Tíu Ís-lönd hurfu sl. ár

Norðurheimskautsísinn, sem minnkar að meðaltali um stærð eins Íslands á ári, minnkaði um tíu Íslönd (1 milljón ferkm.) síðastliðið ár skv. frétt BBC um málið. Því er norðvestur- siglingaleiðin fyllilega fær núna, þökk sé kærri hlýnun veraldar, sem vermir okkur klakabúum. Þá eru bara 3 milljónir ferkm. eftir, til þess að við séum laus við klakann á Pólnum á sumrin. Ísinn er líka orðinn miklu þynnri, þannig að þetta er nú allt að koma. Gott tækifæri fyrir Ísland, hér suður í höfum (miðað við Pólinn).

Ef þið náið til utanríkisráðherrans okkar, vinsamlegast minnið hana á að gera ítrustu kröfur varðandi þetta svæði, ef hún er ekki of upptekin við að axla ábyrgð á stríðum og spillingu í hitabeltinu.

Mynd Google Earth af Norðurheimskautssvæðinu fylgir. Ýtið þrisvar á myndina. 

Nordurleidin Pollinn Google


mbl.is Norðvesturleiðin hefur opnast vegna bráðnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ætli þetta sé okkur að kenna?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.9.2007 kl. 12:45

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Gunnar Helgi, allavega ekki Íslendingum að kenna. Kannski er þetta rússnesku kolaveri upp úr stríðsárunum að þakka, hver veit? Þetta er bara staðreynd sem við lögum okkur að eins og Eiríkur rauði og Leifur útsjónarsami (aðrir kalla alltaf slíkt heppni) gerðu forðum þegar hafði hlýnað.

Ívar Pálsson, 15.9.2007 kl. 13:10

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Er hinn forni fjandi að hverfa ? Ekki verðu Ingibjörg glöð í sinni við þær fréttir. Við opnun fundaraðar um utanríkismál fyrir viku, hafði Ingibjörg heldst áhyggjur af hlýnandi veðurfari.

Hún trúir þeirri firru að veðurfar sé að hlýna og að það sé af völdum aukins CO2. Hún veit ekki einu sinni, að um málið standa deilur innan samfélags vísindamanna.

Er nokkuð brýnna í Íslendskum stjórnmálun, en að losna við Ingibjörgu úr ráðherrastól ?

Á myndinni sem þú sýnir Ívar, sé ég ekki betur en allur haf-ís sé horfinn !

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.9.2007 kl. 15:26

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Loftur, Google Earth eru svo framsýnir að sýna íslausan Norðurpól. Ekki er að byggja á ísnum.

Ívar Pálsson, 15.9.2007 kl. 16:07

5 Smámynd: Guðmundur Geir Sigurðsson

Farið hefur fé betra segi ég nú bara, satt að segja er mér ómögulegt að skilja hvaða eftirsjá er í þessum klaka þarna norðurfrá

Guðmundur Geir Sigurðsson, 15.9.2007 kl. 18:56

6 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

tjahhh

ég vill nú helst halda í þennan klaka þarna norður frá

vegna þess að golfstraumurinn kemur með heitan "næringarríkan" yfirborðssjó hingað norður í höf, en síðan kólnar hann og sekkur og fer þannig til baka, mig langar ekki að hugsa til þess hvernig þetta land verður ef að það hættir 

Árni Sigurður Pétursson, 16.9.2007 kl. 22:53

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Árni Sigurður, þetta sem þú nefnir er vissulega áhyggjuefni, en bæði er það að risafæribandið hefur líklega riðlast nú þegar og svo er aðalatriðið, að við getum engu um það breytt eða hvert það færi, þó að við héldum að við gætum fært hafstrauma til að vild, sem er út í hött.

Ívar Pálsson, 17.9.2007 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband