Krónubréfum skilað

Nú er komið að því! Minnst er um spákaupmennsku í krónunni, heldur nauðvörn, þar sem Krónubréfin eru líklega að skila sér inn í haugum. Fjárfestarnir gefast upp á þessu óöryggi hver af öðrum, þótt þeir missi af vöxtum í framtíðinni, þá sleppa þeir líkast til með skrekkinn núna ef þeir fara fyrr út en aðrir. Nú bætist svo erlendur almenningur í flóttaliðið og yfirgefur t.d. Icesave og Edge reikninga, sem hafa byggt upp lausafjárstöðu íslenskra banka. Einhver verður handagangurinn í öskjunni á morgun, mánudaginn 31. mars 2008.
 

Gagnlegar umræður eru um þetta á malefnin.com, en þar ber hæst innlegg „Stone“ sem ég leyfi mér að birta hér að neðan.

------- 

 Stone: Mar 29 2008, 0:02

Skil ég þetta rétt?

Ef einhver "erlendur braskari" ætlar sér að taka skortstöðu í krónunni þarf hann fyrst að finna einhverja fjármálastofnun sem á töluvert magn af krónum og gera við hana framvirkan samning og fær lánaðar frá henni krónur sem hann selur á markaði.

Hvaða erlendu fjármálastofnanir eiga nógu mikið af íslenskum krónum til að lána svona bröskurum. Það er ekki hægt að versla með íslenskar krónur í mörgum bönkum erlendis og ég trúi ekki að fjármálastofnanir erlendis hafi verið að sanka að sér íslenskum krónum síðustu mánuði til þess eins að geta mögulega gert einhverja framvirka samninga með þær síðar. Nei skorturinn á fjármagni á alþjóðamörkuðum hefur frekar haldið erlendum fjármálastofnunum frá íslensku krónunni.

Þetta hljóta að vera sömu bankastofnanir og gáfu út jöklabréfin á sínum tíma og fá nú jöklabréfin innleyst til sín í stórum haugum þar sem eigendur hafa lesið einhverjar slæmar fréttir um niðursveiflu á Íslandi. Ég held að þetta sé ekki erlendir braskarar sem eru að taka skortstöðu í íslensku krónunni. Þetta eru bara jöklabréfin sjálf sem streyma nú til baka yfir í erlendan gjaldeyri.
(feitletrað ÍP)

Ég held ég sé að komast á sömu skoðun og Björgólfur þegar hann vildi að Íslendingar hjálpuðust til að fella krónuna. Hættum að taka erlend okurlán til þess eins að halda í óraunhæft gengi krónunnar svo eigendur þessarra jöklabréfa geti fengið einhvern hagnað. Leyfum markaðinum að ráða og leyfum krónunni að fá kitltilfinninguna í magann. Frystum jöklabréfin eða skiljum a.m.k. góðan hluta þeirra eftir á Íslandi. Þetta sýnist mér vera eina leiðin til að komast eins hratt og hægt er út úr þessarri skuldasúpu. Annars verður skuldasúpan þjóðarréttur Íslendinga um ókomin ár.

Verum sannir Íslendingar, "Gerum þetta með stæl eða sleppum því"
Forfeður okkar átu skósólana sína, við ættum að geta það líka í smá tíma
rolleyes.gif

 ------

Umræðurnar:

Sedlabankastjórinn vill rannsókn á midlurum

http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=105263&st=30


mbl.is Bretar taka út af reikningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn

Hvað segja menn um þetta: http://eyjan.is/silfuregils/2008/03/29/getum-vi%c3%b0-shorta%c3%b0-shortarana/

Reyndar merkilegt sem kemur fram að Seðlabankinn hafi gert hugsanleg misktök með því að vera ekki búinn að styrkja stöðu sína með því að byrgja sig vel upp af gjaldeyri. 

Þetta innlegg er forvitnilegt:

"Þorleifur
30. mars, 2008 kl. 1.57

Um banka

Bankarnir felldu gengið. Þarf einhverja rannsókn til þess að komast að því?

Skoðum dæmið.

Bankarnir fá hvergi lánaða peninga, að minnsta kosti ekki á vöxtum sem þeir geta lifað við (í orðsins fyllstu merkingu). Þetta stafar af því að það treystir þeim enginn.

Þeir eru staddir í litlu óöruggu viðskiptaumhverfi, þeir eru mjög skuldsettir, þeir hafa verið djarfir á erlendum mörkuðum, þeir hafa leyft kúnnum sínum að gíra sig alveg í botn og svo framvegis, söguna þekkjum við öll.

Nú, það er því aðkallandi fyrir þá að endurreisa traustið sem erlendir bankar hafa til þeirra. Helsta leið til þess að sýna að reksturinn sé í góðum málum.

Leið viðskiptalífsins til þess að gera slíkt er að skoða ársfjórðungsuppgjör fyrirtækja.

Bankarnir þurfa því umfram allt góð uppgjör eftir fyrsta fjórðung.

En það er erfitt þegar þeir eru ekki að loka dílum (þar sem stærstu þóknanirnar eru) vegna þess að þeir eru ekki að fá lánaða peninga sem þeir geta lánað aftur. Þeir eiga líka erfitt með að lána af eigin peningum vegna þess að þá myndi eiginfjárhlutfallið lækka sem aftur liti illa út fyrir erlendum aðilum.

Og eru því góð ráð dýr.

Ekki er hægt að græða meira en komið er á því að kaupa og selja bréf í sömu 15 fyrirtækjunum í kauphöllinni, það game er búið í bili og því er í raun bara ein leið fyrir þá.

Það er að taka stórar stöður í íslensku krónunni, gagnvart evrunni hvað helst, og aðstoða svo eftir fremsta mætti fall gengisins.

Í kjölfarið geta þeir svo sett gengishagnaðinn inn í ársfjórðungsuppgjörið sem lítur þá miklu betur út. Bankarnir vonast svo til þess að fjármálamarkaðirnir opnist og fari að lána þeim fé að nýju (enda líta uppgjörin þeirra vel út) og þá geta þeir leyft genginu að læðast til baka.

Það er regla þegar leitað er sökudólga að skoða það hver hagnist mest.

Í þessu tilfelli er það augljóst.

Eða hvað?

Þorleifur
www.lifandileikhus.blogspot.com"

Ef að þetta snýst að einhverju leiti um fjórðungsuppgjör gæti verið að krónan myndi rétta eitthvað við sér eftir mánaðamót eða hvað?

Héðinn, 30.3.2008 kl. 21:12

2 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Héðinn

þetta var fróðlegt innlegg.

Ívar 

Þeir segja mér í  SPM (sparisjóðnum) að það hafi verið lítil hreyfing á jöklabréfunum að undanförnu og það hafi ekki valdið gengisfallinu

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 30.3.2008 kl. 23:05

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir innskotin. Morgundagurinn verður áhugaverður. Verst líst mér á það ef breski skriðdrekinn er farinn að rúlla af stað í áttina að íslenska bankakofanum. Northern Rock biðraðirnar eru það ferskar í huga fólks þar að það vilja flestir geta sagt á pöbbinum á Mánudagskvöldið 31/3: „Ég kom mér tímanlega út úr Edge/Icesave“!

Ívar Pálsson, 30.3.2008 kl. 23:27

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

"""Skuldatryggingarálag Kaupþings er nú 950 punktar á fimm ára skuldabréfum, Glitnis 1.000 punktar og Landsbankans 825 punktar. Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins er 450 punktar, samkvæmt upplýsingum frá svissneska bankanum Credit Suisse.

Um síðustu áramót var skuldatryggingarálag Kaupþings 292 punktar, Glitnis 197 punktar, Landsbankans 133,3 punktar og íslenska ríkisins 64,7 punktar.

Skuldatryggingarálag mælir hvað það kostar fyrir fjárfesta að kaupa tryggingu gegn því að útgefandi viðkomandi skuldabréfs geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Kostnaðurinn er mældur sem álag ofan á grunnvexti. Álagið er almennt talið vera einn besti mælikvarðinn á þau markaðskjör sem bankar standa frammi fyrir á alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum.

Á veg Bloomberg fréttastofunnar kemur fram að skuldatryggingarálagið hafi hækkað eftir ræðu Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra á ársfundi bankans á föstudag þar sem hann sagði: „óprúttnir miðlarar hafi ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið. Þeim mun ekki takast það. En til álita hlýtur að koma að gera alþjóðlega opinbera rannsókn á slíku tilræði við heilbrigð fjármálakerfi." """

MBL.IS

Baldur Fjölnisson, 31.3.2008 kl. 15:15

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Kannski Seðlabankinn sé að reyna að hræða spekúlantana.

Baldur Fjölnisson, 31.3.2008 kl. 17:26

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta getur varla verið annað en Bjarnabjartsýniskast eins og þú lýsir, Laissez- Faire. Já, Baldur, spekúlantar verða svoooooo hræddir við Seðlabankann.

Glitnir og Kaupþing eru nú með um 60% líkur á vanskilum skuldabréfs, sem tekið yrði í dag, skv. skuldatryggingarafleiðum. Sú trygging kostar 17% staðgreiðslu! Vextirnir sem þeir greiða eru líklega 9%. Verðbólgustig síðasta mánaðar hér er um 17% á ársgrundvelli. Þessar tölur eru svo fáránlegar að engin starfsemi af viti á sér stað með þannig peningum nema neyðarlok útistandandi samninga.

Gengið núna er fínt kauptækifæri fyrir spekúlanta. Bankar og fyrirtæki tóku inn gengishagnað fyrir ársfjórðungslokin í kvöld, en kaupa eflaust gjaldeyri næstu daga. Annars eru bankarnir hér stærstu spákaupmennirnir, allt gerist innan hússins, sérstaklega fyrst unnið er í morgum löndum og tilfærslur eru auðveldar.

Ívar Pálsson, 31.3.2008 kl. 18:30

7 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Heill og sæll kæri vinur. Ég má til með að bæta við athugasemd hjá þér.  Í fyrsta lagi segir þú að krónubréfin skili sér inn í haugum?  Það eru sextán milljarðar á gjalddaga í apríl!  Það eru öll ósköpin en sjálfsagt mun draga úr kaupum á jöklabréfum.

Þú segir líka að viðskiptavinir taki grimmt út af Icesafe og Edge?  Hvaðan hefur þú þær upplýsingar?  Kaupþing og Landsbanki hafa neitað þessum fréttum og sagt þær óhróður.

Nú er kominn 2 apríl og allt á uppleið???????? 

Gunnar Þórðarson, 2.4.2008 kl. 15:01

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Friðrik Már Baldursson prófessor sagði að 100 milljarðar í erlendum lánum gjaldféllu í hverjum mánuði (MBL 31/3).

Baldur Fjölnisson, 2.4.2008 kl. 19:18

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll Gunnar. Ég gleðst fyrir þína hönd að margir fleiri sjái nú haldbært virði í Kaupþingi, Exista og krónunni. Mér var kannski starsýnt á 15% staðgreiðslu skuldatryggingaálags, sem var túlkað sem 60% líkur á greiðslufalli bankans innan 5 ára. En nú túlka bankarnir þetta öðruvísi.

Sextán milljarðar króna á einum mánuði þótti nú peningur þegar jöklabréfin voru tekin og „traust fjárfestanna“ lagt á Ísland. En ég hef enn trú á því að það hraðinn sé meiri, þar sem spekúlantar geta keypt sig út óháð gjalddaga. Dagsveiflur í Jenum eru amk. þannig að spákaupmenn hópast inn eða út úr Carry Trade vaxtamunarverslun, sem tengist þá ekki gjalddögum.

Heimsstaðan í dag kom heppilega út fyrir ofangreinda, Seðlabankann og pólítíkusana, því að  Jenið veiktist í nær 103 JPY/USD úr 95 Jenum sem voru á gengisfellingartímanum. Því er eins og heimaaðgerðirnar hafi virkað, þegar raunin var sú að heimsmarkaður sneri í rétta átt fyrir krónuna.

Upplýsingar mínar hef ég af viðskiptavefjunum eins og aðrir. Lögsóknarhótun  íslenskra banka virðist hafa látið Times draga fréttina til baka, en eftir stendur mbl.is fréttin sem ég hafði bloggað við. Bankarnir sögðu líka í all sl. sumar að útlendingarnir væru með óhróður, en skuldatryggingarálagið sýndi síðan annað. Hverjum skal trúa?

Ívar Pálsson, 2.4.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband