrör hagkerfis okkar telur Björn að verði betur varið í að bæta líf mannkyns núna og gera það betur í stakk búið til að takast á hvað það nú er sem óviss framtíðin bíður upp á (en ákveðnir vísindamenn þykjast geta séð fyrir með heimatilbúnu kristalkúlunum sínum).

Geir Ágústsson, 15.10.2007 kl. 14:24

10 Smámynd: Friðrik Hjörleifsson

Geir, hvaðan hefur þú það að ég vilji forgangsraða "mannhitnun-jarðarinnar" vandamálinu ofar en öllum vandamálum nútímans?  Það eru þín orð, ekki mín.

Friðrik Hjörleifsson, 15.10.2007 kl. 15:15

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Þakka þér umsögn þína um bloggin mín, Friðrik. Ég styðst við fréttaflutning BBC og geri ekki lítið úr honum, en þó verð ég að segja að BBC er alfarið á þessari kolefnishlið, enda meta þeir það eflaust svo að lesendur þeirra séu það að mestu. Núna eru fjármálin þegar orðin þeim megin, því að stærstu fyrirtæki heims (auk kauphalla og stjórnmálamanna) hagnast verulega á því að kría út góðan fríkvóta fyrir sig, sem markar þeim sterkari stöðu en aðrir á markaði. Mestu drullumallararnir árið 1990 eru með dúndurkvóta og selja hann eða geyma núna. Það er lífsspursmál fyrir gamla mengara að fá þessar kvótagjafir staðfestar. Þetta kemur umhverfisvernd ekkert við.

Ívar Pálsson, 15.10.2007 kl. 15:28

12 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

IPCC heldur því fram að hitastig sé að hækka og muni halda áfram að hækka. Ég hef bent á að hitastig hefur ekki hækkað síðastliðin 10 ár. Þessi niðurstaða er samkvæmt sömu tölum og IPCC notar ! Hvað mun gerast í framtíðinni veit ég ekkert um.

Efhitastig er stöðugt í 10 ár samfellt, hvernig er þá hægt að halda því fram að það sé að hækka ? IPCC gerir svona fullyrðinu "mögulega" með því að taka miklu lengra tímabil en 10 ár ! Hvernig er svona afstaða verjanleg, nema að baki búi ofsatrú ? IPCC er því greinilega ekki vísindanefnd, heldur áróðurs-maskína.

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.10.2007 kl. 16:12

13 Smámynd: Friðrik Hjörleifsson

Ég vill taka það fram að þó ég sé þeirrar skoðunar að við eigum frekar að láta náttúrunnar njóta vafans í þessu máli og reyna að takmarka útblástur co2, þá er ég ekki viss um að bókanir á við Kyoto séu skynsamlegar né miklar hömlur á útblæstri sem gætu haft mjög slæmar afleiðingar í för með sér fyrir marga heimshluta. Enda hef ég ekki lyft litla fingri til þess að verja Kyoto bókunina né annað í líkingu við hana.  Það eina sem ég er að segja er að ég tel alls ekki skynsamlegt að loka augunum fyrir þessari þróun sem hefur átt sér stað undanfarið og hugsa að okkar kynslóð og næstu á eftir þurfi hvort sem er ekkert að velta þessu fyrir sér, ef eitthvað komi fyrir, þá verði það bara eftir 500 eða 1000 ár.  
Loftur, maður hefur nú heyrt því kastað fram að það sé hæpið að fullyrða nokkurn skapaðann hlut um þróun hitafars á jörðinni út frá 50 árum, ég held að það sé svosem nokkuð til í því, enda gríðarlega stutt tímabil á skala þróunar jarðarinnar, 10 ár eru þá enn síður brúkleg til þess að fullyrða um að hiti sé ekki að hækka.

Friðrik Hjörleifsson, 15.10.2007 kl. 17:33

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef slíkt hitunarskeið er í nánd, þá er það ekki í fyrsta sinn, það bendir Gorinn sjálfur á en telur þetta farið úr böndum og sýnir enn hokkíkylfugrafið sitt, sem löngu er búið að sanna að sé húmbúkk.  Og aftur nefni ég þá staðreynd að co2 aukning verður í kjölfar hitnunar en ekki undanfari og það með um 800 ára margini á milli að mig minnir. Þetta eru quasi science og hönnuð til að dreyfa athygli frá öðru svínaríi auk þess til að búa til verðmæti úr mengun. Menn eru búnir að verðbréfavæða flest annað, meira að segja genómið og stjörnur himingeimsins.

Sé einhver vá á ferðinni, þá verður hún ekki stöðvuð né hægt á henni með samdrætti í orkuneyslu. Það er brotabrot af co2 hlutfallinu. Mesti hitavaldurinn er vatnsgufa. yfir 90% gróðurhúsaloftegunda en það er of erfitt að selja fólki þá vitleysu að reyna að draga úr henni.

Ég legg til að menn hætti bara að velta þessu fyrir sér. Það hefur ekki rassgat upp á sig, hvað þá heldur að hlusta á þetta ótta og skelfingartrúboð.  Það er einmitt slíkt trúboð, sem hefur gert okkur svo heims að við trúum svona steypu.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.10.2007 kl. 19:02

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er náttúrlega hægt að koma sér upp skelfingarspádómum, sem auðvelt er að sætta sig við að ekkert er hægt að gera í. T.d. nýja plánetan Nibiru eða Planet x, sem stefnir hraðbyri inn í sólkerfið okkar, öfugan hring og mun árið 2012 fara með allt til fjandans eins og hún hefur gert reglubundið á eitthvað um 40.000 ára fresti að því að ragnarrakaspámennirnir segja.

Sel það ekki dýrara en ég keypti það á youtube.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.10.2007 kl. 19:16

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er svo nýjasta nýtt GLOBAL COOLING og ekki verið að djóka með það.  Meira að segja töluvert trúverðugra.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.10.2007 kl. 19:37

17 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni Friðrik, að þú gerir ekki greinarmun á nútíð og framtíð. Það er mikilvægt að átta sig á tíma-skölum í þessu dæmi. Ég tel 10 síðustu árin vera nútíð og nærstu 10 árin vera nánustu framtíð. Ef við ætlum að spá um nánustu framtíð (nærstu 10 ár), tel ég eðlilegast að miða þá spá við síðustu 10 ár. Um þetta geta menn haft aðrar skoðanir, en þetta atriði þarf að vera ljóst svo að hægt sé að ræða málið af viti.

Ég tók fram að ég veit ekki hvað mun gerast í framtíðinni. Þar skilur á milli mín og IPCC, en það apparat telur sig þess umkomið, að segja til um nærstu framtíð jafnt og lengri framtíð. IPCC spáir um nærstu framtíð út frá langtíma þróun hitafars, til dæmis síðustu 100 árum. Þetta tel ég vera óeðlilegt, því að miklu mun líklegra er að nærstu 10 ár hafi svipað hitastig og síðustu 10 ár, en að þau hafi svipað hitastig og síðustu 100 ár.

Þú segir Friðrik:

maður hefur nú heyrt því kastað fram að það sé hæpið að fullyrða nokkurn skapaðann hlut um þróun hitafars á jörðinni út frá 50 árum, ég held að það sé svo sem nokkuð til í því, enda gríðarlega stutt tímabil á skala þróunar jarðarinnar, 10 ár eru þá enn síður brúkleg til þess að fullyrða um að hiti sé ekki að hækka.

Hér gætir misskilnings, að mínu mati. Það er nákvæmlega sama hversu langt aftur við höfum sögu hitafars. Eftir sem áður vitum við ekki hvað mun ske á nærstu árum, hvað þá heldur til langs tíma litið. Því hefur verið haldið fram, að 50% líkur séu fyrir sama veðri á morgun og var í dag. Þetta tel ég geta staðist og jafnframt að líklegra er að veðurfar nærsta árs verði svipað veðrinu í ár, en veðrinu fyrir 100 árum.

Ég vona að afstaða mín og forsendur séu ljósar eftir þessa umfjöllun. Ef ekki, þá lát heyra Friðrik.

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.10.2007 kl. 21:15

18 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er rétt sem þú segir Jón Steinar:

Og aftur nefni ég þá staðreynd að CO2 aukning verður í kjölfar hitnunar en ekki undanfari og það með um 800 ára margini á milli að mig minnir.

Þetta hafa sumir dregið í efa og ég hef séð menn vísa til þess, að erfitt sé að meta hvenær toppar og lægðir verða á ferlunum. Staðreyndin er sú að svona ferla-samanburð er hægt að gera með mikilli nákvæmni. Við þessa greiningu eru allir punktar ferlanna notaðir, ekki bara toppar og lægðir.

Ef um einhlítt samband er að ræða, það er að segja ef önnur breytan leiðir af hinni, kemur það greinilega í ljós. Maður skoðar breytingu á fylgni-stuðli, sem bæði segir til um hversu góð tengslin eru og með hvaða seinkun áhrifin koma sterkast fram.

Á sínum tíma gerði ég hliðstæða rannsókn um áhrif bensínverðs á bensínnotkun. Sterkt samband reynist þarna á milli og ef ég man rétt, komu áhrifin sterkast fram 4 mánuðum eftir hækkun.

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.10.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband