Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl.

Hér er þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl., fyrrverandi forseta Hæstaréttar á  grein 16.3 Icesave samningsins við Hollendinga (sem er nauðalíkur breska samningnum):

 „ Afsal á griðhelgi fullveldis

Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland samþykkja algerlega hvers konar málsókn gegn sér í sambandi við hvaða deiluefni, sem upp kunna að koma og hvers konar annað réttarúrræði gegn sér, þar á meðal aðför eða fjárnám,  í hvaða eignum eða réttindum ( án tillits til hvaða nota þau eru ætluð) samkvæmt hvers konar úrskurði eða dómi.

Ef  Tryggingasjóðurinn eða Ísland, eða hvers konar eigur eða réttindi þeirra,  eiga rétt á griðhelgi í einhverri lögsögu frá málshöfðun eða birtingu annarra skjala í tengslum við hvaða deilu sem er, eða eiga rétt á hvers konar annarri griðhelgi frá lögsögu, lögsókn, dómi, fjárnámi, kyrrsetningu  ( þótt það sé  áður en dómur gengur til þess að tryggja aðför eða annað réttarúrræði)  eða annars konar lögsókn, þá er hér með óafturkallanlega fallið frá griðhelgi á eins algeran hátt og lög viðkomandi lögsögu leyfa.

Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland lýsa því einnig óafturkallanlega yfir, að þau samþykki, að gera ekki kröfu um griðhelgi sjálfum sér til handa eða vegna eigna eða réttinda hvors um sig.

 

Hversu takmarkaða ábyrgð telur þú ábyrgð Íslands nú vera? !

Fyrri greinar ÍP:

Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli

Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun

Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB?

 

 


mbl.is Icesave-samningar birtir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Þetta er glæsilegt, en það er náttúrulega mikið á sig leggjandi því að með þessu er verið að opna fyrir;

1) Meira erlent lánsfé sem IMF hyggst nota sem niðurgreiðslur á fjárflótta út úr krónunni í boði skattgreiðenda

2) Flýti inngöngu án leiðinda af okkar hálfu inn í ESB þar sem við getum tekið upp evruna árið 2030 eftir tvo áratugi í samfelldu þjóðargjaldþroti

Ólafur Eiríksson, 18.6.2009 kl. 13:18

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Svo vogar SteinRÍKUR sér að koma enn & aftur fram fyrir ÞJÓÐ sýna og LJÚGA blákalt framan í hana að svona sé samningurinn ekki....!  Hvað er eiginlega að þessum fábjánna????  Þessi vita gagnlausa ríkisstjórn er því miður "stórhættuleg land & þjóð..!"

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 18.6.2009 kl. 13:56

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Steingrímur J. Sigfússon sagði á Zetunni, hinn 23. marz 2009, þegar hann var spurður um hæfni Svavars Gestssonar til að leiða samninganefndina um Icesave:

Ég treysti Svavari Gestssyni. Ég veit að hann er að gera góða hluti og ég lofa þér því að það er í sjónmáli að hann landi – og hans fólk – glæsilegri niðurstöðu fyrir okkur.

Nú sjáum við þessa "glæsilegu niðurstöðu" og er nokkuð annað að gera en kyssa á vöndinn ? Að minnsta kosti ætla allir þingmenn Samfylkingarinnar að gera það og auðvitað formaður Vinstri Grænna. Mér heyrist hann býsna ánægður með þann glaðning sem sendinefndin hans kom með í þjóðhátíðargjöf handa Íslendskri þjóð.

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.6.2009 kl. 13:59

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ef fer sem horfir þá spilar þessi ríkisstjórn rassgatið úr brókinni hjá okkur öllum

ansk blúndur

Jón Snæbjörnsson, 18.6.2009 kl. 15:00

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Nei þetta er hvorki glæsilegt, né boðlegt.

Sá í dag ágætt ljóð eftir Guðmund Böðvarsson sem kreppukallinn setti á síðuna hjá sér.

Ágætt er að raula með í huganum með Mannakornum:

.......

Ef að illar vættir
inn um myrkragættir
bjóða svika sættir
svo sem löngum ber
við í heimi hér
þá er þörf að velja
þú mátt aldrei selja
það úr hendi þér

Sýnist að hér sé þörf á vörnum.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 18.6.2009 kl. 15:55

6 Smámynd: Helga

"Nýji"-Steingrímur hefði nú mátt fara að leið nýju bankanna og taka eitthvað af gamla mjálminu með sér í ráðherrastól....  En á hann er ekkert að stóla á frekar en annað "nýja"þetta eða hitt.....

Helga , 18.6.2009 kl. 16:52

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er með ólíkindum að sjá hvað Mbl. rekur harðan áróður með þessari samningsgerð. Hvað er agenda spunameistaranna þar?

Mig minnir annars að Hudson hafi sagt hér um daginn að við gætum nominerað allar erlendar skuldir í innlendri mynd. Það væri common practice.

Bretar og Hollendingar eru bara að prenta fiat skeinipappír upp í sinn hluta en við þurfum að greða allt í beinhörðum gjaldeyri. 30 milljara á þriggja mánaða fresti þessi 7-8 ár. Halda menn að það veri eitthvað eftir til að reka iðnað í landinu og halda uppi atvinnu og verslun? Þetta er alger vitfirring, hvar sem maður lítur á þetta.  Það verur að stoppa þessa óvita.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.6.2009 kl. 02:57

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er hvert mannsbarn í landinu aflögufært um 100.000 kall í erlendum gjaldeyri á hverjum ársfjóðrðungi þessi ár? Maður bara spyr?

Og annað: Af hverju er ekki búið að ná í Útrásarprinsana og stinga þeim í gæsluvarðhald á meðan rannsókn stendur yfir? Þeir vaða um víðan völl og klóra yfir sporin, kaupa upp eignir á tombóluprís og lifa í vellystingum praktuglega.  Þeir voru að hirða einn múltimilla í USa og loka hann inni af því að það var komið gult ljós á hann. Hvað er í gangi hérna?

Jón Steinar Ragnarsson, 20.6.2009 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband