2006 gaf þeim 3 milljarða

Þrír milljarðar í laun og kauprétti fyrir stjórnarformann og forstjóra Kaupþings árið 2006 virðast ekki hafa nægt þeim. Hvað eru hluthafar Kaupþings að hugsa? Ef bankanum gengur vel áfram, þá þynnist eign hluthafanna stöðugt út til stjóranna, sem ráða öllu að lokum. Þessi umbun á víst að halda þeim við efnið og tryggum hjá félaginu, en hún lækkar í raun hugsanlega arðsemi nýrra hlutafjárkaupenda. Síðan, ef syrtir í álinn, þá þarf samt að greiða út milljarða til þeirra, sama hverju reksturinn skilar. Eins og í bréfakeðju, þá byggir allt á því að viðbótar bréfakaupendur fáist, svo að dæmið gangi upp. Hver lætur blekkjast til þess?
mbl.is Stjórnendur Kaupþings fá kaupréttarsamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Skýring vegna athugasemdar: Sala og gengi hlutabréfa gæti vel haldist gott áfram, en um leið og reksturinn væri að verða neikvæður, þá vildu þessir stjórnendur kannski selja og fengju sínar kaupréttarviðbætur þangað til greiddar. Eða ekki selja og eiga þá stóran hlut í bankanum, sbr. frétt um 8 milljarða eign og 4 milljarða kauprétti þeirra nú þegar. Nú skilst mér að arðsemisskilyrði séu sett fyrir greiðslunum og er það vel. En nýju kaupréttirnir eru til langs tíma og takmarka framtíðararð að hluta. Þörfin er amk. vafasöm þegar launin eru þetta há.

Ívar Pálsson, 19.3.2007 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband