Framlengt vegna fjölda áskorana

Stýrivaxtavitleysa Seðlabanka Íslands heldur áfram og Leiksýningin stóratryggir öryggt framhald hávaxtastefnunnar, sem flest stjórnmálafólk þykist vera á móti, en styður í raun. Fólki er talið trú um, að „sterk“  króna sé eftirsóknarverð og að háir stýrivextir séu nauðsynlegir til aðhalds. Þessari gömlu leiksýningu átti að vera löngu lokið, en nú eru settar upp aukasýningar vegna fjölda áskorana bankanna og vaxtamunarspekúlanta, sem höfðu ekkert almennilegt til að græða á síðustu mánuði nema kaup og sölu krónunnar, þegar þeir eru vanir miklu öruggari viðskiptum, að kaupa íslensk ofurvaxtaskuldabréf og mala gull án vandræða á kostnað gjaldmiðilsins.

Skuldabréf að andvirði um 150 milljarða króna gengu út í gær, sem á víst að sýna það feikna- traust sem fjárfestar hafa á krónunni og á bankakerfinu.  Seðlabankar Norðurlanda hafa myndað öryggisnet þeirra sem lána hver öðrum í hring, þannig að spurt er, hvað getur klikkað?

Nú heldur þú því áfram að borga tugi prósenta í vexti og verðbætur. Inn á milli koma síðan gengisfellingar og verðbólguskot sem eru nauðsynleg til þess að greiða vaxtamuninn sem „fjárfestarnir“ mjólka út úr gjaldmiðlinum sem ber hæstu vexti „þróaðra“ ríkja. Gangi þér vel!


mbl.is Stýrivextir áfram 15,50%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ómögulega skilið hver hugsunin er á bak við það að reyna að halda gengi gjaldmiðilsins hærra en innistæða er fyrir. Ég get skilið að menn vilji hægja á verðbólgunni en að reyna að halda gengi sem ekki er "sjálfbært" til lengri tíma... botna ekkert í því.

Maður hefði einmitt haldið að það væri kostur við fljótandi gjaldmiðil að lækka ef viðskiptajöfnuðurinn er í mínus.

Veist þú hvaða hugmyndi eða kenningar eru hafðar þarna að leiðarljósi?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 10:00

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þeir hafa hækkað vextina hvað 3-4 sinnum síðan í nóvember sem þýðir að þeir geta vart lækkað þá næsta árið amk. Það tekur jú tíma fyrir peningamálaaðgerðir að síast að fullu inn í hagkerfið og út í hött að lækka vexti á meðan fyrri vaxtahækkanir eru enn að hafa áhrif. Eða svo segir teorían. En sennilega gildir hún ekki lengur. Fjármálakerfið er fyrir löngu vaxið opinberum aðilum langt yfir höfuð og áhrif þeirra síðarnefndu fara því síminnkandi. Mýfluga sem situr á höfði fíls getur víst lítið stýrt honum þó hún fegin vildi. Mér skilst að heildarupphæð afleiðusamninga fjármálakerfis heimsins sé upp á um eina kvadrilljón dollara ! Það jafngildir sirka 20X vergri heimsframleiðslu.

(Ein kvadrilljón = þúsund trilljónir. Bandar. trilljón jafngildir þúsund billjónum. Verg heimsframleiðsla telst núna vera um 50 trilljónir dollara. Þetta eru bandar. heiti en við köllum billjón milljarð.)

Baldur Fjölnisson, 22.5.2008 kl. 10:06

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hans, þú ættir að senda Halldóri Blöndal, formanni bankaráðs Seðlabankans, ímeil og biðja hann að hætta að bulla um einhverja geimgaldrakallakreddur í mogganum og tjá sig frekar um peningamál. Hann getur áreiðanlega svarað öllum þínum spurningum.

  







Baldur Fjölnisson, 22.5.2008 kl. 10:09

4 Smámynd: Johnny Bravo

Sæl,

Alveg rétt, ef litið er til að lausafjárkreppa fer að leysast, gengið er ekki að veikjast meira og því er spáð smá saman styrkingu, eftir sem lausafjárkreppan leysist.

Þá myndi hækkun gefa of mikla kreppu, hörð lending hefur það verið kallað. Þessir stýrivextir bíta, nú er bara að bíða og láta þá gera sitt.

Allt þetta af því að fólk og fyrirtæki eru óð að eyða og neyta að spara eða draga saman seglin. Þessu hefði einnig mátt afstýra með meiri afgangi af ríkissjóði. Sem mér finnst betri lausn en að biðja fólk um að spara, bara taka 5% af laununum okkar og minnka þannig þenslu æðið.

Þessari aðferð hallast ég af, hún býr til peninga og borgar af þeim skuldum sem stofnað var til á fyrstu 50árum sjálfstæðis og byggði upp það land sem við vildum, menntakerfi, heilbrigðiskerfi, vegi, rafmagn, hita, síma og hún setur fyrir og fjárfestir til mögru árana.

Það er óeðlilega mikil fjárfesting á meðan Kárahnjúkavirkjun er byggð fyrir 133milljarða á 2,5-3,5 ári, sem er gott en það þarf þá að draga sama fjármagn af okkur í skatta, ekki bara láta landsvirkjun skulda þetta í 50ár.

Johnny Bravo, 22.5.2008 kl. 10:28

5 identicon

Af hverju ætti krónan að stoppa núna? Hún er enn hærri en kaupmáttur réttlætir, það er enn viðskiptahalli og erlend langtímafjárfesting hefur ekki stóraukist.

Getur krónan stoppað í þessu gengi nema fyrir vaxtamunarviðskipti?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 10:40

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Við erum að festast í óðaverðbólgu og skv. Hagstofunni var opinbera verðbólgan í apríl 50% á ársgrundvelli miðað við einn mánuð, 28% miðað við síðustu 3 mánuði og 17% miðað við síðustu 6 mánuði. Þannig að verðbólgan er á hraðri uppleið og ekkert sem bendir til að hægi á henni. Þetta er fatalt í kerfi með verðtryggingu lána en ekki launa og þar sem búið er að lána öllum í topp fyrir öllum mögulegum og ómögulegum hlutum. Útlánatöpin verða massíf þegar þessi blaðra springur. Það má ekkert út af bera. Samningar sem þegar hafa verið gerðir á vinnumarkaði eru þegar orðnir marklausir vegna verðbólgunnar og óreiðu á fjármálamarkaðnum og aðrir munu varla semja um minna en td. 30% hækkun til eins árs. Annað væri óðs manns æði.

Baldur Fjölnisson, 22.5.2008 kl. 11:06

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Vísir, 22. maí. 2008 11:15

Seðlabankinn segir ekki unnt að slaka á peningalegu aðhaldi

mynd

Atli Steinn Guðmundsson skrifar:

Rökstuðningur Seðlabanka Íslands fyrir óbreyttum stýrivöxtum, 15,5%, felst fyrst og fremst í því að gengislækkunin fyrstu þrjá mánuði ársins hafi leitt til meiri verðbólgu í apríl og gæti jafnvel orðið meiri á næstu mánuðum en Seðlabankinn spáði í apríl.

Aukinn innlendur kostnaður og áhrif minnkandi framleiðsluspennu geri það að verkum að innlend eftirspurn dragist verulega saman á næstu árum og húsnæðismarkaðurinn kólni.

Seðlabankinn segir það brýnt að skammtímaverðbólga leiði ekki til víxlbreytinga launa, verðlags og gengis. Háum stýrivöxtum og öðrum aðgerðum sé ætlað að stuðla að stöðugleika á gjaldeyrismarkaði sem sé forsenda þess að böndum verði komið á verðbólgu og verðbólguvæntingar. Gjaldmiðlaskiptasamningar bankans við erlenda seðlabanka hafi haft jákvæð áhrif en leysi þó ekki allan vandann.

Tekur Seðlabankinn að lokum fram að ekki verði unnt að slaka á peningalegu aðhaldi fyrr en sýnt sé að verðbólga sé á undanhaldi enda fátt mikilvægara fyrir efnahag heimila og fyrirtækja en að sú þróun hefjist og verði hnökralítil.

Baldur Fjölnisson, 22.5.2008 kl. 11:27

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Er það ekki alveg magnað ... alltaf þegar seðló kemur með þessar greiningar sínar er eins og allt verði svo skýrt og greinilegt og ljóst ... svona eru bara allra bestu gagnvísar.

Baldur Fjölnisson, 22.5.2008 kl. 11:42

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Hans, það hefur verið augljóst nokkuð lengi, eins og ég held að þú hafir sjálfur skrifað um, hvaða áherslur Seðlabankinn hefur haft, verðbólga 101, 102 og 103, sama hvaða áhrifaþættir hendast inn í jöfnuna stóru. Baldúr lýsir þessu skemmtilega með fílinn og mýfluguna. Johnny, stýrivextirnir bíta en ekki á þá sem valda mesta misvæginu, sem eru einmitt þeir sem nýta háu stýrivextina. Vítahringur eða svikamylla, þitt er valið. 

Ívar Pálsson, 22.5.2008 kl. 13:57

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég hef nú bara skoðað uppgjör Glitnis og lá við að ég þyrfti áfallahjálp eftir það þannig að ég hef ekki lagt í að skoða annað, en efnahagsreikningur Glitnis er upp á nærri 4000 milljarða króna (10X tekjur ísl. ríkisins) þannig að ég býst við að allt bankakerfið hérna sé með samanlagðan efnahagsreikning upp á hvað eigum við að segja ... 40X tekjur ríkisins? Segjum að þeir þurfi að afskrifa 5% eignanna, það jafngildir þá tveggja ára tekjum ríkisins eins og þær leggja sig, 10% = fjögurra ára tekjum ... I think you get the picture.

Einn og hálfur milljarður evra er krækiber í helvíti miðað við þessa tröllauknu sápukúlu og mest einhvers konar gluggaskreyting held ég. Einhverjir hálfvitar í kringum Geir Haarde sögðu honum að "hræða birnina" en birnirnir tóku það bara sem hvert annað skemmtiatriði og því hafa einhverjir með heila skrúfað fyrir Geir og hann hljómar ei meir. Nú, ekki er gæfulegra að tefla fram dýralækninum og því verður orðið að leita til erlendra bílasala. Þeir fara varlega í hlutina, lofa smotteríi sem engu máli myndi skipta í raunverulegri krísu enda vita þeir vel að þeir geta þurft á öllu sínu að halda til að proppa upp eigið heimakerfi.

Baldur Fjölnisson, 22.5.2008 kl. 16:01

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Vísir, 22. maí. 2008 10:03

Lítil áhætta í óbreyttum stýrivöxtum þrátt fyrir háa verðbólgu

mynd

Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningar Landsbankans segir að þótt verðbólgan sé afar há í augnablikinu sé lítil áhætta fólgin í því [fyrir hverja? okurlánamaskínu bankanna?] að halda stýrivöxtum óbreyttum eins og Seðlabankinn hefur ákveðið.

Edda Rós segir að bankarnir hafi dregið verulega úr útlánum sínum og það aðhald ásamt öðrum þáttum eins og t.d. lækkandi fasteignaverði sé að hafa áhrif.

"Þótt verðbólgan mælist í 13% [della, opinberi verðbólguhraðinn mældist í apríl 50% á ársgrundvelli miðað við einn mánuð, 28% miðað við síðustu 3 mánuði og 17% miðað við síðustu 6 mánuði] núna tel ég áð ef við horfum til næstu tólf mánaða verði hún komin niður í 4,5% ef svo heldur sem horfir,"[opinbera verðbólgan er á hraðri uppleið eins og að ofan greinir og þar sem frúin heldur greinilega að sex til tólf ára gömul verðbólga jafngildi verðbólguhraðanum í dag þá mun hún væntanlega halda það sama eftir ár þegar verðbólga síðustu 12 mánaða verður varla undir 20-30%] segir Edda Rós. "Það er í spilunum núna að þegar verðbólgan fer að lækka muni sú lækkun líkjast rússibanaferð niður á við."[hyggilegast er fyrir hlutabréfasölumenn að forðast slíkar samlíkingar þær gætu hætt sjálfa söluvöruna illilega fyrir]

Baldur Fjölnisson, 22.5.2008 kl. 16:18

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Afsakið, ekki 12 ára gömul verðbólga heldur 12 mánaða gömul.

Baldur Fjölnisson, 22.5.2008 kl. 16:20

13 identicon

Ég skil vitleysuna. Ég skil bara ekki hvað vakir fyrir þeim. Einhver hugsun hlýtur að búa þarna á bakvið. Hvar hafa menn hugsað sér að þetta endi?

Mér datt í hug að þú vissir hvaða kenningar væru hafðar þarna að leiðarljósi.

Sá reyndar eina færslu (hjá Púkanum) þar sem því var haldið fram að kannski væri seðlabankinn að reyna að fresta gengislækkun þar til húsnæðisverð hefur lækkað. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 16:56

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Já, hugsun er einmitt það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður hugleiðir hina sérvöldu snillinga sem eru yfir efnahags- og peningamálastjórn landsins enda voru þeir ráðnir á grundvelli vitsmuna, sérþekkingar á málefnunum en alls ekki vegna þess að þeir hafi verið orðnir málefnalega gjaldþrota í fyrri stöðum. Trúverðugleiki seðlabankans hefur aldrei risið hærra og gengi fjármálaráðuneytisins er líka í sögulegum toppi. Það er bara verst hversu leynt þessir snillingar fara með sín frábæru plön og okkar frábæru fjölmiðlamenn passa sig líka á að láta þá ekki tala af sér. Þetta á sennilega að verða rosalega óvænt ánægja í lok óvissuferðar og þeir eru þá að draga okkur á því.

Baldur Fjölnisson, 22.5.2008 kl. 17:29

15 Smámynd: Baldur Fjölnisson

"""Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir óráð að búast við því að stýrivextir verði lækkaðir á næsta ákvörðunardegi bankans í júlí [aðeins fólk með óráði gefur inn bensín á meðan það er enn að hemla, varla er raunhæft að byrja vaxtalækkunarferli fyrr en minnst 9-12 mánuðum eftir að hætt er að hækka vexti þar sem peningalegar aðgerðir eru lengi að síast inn í hagkerfið og hafa full áhrif. sennilega hefur gleymst að setja þetta augljósa atriði í rullu davíðs.] Eftir að gengi krónunnar hríð lækkaði á fyrstu þremur mánuðum ársins hækkaði Seðlabankinn stýrivexti í tveimur áföngum í mars og apríl um samanlagt 1,75 prósentur."""

Maðurinn er einfaldlega brilljant. Núna getið þið hætt að gefa inn bensínið á meðan þið bremsið.

Baldur Fjölnisson, 22.5.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband