Svona er heimurinn (“like it or not”)

Mannfólki í heiminum fjölgar um 211.000 á dag, þ.e. um fjölda allra íbúa Íslands á einum degi og ellefu stundum, mest í Kína og á Indlandi. Mannfjoldi2050GomulSpaMeðfylgjandi tengill um mannfjöldann er eins og bensíndæla á fullu: http://www.ibiblio.org/lunarbin/worldpop  Við Íslendingar erum um 0,046% mannfjöldans, eða eins og 14 manns sem hlutfall allra Íslendinga, sem þó er lækkandi.

Allt þetta fólk hefur sama rétt og við til vaxtar og þroska og til þeirra lífsgæða sem við höfum eða stefnum að. En til þess að svo megi verða, þarf það vatn, loft, næringu, landgæði, orku, menntun eða yfirleitt allt það sem færði okkur Íslendinga yfir í efstu fáu prósentur heimsins í lífsgæðum. Til þess að vera samkvæm okkur sjálfum, þá getum við ekki meinað þeim að njóta nákvæmlega þess hagvaxtar sem við nutum til þess að komast á þennan stað, á þann hátt sem við höfum gert. FátæktFólkið er að reyna að brjótast út úr fátækt, helmingur heimsins með dagstekjur upp á 120 krónur og einn milljarður ólæs eða óskrifandi ásamt sama fjölda barna sem lifir við algera fátækt.

Uppbyggingin tekur heilmikla orku, sem sést á meðfylgjandi línuritum með spám til ársins 2030.  Aukning rafmagnsframleiðslu verður aðallega með kolum og gasi í Asíu. Fólksfækkun í Vestur- Evrópu veldur samdrætti þar, þar með hækkun meðalaldurs.

OrkunotLond2030Tilgangurinn með því að benda á ofangreindar staðreyndir og spár er aðallega sá, að sýna okkur Íslendingum að við megum ekki óska öðrum hratt vaxandi þjóðum lítils hagvaxtar. Við óskum þess í raun ef við heimtum að þau takmarki orkuframleiðslu sína til þess að minnka framleiðslu gróðurhúsalofttegunda. Rafmagn til 2030Það er jafn mikið réttlæti í Kyoto- kvótanum og fiskveiðikvótanum forðum, að ákveða að á ákveðnu ári (Kyoto 1990 eða Ísland 1984) verði skiptingin svona, miðað við þá framleiðslu sem átti sér stað þá. Þar með er vexti annarra sett skýr mörk. Fyrir utan það, þá munum við ekki ná að minnka hagvöxt ríkjanna, þó að við æsktum þess. Líkurnar á því að meðfylgjandi spálínurit um raforkuframleiðslu gangi eftir eru verulegar, jafnvel þótt íslenskir utanríkisráðherrar beiti allri sinni málsnilli á tímabilinu gegn því.

Við viljum eflaust flest að heimurinn nýti endurnýjanlega orkugjafa eins og við, fari með friði og bæti ekki við mengun heimsins. En þannig ganga ekki kaupin á eyrinni. Ótrúleg mannfjölgun veldur því, að gripið er til nærtækustu ódýrra orkugjafa, kols og gass, farið er í stríð til þess að tryggja auknum fjölda land, vatn og orku, en aukinn mannfjöldinn veldur óhjákvæmilega aukinni mengun, jafnvel matvælaframleiðsla þeirra. Verum raunsæ og ræðum málin á þeim grunni. Höldum líka áfram að vera til fyrirmyndar áRafmNotkunHeims2030 þessum sviðum eins og öðrum, án þess að halda að við séum ekki að standa okkur vel.WorldPopulationRafmKolanotk2030


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband