Federal Reserve sneri öllu við

Vaxtalækkun Seðlabanka Bandaríkjanna um 0,5 prósentustig í 4,75% snarsneri allri fyrri þróun við. Nú rjúka verðbréf upp þar og í Japan, einnig eflaust í Evrópu og á Íslandi í dag. Jenið seig, en Áströlsku og Nýsjálensku dollararnir stukku upp. Vaxtamunarverslun er aftur komin á skrið. Skilaboðin eru skýr: áhætta er verðlaunuð, því að ella hægjast hjólin um of.  Samt sló olían met og gull rauk upp, þar sem leitað er eftir alvöru eignum. Varla má búast við öðru en endurnýjun jöklabréfa í þessu umhverfi.

Langtímaspár á stýrivexti dollars ganga nú út á 3,75- 4,5%. Nú getur Seðlabanki okkar óhræddur lækkað stýrivexti sína strax um amk. eitt prósentustig án mikillar áhættu.


mbl.is Stýrivextir lækkaðir um 0,5% í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.9.2007 kl. 07:15

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil nú bara fá þig þarna upp í seðló...

Jón Steinar Ragnarsson, 19.9.2007 kl. 13:59

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Jón Steinar, fyrsta verk hans ætti þá að vera að hefja undirbúning að niðurlagningu starfs síns og allra samstarfsfélaga sinna í Seðlabankanum, og koma þessari ríkiseinokun (peningaútgáfu) út á hinn frjálsa markað. Því miður lifir maðurinn í mesta lagi í 80 ár og man því ekki þá tíð þegar óðaverðbólga, útþynning gjaldmiðla og inngrip á fjármálamarkaði voru óþekkt fyrirbrigði en í versta falli mjög tímabundin og fljót að taka enda þökk sé auðveldum flótta verðmæta undan slöppum gjaldmiðlum.

Geir Ágústsson, 19.9.2007 kl. 16:59

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég er mjög efins um að lækning ofurskuldugra hagkerfa sé framleiðsla enn meiri skulda með því að lækka vexti. Svo er rétt að hafa í huga að fallandi dollar beinlínis tryggir hækkun olíu og annarra hráefna enda markaður með þau að mestu í dollurum. En að sjálfsögðu er meiningin að díla við skuldafjallgarðana með verðbólgu, það er gamalkunnugt.

Baldur Fjölnisson, 19.9.2007 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband