Hvílíkir markaðir!

Dollar nær lægsta punkti í þrjú ár gagnvart jeni, bæði gull og Urvalsvisitala 3 man a m5isolía slá ný met, markaðir í Asíu og í Evrópu lækka áfram, litlir BNA bankar gætu orðið gjaldþrota, skuldatryggingarálag á íslensku bankana nær nýjum ofurhæðum, Moody’s lækkaði matið á þá og vaxtamunarverslun í jaðargjaldeyri dregst saman (Ísland, S-Afríka osfrv.). Íslenski markaðurinn hlýtur því að lækka frekar í dag og næstu daga, en krónan sígur.

Borgum skuldir og söfnum gjaldeyri. Skoðið þessar greinar:

 

Dollar dives, stock sink, oil pricier than ever

http://www.reuters.com/article/hotStocksNews/idUSHKG26468820080229

Dollar Falls to Record Versus Euro, Three-Year Low Against Yen

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=aHKS2p2nHUR8&refer=home

Oil prices pushed to fresh high

http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/7270392.stm

 


mbl.is Nikkei lækkar um 2,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Þetta er allt saman mjög sérstakt, sjáðu hérna verðþróun á hveiti

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 4.3.2008 kl. 12:03

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta heldur allt áfram á sama veg. Gunnar Ásgeir, takk fyrir tengilinn. Ég hafði minnst á þetta hér. Hlynur, enginn veit hver þróun gjaldeyris verður og mig langar ekki til þess að valda fólki tapi. Áður veðjaði ég á Evru, en Norska krónan er ekkert út í hött. Jenið gæti hækkað, en er nær vaxtalaust og flöktir því mikið, eins og USD. Borgum fyrst skuldir og kaupum síðan gjaldeyri eftir innsæi hvers og eins.

Ívar Pálsson, 5.3.2008 kl. 14:15

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þeir sem hafa áhuga á hagfræði eða eru fjárfestar, upplifa spennandi tíma um þessar mundir. Mér sýnist að sum hagfræði-"lögmál" sem menn hafa lengi treyst á kunni að vera röng, við sérstæðar/óvenjulegar aðstæður. Til að fjalla um þetta af viti þarf mikla yfirsýn og djúpa þenkingu. Þetta ætla ég því ekki að reyna. Hins vegar langar mig að varpa fram spurningu sem einhver hefur hugsanlega áhuga á að svara.

Eru Íslendingar haldnir neytslu-æði ? Flestir eru sammála um að tímar séu óvissir og er þá ekki ástæða til að rifa seglin og hafa borð fyrir báru ? Þú virðist svara þessu játandi Ívar, þegar þú segir:

Borgum skuldir og söfnum gjaldeyri.

Á sama tíma heyrir maður að neytslan sé meiri en nokkru sinni áður - innflutningur mikill og utanlandsferðir tíðar. Það sem mér finnst þó undarlegast er, að ég verð ekki var við þessa miklu neytslu í mínu nánasta umhverfi. Ég spyr því aftur "eru Íslendingar haldnir neytslu-æði", eða sést mér yfir eitthvað mikilvægt atriði ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.3.2008 kl. 14:04

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Loftur, neysla meðal- Íslendings er alltaf drjúg miðað við flesta jarðarbúa. Við höfum líka mörg þá afstöðu að „þetta reddist“, sem það gerði framan af. En kynslóð neytenda varð til, sem kynntist ekki 100% verðbólgu, heldur fær að dreifa greiðslum á ný kreditkort. Leiðréttingin mikla verður því miður sársaukafyllst fyrir þessa nýju kynslóð, VISA- veifandi gleðidýr, sem finnst ótækt að fara inn í íbúð með gamla eldhúsinnréttingu.

Ívar Pálsson, 9.3.2008 kl. 15:47

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég vil ekki skrifa undir það Ívar, að Íslendingar bregðist öðruvísi við fjármála-aðstæðum, en annað fólk. Ég hef lengi haldið því fram að til, að fólk minnki lántökur sínar og þá jafnframt til að stýrivextir seðlabankans bíti, verði að fella niður vaxtabætur. Ég átti fastlega von á að það yrði gert í undanförnu góðæri, en það var nú ekki raunin.

Samt sem áður, gerði ég ráð fyrir að öllum væri ljóst hversu mikilvæg þessi niðurfelling er, ef markmiðið er að minnka lántökur almennings, sem einnig er tilgangurinn með háum stýrivöxtum. Þessi skoðun mín varð fyrir áfalli þegar ég horfði á kastljósið í kvöld.

Þar sat fyrir svörum maður sem heitir Ingólfur og var titlaður fjármála-ráðgjafi. Hann sagði að stjórnvöld ættu að stuðla að sparnaði með skattaafslætti. Þetta er hægt að taka undir, en svo sagði hann að hækka ætti vaxtafrádrátt ! Er nú líklegt að menn minnki lántökur ef ríkið borgar vextina fyrir fólk af lánunum ?

Það eru óteljandi leiðir til að auka sparnað, til dæmis með hávaxta ríkisskuldabréfum, eða veita skattafrádrátt vegna hlutabréfakaupa. Hvers vegna sefur ríkisvaldið ? Dettur nokkrum í hug að verðbólgan minnki, ef atvinnuleysi er 0,5% - 1,0% ? Geiri forsætisráðherra er sagður hagfræðingur. Hvers konar hagfræði lærði hann ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.3.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband