Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti

Við höfum nú öll fengið að sjá hvernig fulltrúar þjóðarinnar hafa farið með samningsmarkmiðin í Icesave. Ef þeir fá álíka opið samningsumboð til ESB- samningsumleitana án þess að þjóðin fái að segja álit sitt á því, þá er sami gapuxahátturinn endurtekinn, samningsdrög dregin upp sem eru langt frá vilja fólksins og okkur síðan sagt að niðurstaðan sé eina lausnin, búið að mála okkur gersamlega út í horn.

Opinn tekkiMargumrætt álit ESB þjóða á Íslandi fer síðan veg allrar veraldar þegar þjóðaratkvæðagreiðslan eðlilega kolfellir samkomulag sendinefndarinnar. Í stað þessara forkastanlegu vinnubragða er eðlilegt að við segjum álit okkar á þessu máli beint í þjóðaratkvæðagreiðslu, ekki háð öllum öðrum málum sem tengjast mismikið flokkapólitík í hverjum stjórnmálaflokki, enda ekki eining innan neins þeirra um ESB- málin nema innan  Samfylkingar. Sjálfsagt er andstaðan við lýðræðislegan framgang þessara ESB- mála þessvegna mest hjá þeim flokki, en þjóðin öll á ekki að þurfa að líða fyrir það frekar en síðasta ævintýri utanríkisráðherra þeirra, kosningaslaginn um sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður að ESB er eina raunhæfa lausnin á því hvort rétt sé að halda í þá ögurátt eða að halda sig heima og leysa sín mál í ró og spekt. Ekkert okkar vill sjá Icesave2 í öðru veldi gegn ESB. Tími hinna opnu tékkahefta ríkisins á að vera liðinn.


mbl.is Rætt um ESB á Alþingi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sammála þér Ívar

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.7.2009 kl. 13:26

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Ef við ætlum að halda einhverri reisn þá verður að taka ESB umsókn af dagskrá.

Í IceSave deilunni kom ESB að málum. Afstaða þeirra var í það minnsta ekki hlutlaus og að margra dómi vafasöm; sambandið stóð vörð um eigið kerfi frekar en að leita réttlætis. Jóhannes Björn gekk svo langt að tala um glæpi Breta gagnvert Íslendingum, sem ESB tók þátt í.

Á meðan sannleikurinn í málinu er ekki á hreinu, á meðan eitthvað bendir til þess að ESB hafi ekki komið fram gagnvart Íslandi af hlutleysi og réttlæti, þá eigum við ekki að sækja um aðild að ESB. Málið á ekki að vera á dagskrá. Það er  yfirlýsing um að við séum tilbúin að láta hvað sem er yfir okkur ganga. Eitruð blanda af uppgjöf og úrræðaleysi. 

Haraldur Hansson, 10.7.2009 kl. 14:34

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Eins og góður maður sagði....er ekki misskilningur að sækja um af því að "vinir" okkar svíar eru í forsæti. Eigum við ekki frekar að sækja um þegar bretar fá stýrið í hendurnar ? Sækja um þegar raunveruleikinn með inngöngu í ESB er sem berrassaðastur.

Ef ESB er jafn lýðræðislegt og af er látið, þá getur ekki skipt máli hver situr í forsæti. Þetta er því mikil þversögn að okkur liggi á, á meðan svíar sitja við stýrið.

En vitið til, stefna Samfylkingarinnar, er án nokkurs vafa sú að bera þetta ekki undir þjóðina. Það á að berja þetta í gegn "fólki til góðs".

FORÐUMST ÞETTA BANDALAG SKRIFRÆÐISINS !

Haraldur Baldursson, 10.7.2009 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband