Fallið er ekki kauptækifæri

Gengi krónunnar hefur fallið um 6,5% á síðustu tveimur vikum, úrvalsvísitalan um 16% árið 2008 og Kaupþing um 19% á árinu. Greiningardeildirnar hljóta að sjá kauptækifæriKaupthing 2008 fall í því að Kaupþing / Exista / SPRON eru öll metlág, en spá deildanna var upp á árinu eins og alltaf. Hvenær hafa deildirnar spáð falli Úrvalsvísitölunnar? Ég man ekki eftir að hafa séð þannig spá. Nú er skuldatryggingarálag bankanna (sem eru drýgsti hluti OMX15) allt of hátt til þess að þeir virki sem skyldi, en þó er Landsbankinn aðeins um 57% af Kaupþingi í því efni og ætti líklega að geta fjármagnað sig. Erlendu félögin sem sjá um skuldatryggingar eru í heljar erfiðleikum og mat þeirra lækkar, sem veldur því að trygging þeirra er minna virði og þarf að hækka. Erfitt er að sjá kauptækifærið í vísitölum fjármálamarkaðar enn, þar sem það sama er að gerast á heimsvísu.

Lækkun fasteignaverðs hlýtur að valda bönkunum vandræðum

Fasteignir eru ekki farnar að hrynja opinberlega inn til bankanna enn, en mörg veðköllin enda með því og bankarnir geta ekki setið á óvirku fé, þannig að þeir verða að lækka fasteignirnar til þess að geta selt þær. Þó er bragð þeirra með eigin fasteignafélög nokkuð sniðugt, þar sem þau kaupa þessar eignir undan bönkunum. Þetta getur tafið lækkunarferlið verulega, en ekki verður feigum forðað og allar líkur eru á því að veðin verði öllu minna virði en þau voru í síðustu uppgjörum bankanna. Þetta eykur lausafjárvanda þeirra.

Sjáið eftirfarandi tengla vegna ofangreindra atriða:

Corporate Default Risk Soars to Record on Ambac Ratings Cut

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=aQXqrzKQsO98&refer=home

``The major risk for credit markets remains forced selling on the back of downgrades of the insurers,''

Stocks Plummet in Germany, Hong Kong, India, Brazil in Rout

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=a8g9S4628Mkw&refer=home

The financial system is in terrible shape, and no one knows where this will end.''

 
ACA Customers Allow More Time to Unwind Default Swaps (Update3)

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=a6ssiI6UQT0I&refer=home

Global markets slide led by financial sell-off

http://www.ft.com/cms/s/0/6028edc6-c803-11dc-94a6-0000779fd2ac.html?nclick_check=1

(en ath. að FT læsir svona. Farið því inn á FT.com og tengið á fréttina)


mbl.is Mikil lækkun hlutabréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Takk fyrir þetta. Ég hef nefnilega verið að leita að viðskiptablaðamanni sem færði manni einhverjar vitibornar fréttir, síðan niður "sveiflan" byrjaði á síðasta ári, en einhverra hluta vegna gufuðu þeir allir upp.

Það hafa bara verið að tjá sig menn (og konur) með eitthvað brúnleitt upp á bak, eins og unglingarnir orða það nú til dags.

Í síðustu viku kom yfirmaður einnar greiningadeildarinnar og spáði þokkalegu ástandi en daginn eftir kom undirmaður hans úr sömu deild og spáði illa.

Mig undrar ekki að þeir séu eitthvað ruglaðir greyin, ef þetta er í fyrsta skiptið sem þeir heyra talað um lækkun á hlutabréfagengi.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 21.1.2008 kl. 22:16

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Allt þetta fár á hlutabréfamörkuðunum á upphaf sitt í Bandaríkjunum. Þar hafa menn farið óvarlega, en varla er vandinn samt mjög stór því að íbúðaverð þar hefur ekki verið hátt undanfarin ár. Sótti annars Framsóknarflokkurinn hugmyndina um 90% lán til Bandaríkjanna ?

Forsetakosningar í nóvember 2008 valda því að núverandi stjórnvöld í US munu ekkert spara til að ná efnahagslífinu á skrið. Ég spái því að á nærstu vikum muni verða gripið til róttækra aðgerða til að rétta af markaðina. Nú eru kauptækifæri.

Segjum samt sem svo, að djúp efnahagslægð sé framundan. Er þá ekki einsýnt að hægt er að leggja niður alla kennslu í hagfræði ?

Annars er ég mest hissa á hvað hlutabréfamarkaðirnir hafa verið lengi að falla. Botninum hefði átt að vera náð fyrir áramót og við að vera núna í bullandi uppsveiflu. Af hverju brugðust fjárfestar ekki rösklega við skýrum merkjum um að toppinum hafði verið náð um miðjan júlí 2007 ? Viðbrögðin benda til að of margir fúskarar séu að fást við fjárfestingar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.1.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Það þarf verulegan bjartsýnismann til þess að sjá kauptækifæri í vísitölum núna (einstök félög geta alltaf verið til), sérstaklega fyrst BNA voru lokuð og Japan byrjar með Jenakaupum, sem kýlir íslensku vaxtamunarbraskarana ærlega niður. Svo er bæði gengisfallið og fasteignafallið eftir.

Loftur, fjöldi hagfræðinga hefur bent á offramleiðslu peninga í BNA og hættuna sem fylgir ofgíruðu pappírarusli (t.d. SIV). Það tekur amk 2 ár að vinda ofan af þessu, sérstaklega verðfallinu á fasteignum í BNA. Hvað þá núna þegar skuldatryggjendur eru á vanda, en þeir útbjuggu CDS í þessum veðpökkum fasteignasalanna. Upphæðirnar eru rosalegar.

Ívar Pálsson, 22.1.2008 kl. 00:19

4 identicon

Loftur!

Fyrst það er komið kauptækifæri, slærðu þá ekki bara lán (með veð í húsnæði þínu), segjum 5 milljónir til hlutabréfakaupa.  Eigum við að veðja td á að FL Group sé kominn á botninn og þar felist blússandi kauptækifæri í dag.

Varðandi húsnæðisverð í BNA að þá hefur það hækkað að meðaltali um 0,4% síðan 1880 en hefur hækkað um 16% seinustu 10 árin, leiðréttinginn er ekki aðeins hafin heldur munum við sjá alvarlegri hluti gerast vegna afleiðna og skuldatryggingar, eitthvað sem ekki hefur verið notað í fortíðinni í slíku magni og í dag.....

gfs (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 00:32

5 identicon

Já, það eru tryggðar 10 sinnum hærri upphæðir í bréfum, en öll heimsframleiðsla jarðar nemur.....

Bangsi bestaskinn er raunverulegri en það bull!!! 

gfs (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 00:34

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Bloomberg í dag stðfestir grun minn:

Still, the financial crisis may turn out to be one of the worst ever, concludes a new paper co-written by Davos speaker Kenneth Rogoff of Harvard, the former chief economist at the International Monetary Fund, and Carmen Reinhart of the University of Maryland. Their review of 18 previous slumps found that, on average, financial crises knock 2 percentage points off growth and recovery requires two years. The worst episodes cost 5 percentage points of growth.

``The big question is how deep the losses in the banking sector will be,'' Rogoff said in a Jan. 15 interview. ``They will be at least $300 billion to $400 billion, which would be a moderate crisis. But if house prices continue to drop, we could see two or three times those losses, and it will one of the bigger financial crises.''

Ívar Pálsson, 22.1.2008 kl. 00:55

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég tel líklegt að flest fyrirtæki í Kauphöllinni séu komin nærri lægstu stöðu. Að því er ég bezt veit eru Íslendsk fjármálafyrirtæki ekki með stórar stöður í Bandarískum áhættusjóðum, en vafalítið margir lífeyrissjóðir.

Mig skortir upplýsingar um félög eins og FL Group, til að ráðleggja nokkrum af eða á. Þótt ég telji kauptækifæri í mörgum Íslendskum félögum, er ekki þar með sagt að ráðlegt sé að fara út í skuldsett kaup. Þeir sem fara inn á markaðinn núna þurfa að vera þolinmóðir, en jafnframt vitandi um að hækkanir geta orðið snöggar.

Ef Bandaríski fasteignamarkaðurinn hefur aðeins hækkað um 16% á síðustu 10 árum, er ekki að óttast stórkostlegar lækkanir. Mér skilst að vandamálið á þeim markaði sé offramleiðsla ?

Hvar má finna línurit yfir verðþróun á Bandaríska fasteignamarkaðnum ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.1.2008 kl. 13:19

8 identicon

Ég sé alveg að við erum sammála um húsnæðisvandan, en hann er aðeins toppurinn af ísjakanum, að mínu mati.

BNA húsnæðismarkaðurinn hinsvegar hækkaði þegar bankakerfið í bandaríkjunum jós ódýru lánsféi á markaðina, þannig að fólk gat tekið veð í húsum sínum til að kaupa annað húsnæði og það skapaði bólu.  Þar að auki lánuðu bankarnir einstaklingum sem aldrei áttu að fá lán og skapaði enn meiri bólu.

Það vill bara svo illa til að á sama tíma og þessi subprime bréf fara í vanskil, að þá hefur peningakerfið búið til svo mikið af skuldabréfavfningum og peningum sem hefur myndað verðbólguþrýsting.  Störf endurnýjast ekki nógu fljótt (aukið atvinnuleysi).  Laun standa í stað eða jafnvel lækka sumstaðar í BNA, Þannig að kaupmáttur hefur rýrnað mikið vegna: verðbólgu, launalækkunar, aukna skuldabyrði, lélegri réttarstöðu gagnvart atvinnurekanda.

Allt þetta skellur á sama tíma........

Annars tel ég lang alvarlegast bréfinn sem kallast CDS einsog Ívar  talar um, en þar eru óheyrilegar upphæðir .

http://www.macromarkets.com/csi_housing/#10year

http://homepage.mac.com/ttsmyf/RD_RJShomes_PSav.html

gfs (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 00:37

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

CDs eru innlánsreikningar til ákveðins tíma, það sem hér nefnist bundnir reikningar eða bundið innlegg. CD stendur fyrir Certificate of Deposit.

Ég sé ekki hvernig CDs valda miklum vanda, nema fólk kaupir ekki hlutabréf (eða annað) á meðan féð er bundið. Binditíminn er mjög mismunandi, eftir efnum og ástæðum fólks. Hvort binditími í Bandaríkjunum er frábrugðinn því sem gerist hér, er mér ókunnugt um.

Loftur Altice Þorsteinsson, 24.1.2008 kl. 12:14

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Loftur, CDS hér var Credit Default Swaps, eða skuldatrygginga- afleiður. En CDO's er síðan annað, Collateralized Debt Obligations, skuldabréfavafningar eins og gfs nefnir. Hér tók ég saman nokkrar skilgreiningar sem koma sér vel þegar lesið er um vandann sem byggðist upp:

Credit default swap:

http://en.wikipedia.org/wiki/Credit_default_swap

SIV:

http://en.wikipedia.org/wiki/Structured_investment_vehicle

CDO:

http://en.wikipedia.org/wiki/Collateralized_debt_obligation

Types of CDOs:

http://en.wikipedia.org/wiki/Collateralized_debt_obligation#Types_of_CDOs

Tranche:

http://en.wikipedia.org/wiki/Tranches

Structured finance:

http://en.wikipedia.org/wiki/Structured_finance

Mezzanine financing:

http://www.investopedia.com/terms/m/mezzaninefinancing.asp

http://en.wikipedia.org/wiki/Mezzanine_capital

Certificate of deposit:

http://en.wikipedia.org/wiki/Certificates_of_deposit

Ívar Pálsson, 24.1.2008 kl. 16:53

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nú erum við samstíga Ívar. Certificate of Deposit er ekki að óttast.

Credit Default Swaps er ein tegund af Credit Derivative, en Derivative þekkja menn undir heitinu "afleiða". Þetta eru stórvarasamar "vörur", sem enginn nema sérfræðingar ættu að koma nærri. Mér hafa oft verið boðnar afleiður, en ávalt hafnað slíkum boðum.

Ég vil fremur líkja afleiðum við happdrætti en fjárfestingar. Það væri áhugavert að vita Ívar, hverjum augum þú lítur afleiður. Er þetta eitthvað fyrir aðra en sérfræðinga ?

Hér má finna upplýsingar um Derivative: http://en.wikipedia.org/wiki/Derivative_%28finance%29

Takið sérstaklega eftir töflunni um miðbik síðunnar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 24.1.2008 kl. 21:03

12 Smámynd: Ívar Pálsson

Loftur, það verður víst að viðurkennast að ég er ekki alveg ókunnugur afleiðum, þ.e. einni tegund, framvirkum gjaldeyrissamningum, þar sem ég keypti og seldi um milljarðs dollara virði á 3 árum.

Þess vegna leist mér ekkert á þetta Kanabrölt sl. vor, því að fæstir vita hvað hver og einn er ofurgíraður að brölta með milljarðana, jafnvel án vitundar stjórnenda, sbr. nýja fréttin um Societe Generale í dag (470 milljarðar!). Skuldabréfavafningarnir voru markra hæða pýramídar á hvolfi, með öllum heitunum í listanum hér að ofan. Það þarf afar færan starfsmann frá bankaeftirliti eða í innra eftirliti bankans til þess að vera viss um nákvæmt virði skuldbindinganna á hverjum tíma, eða hvort þær séu yfirleitt til, eins og í Frakklandi, hjá einum traustasta afleiðubanka í heimi.

http://en.wikipedia.org/wiki/Forward_contract

Ívar Pálsson, 25.1.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband