Eru veð bankanna traust?

Krónan féll verulega, en fall annarra hávaxtagjaldmiðla jókst verulega þegar  bankar og sjóðir þar rembdust við að greiða af skammtíma- dollaralánum sem höfðu verið notuð til kaupa á áhættusömum veðbréfapökkum, líkt og í Bandaríkjunum. Veruleg vanhöld hafa verið á því erlendis að mat á virði bréfa hafi staðist og er það nú víða í rannsókn.

Verðbréfaeftirlit hér á landi ætti að gagna úr skugga um það strax að slíkt sé traust hjá okkar bönkum, til þess að forða okkur frá auknu fári hér.  Það væri undarleg lukka ef eini staðurinn á Jörðinni sem allt væri á hreinu væri á Íslandi.


mbl.is Krónan veiktist um tæp þrjú prósent í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Þór Atlason

Kæri Ívar

Mér lýst afar vel á þín skrif um krónuna.  Þau bera þess merki að þú sért búinn að hugsa málið vandlega.

Það lítur út fyrir að áhættuflótti stórra erlendra fjárfesta sé ekki á enda í bráð.  Það bendir til þess að krónan muni veikjast töluvert í viðbót.  Ef miðað er við síðustu veikingu um vor 2006 þá vantar enn um 15%.  Hinsvegar getur hæglega farið svo að veikingin verði meiri í þetta sinnið.  Síðast voru nefnilega ekki jafn sterkar ástæður fyrir gengislækkun er nú með breytingum á áhættusækni á alþjóðamarkaði.

Hitt er síðan annað mál og töluvert áhugaverðara hvenær við megum eiga von á að fá okkar eigið subprime vandamál á Íslandi.  Ég veit ekki betur en margir hafi keypt sér húsnæði á 90-100% lánum meðan fjörið var sem mest.  Það þarf ekki miklar lækkanir til þess að fólk lendi í að vera með neikvæða hreina eign og fari á nauðungauppboð í massavís.  Hverjir sitja uppi með tapið ?  Sennilega íbúðalánasjóður og einnig bankarnir.

Í stuttu máli er ég sérlega ánægður með þín athugulu skrif á moggablogginu.

Óli Atlason

Óli Þór Atlason, 17.8.2007 kl. 02:47

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Þakka þér kærlega, Óli Þór. Þessi krónumál standa mér eðlilega næst sem útflytjanda, en aðallega hefur sinnuleysið gagnvart raunverulegri stöðu hagkerfisins farið fyrir brjóstið á mér, sbr. upphafsgreinin "Fall Íslands" sem ég skrifaði í lok síðasta árs en birti í upphafi þessa bloggs í mars. Þar og síðar hef ég einmitt verið á því að húsnæðisbólan spryngi, þar sem um klassíska "boom and bust" hegðun er að ræða.

Óheft aðgengi að lánsfjármagni hefur nær alltaf orsakað húsnæðisverðprengingar. Núna heldur allt kerfið uppi verðum sem eru ekki sjálfbær með tilliti til leigu, vaxta osfrv., hvað þá þegar verðbólgan og vaxtahækkanirnar skella á. Við sáum öll hvernig fór með "sniðugu" Jenalánin, að 10 milljón kr. lán hækkaði sl. 3 vikur um amk. 1,8 milljónir! Því miður, þá er hundahreinsunin varla byrjuð.

Ívar Pálsson, 17.8.2007 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband