Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar

Bankar og braskarar eru samir við sig í lok hvers ársfjórðungs. Sjáið á línuritunum hvar 25.- 26. dagur síðasta mánaðar hvers ársfjórðungs á árinu er notaður í það að ná inn gjaldeyrishagnaði fjórðungsins, en síðustu dagarnir eru annað hvort smástyrking til málamynda eða tæknilegir þættir.GBP ISK mars 2008

Það er augljóst að þetta er ekki tilviljun. Ársfjórðungsuppgjörin ráða og krónan er mjólkuð til þess.

GBP ISK juni 2008

GBP ISK sept 2008


mbl.is Krónan veikist um 2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Hvað getur maður sagt! Sólon, fyrrv. bankastjóri, segir í nýlegu viðtali, að hann spili golf flesta daga, að sögn, til að bæta forgjöfina...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 26.9.2008 kl. 10:52

2 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Og það hefur náttúrulega ekkert með málið að gera að í gær hættu Repúblicanar við að bjarga bönkum sínum og Washington Mutual fór á hausinn. Tvær slæmar fréttir fyrir markaðinn. Nei, það hefur ekkert með veikingu krónunnar að gera.... 

Einmitt.

Bara vondu bankarnir að gera allt. Nota bene, nokkuð sem enginn hefur fært sönnur á. Ekki einu sinni Davíð Oddsson, þegar hann var spurður að því beint út á blaðamannafundi í Seðlabankanum. Sagði þvert nei þegar "blaðamaður" spurði hvort bankarnir væru vísvitandi að fella krónuna. Ef einhver veit hver er að verki, þá er það hann.

Sigurjón Sveinsson, 26.9.2008 kl. 13:51

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Mér skilst að mjög harðar reglur Evrópusambandsins varðandi peningaþvætti hafi verið alvarlegur þyrnir í augum stjórnenda ýmissa háttsettra strengjabrúða hér á landi.

Baldur Fjölnisson, 26.9.2008 kl. 21:05

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Athyglisverð samantekt og burðarmeiri en söguburður um "DO og vini" eða "stjórnendur (...) háttsettra strengjabrúða". 

Ragnhildur Kolka, 27.9.2008 kl. 08:50

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta þarf víst að birtast í auglýsingaruslpóstinum (sem ekki nokkur heilvita maður kallar lengur því hátíðlega nafni fjölmiðla) til að sumir trúi því.

Baldur Fjölnisson, 27.9.2008 kl. 17:48

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Einhverjir vitfirrinagar á álþingi fundu út að Halldór Blöndal væri tilvalinn í að vera formaður utanríkismálanefndar þingsins og skiljanlega sá fljótt undir iljar kanans héðan. Nú sjá þeir sama bjöllusauðinn sem formann bankaráðs seðlabankans og hljóta áfram að álykta sem svo að eyjarskeggjar þessir séu úti í himingeimnum. Davíð þekkja þeir fyrir og hafa varpað röddum í hans heimska haus. Þannig að þetta ber allt að sama brunni. Við þurfum að reyna að tefla fram trúverðugu fólki í sambandi við samninga við erlenda seðlabanka og hætta að skrapa botninn skipulega. Amen og kúmen.

Baldur Fjölnisson, 27.9.2008 kl. 21:39

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Nokkuð sem enginn hefur fært sönnur á segir Sigurjón; er það ekki einmitt það sem hann Ívar er hér að sýna okkur að séu afar sterkar vísbendingar um?

Þetta er ekki nokkur vafi í mínum huga og ég trúi nú að á endanum fáist það staðfest.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.9.2008 kl. 03:41

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

4. september 2008

Erlend staða þjóðarbúsins

2. ársfjórðungur 2008

Hreint fjárútstreymi nam 55,5 ma.kr. í ársfjórðungnum en á fyrsta ársfjórðungi var fjárinnstreymi 133,2 ma.kr. Erlendir aðilar eru taldir eiga 64,7 ma.kr. af þeim 75 ma.kr. innstæðubréfum sem Seðlabankinn gaf út á fyrri hluta árs 2008. Bein fjárfesting útlendinga hér á landi lækkaði um 107,6 ma.kr. sem stafar að mestu af lánahreyfingum sem tengjast tilfærslu fyrirtækja á milli landa en bein fjárfesting Íslendinga erlendis hækkaði um 10,8 ma.kr. Verðbréfaeign erlendra fjárfesta á innlendum skuldabréfum hækkaði um 286,5 ma.kr.

Næsta birting: 4. desember
Smellið til að sjá stærri mynd
Töflur
Lýsigögn
Tímaraðir

Baldur Fjölnisson, 29.9.2008 kl. 08:28

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

  1. VB.is : Íslensku bankarnir standast álagspróf FME

    Fjórir stærstu viðskiptabankarnir standast allir álagspróf Fjármálaeftirlitsins (FME) sem eftirlitið framkvæmir með reglubundnum hætti. ...
    www.vb.is/frett/1/46179/islensku-bankarnir-standast-alagsprof-fme - 21k - Afrit - Svipaðar síður
  2. Landsbankinn - Vegvísir

    Álagsprófið miðast við stöðuna í lok júní 2008 og í tilkynningu FME segir að ... Álagspróf FME var síðast framkvæmt miðað við stöðuna í lok árs 2007 og ...
    www.landsbanki.is/markadir/greiningar/vegvisir/?NewsID=12807&OrderbookID=10904 - 34k - Afrit - Svipaðar síður
  3. FME.is - Forsíðufréttir

    Íslensku bankarnir standast álagspróf FME ... Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, segir niðurstöðu álagsprófsins sýna að að undirstöður íslensku bankanna séu ...
    www.fme.is/?PageID=14&NewsID=188 - 13k - Afrit - Svipaðar síður
  4. Glitnir: Fréttir dagsins

    Álagsprófið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist samtímis áföll í formi ... Margfalt álagspróf Viðmiðiðin sem notuð eru í álagsprófinu eru meðal ...
    www.glitnir.is/Markadir/Greining/Frettir/?BirtaGrein=622023 - 43k - Afrit - Svipaðar síður
  5. M5: Bankarnir standast álagspróf FME

    Vegvísir Landsbanka Íslands: Bankarnir standast álagspróf FME.
    www.m5.is/?gluggi=frett&id=55877 - 3k - Afrit - Svipaðar síður
  6. VB.is : Álagspróf og verstu mögulegu markaðsaðstæður íslensku bankanna

    Innskráning áskrifenda. Þessi síða er einungis ætluð áskrifendum að Viðskiptablaðinu. Netfang: Lykilorð: Muna innskráningu eftir að vafra er lokað ...
    www.vidskiptabladid.is/pistill/8/45301/alagsprof-og-verstu-mogulegu-markadsadstaedur-islensku-bankanna - 10k - Afrit - Svipaðar síður
  7. Fréttir/viðburðir < Sendiráðið < Íslenska < Tungumál < Denmark ...

    Íslensku bankarnir standast álagspróf FME. 15.8.2008. Álagsprófið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist samtímis áföll í formi tiltekinnar lækkunar ...
    www.iceland.org/dk/islenska/frettir/nr/5679 - 20k - Afrit - Svipaðar síður
  8. Íslensku bankarnir standast álagspróf Fjármálaeftirlitsins - mbl.is

    Íslensku viðskiptabankarnir og fjárfestingabankinn Straumur-Burðarás standast allir álagspróf Fjármálaeftirlitsins sem eftirlitið framkvæmir með ...
    www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2007/08/21/islensku_bankarnir_standast_alagsprof_fjarmalaeftir/ - 41k - Afrit - Svipaðar síður
  9. VB.is : Álagspróf og verstu mögulegu markaðsaðstæður íslensku bankanna

    Þegar álagspróf Fjármálaeftirlitsins fyrir íslensku bankana var kynnt til sögunnar fyrir fáeinum árum þótti ýmsum að prófið væri strangt og alveg óraunsætt. ...
    www.fiskifrettir.is/?gluggi=frett&flokkur=8&id=45301 - 24k - Afrit - Svipaðar síður

Baldur Fjölnisson, 29.9.2008 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband