35 milljarða hækkun á 2 bankadögum!

Áður en þingmenn staðfesta Icesave- afglöpin, athugum fyrst dagsveiflu skuldanna.  Um 35 milljarðar króna bættust við Icesave skuldina á sl. tveimur bankadögum vegna 5,5% hækkaðs gengis Sterlingspundsins gegn krónunni. Það eru sömu 35 ma. og allur niðurskurður í ríkisrekstrinum með uppsögnum og þjónustuskorti. Aðeins vegna gengis krónu, sem veikist eftir því sem Icesave- samþykkið færist nær.

Öllum er ljóst að hluta annarra nokkur þúsunda milljarða króna skulda Landsbankans ber að greiða með eignum hans, ekki einungis Icesave- skuldirnar. Það er hrein blekking að halda því fram að eignir Landsbankans hrökkvi fyrir Icesave, hvað þá fyrir öðrum skuldum sem eru rétthærri samkvæmt alþjóðlegum bankalögum. Það er því glapræði að staðfesta Icesave.


mbl.is Útlánin eiga að greiða Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

4. júní 2009

Erlend staða þjóðarbúsins

1. ársfjórðungur 2009

Hrein staða við útlönd var neikvæð um 4.580 ma.kr. í lok fyrsta ársfjórðungs og réttist af um rúma 131 ma.kr. frá síðasta fjórðungi. Erlendar eignir námu 8.479 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 13.059 ma.kr. Vert er að geta þess að inni í tölum um erlendar skuldir eru ennþá eignir og skuldir viðskiptabankanna þriggja sem nú eru í greiðslustöðvun. Fjármögnun vanskila hefur líka haft áhrif til hækkunar á skammtímaskuldum.

Næsta birting: 27. ágúst
Smellið til að sjá stærri mynd
Töflur
Lýsigögn
Tímaraðir

Baldur Fjölnisson, 9.6.2009 kl. 12:45

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Skv. þessu yfirliti Seðlabankans var staða innlánsstofnana gagnvart útlöndum neikvæð um 5500 milljarða í lok 1. ársfj. En þar sem ekki hefur verið lokið við að skilja á milli nýju og gömlu bankanna og ekki liggur fyrir niðurstaða um ábyrgð á innstæðum erlendra aðila segir Seðlab. að beri að taka þessum tölum með fyrirvara um breytingar.

Baldur Fjölnisson, 9.6.2009 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband