Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Ófögnuðinum laumað inn án athugasemda

CO2 sign

Kolefniskvótakerfi ESB hefur nú verið innleitt á Íslandi. Þar með er staðfest að íslenskir framkvæmda- aðilar skuli kaupa tilverurétt sinn á markaði af alþjóðlegum bröskurum í stað þess að fá þá myndarlegustu úthlutun sem hugsast gæti í þessu fáranlega kerfi, sem ætlað er að kæla heiminn, en gæti það aldrei hvort eð er, þar sem t.d. 2/3 hlutar losunarinnar er í frjálsum höndum, en losun okkar er upp í nös á óðinshanaunga.

Barnaskapurinn í Þórunni forðum og Svandísi umhverfisráðherra nú er slíkur, að í stað þess að nýta þessa hugsanavillu sem kerfið er, til þess að skapa tekjur fyrir íslenskt hagkerfi, þá hrúga þær álögum á það, sem gera samkeppnisfærni íslensks iðnaðar mun verri og íþyngir ferðalöngum alla daga í hreinni þarfleysu.

Þessi ömurlega aðgerð toppar vitleysu þingsins síðustu daga. Er fólki virkilega sama? Eða skilur það ekki að flugmiðinn er hærri, bíllinn kemst skemur, atvinnustarfsemin verður ekki hér á landi, allt vegna þess að vitleysustu lög ESB (og þar er mikið sagt) voru staðfest á þessum eymdartímum íslenskrar þjóðar.


mbl.is Kolefniskerfi ESB að lögum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisbaráttukonan Jóhanna Sig.

icelandeu.png

Jóhanna Sig. er jafnan kostuleg á 17. júní. Árið 2009 reyndi hún að halda upprunalega Icesave- þjóðarafsalinu leyndu fyrir Alþingi og þjóðinni, en tókst ekki. Árið 2010 kom hún því til leiðar að ESB samþykkti á 17. júní að hefja „formlegar viðræður“ við Ísland um aðild að ESB. Árið 2011 stóð til að opna fyrstu kaflana í aðlögun Íslands að ESB til ósjálfstæðis um 17. júní 2011, en það tókst nokkrum dögum síðar.

Á 17. júní 2012 hefur Jóhönnu Sig. ekki orðið eins vel ágengt og áður í að framselja sjálfstæði Íslands til ESB. Þó hefur hún og Samfylking hennar vegið ótæpt að stjórnarskránni í þessum tilgangi. Einnig hafa þau sótt fast að sjálfstæðinu með árásum á undirstöðugreinarnar tvær, sjávarútveg og áliðnað, sem hvort um sig framleiða 40% útfluttra vara Íslands.

Það er huggun harmi gegn að þessi ríkisstjórn mun ekki upplifa annan 17. júni í viðbót við völd á Íslandi. Þá væri sjálfstæðið búið að vera.

 

PS: Sjá einnig 17/6/2011 með tenglum:

 http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/1174444/


mbl.is „Náð lengra en mig dreymdi um“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afgerandi niðurstöður Gallups

CapacentGallupRUVkaka201206

Niðurstöður skoðanakönnunar Capacent Gallup (birtar á RUV.IS) sýna hér glöggt afgerandi stöðu Sjálfstæðisflokks og slaka stöðu ríkisstjórnarinnar: Sjálfstæðisflokkur er rúmlega tvöfalt stærri en Samfylkingin og nær fjórfaldur á við vinstri Græn. Samt fellur eymdarstjórnin ekki, þar sem Hreyfingin heldur henni uppi á hækjum og enn eru nokkrir Framsóknarmenn sem virðast ekki sjá fréttamiðla um stöðu ESB- óskabarnsins, Suður- Evrópu og Evrunnar sundruðu.

Loksins talað skýrt 

Loksins þegar forysta Sjálfstæðiflokksins fór að tala skýrt í andstöðu sinni við aðild að Evrópusambandinu (í samræmi við vilja landsfundar) þá endurheimtist fylgið frá janúar 2008, fyrir hrun. Draugarnir sem skelltu flokknum niður á hnén í nokkur ár, daður við ESB (vegna Evru sem öllu átti að bjarga) og óákveðni vegna Icesave eru nú að fjarlægjast. Styrkir við flokkinn voru endurgreiddir , illu heilli, á meðan Samfylkingin vildi ekki eða gat ekki endurgreitt Baugi peningana.

Er einhver von um breytingu? 

Nú er allt orðið kýrskýrt: Vinstri óstjórnin aðhefst í óþökk þorra þjóðar sinnar nokkuð margt, sem erfitt verður að afgera. Engin von er til þess að fólkið í landinu mótmæli úr sumarbústaðnum í 20°C hita og sólskini, þótt skoðanir þess séu flestar á einn veg, að ríkisstjórnin fari frá. Ætli það verði ekki þá atburðirnir í Evrópu sem valdi því að breytingar hafist í gegn hér, eins og þegar Ísland hlaut sjálfstæði sitt forðum? Kannski þorir Össur ekki að segja Jóhönnu frá stöðunni þar ytra?

Niðurstöður næstu kosninga ættu að laga stöðu flestra. Amk. verður stefnan þá í átt til bata, ekki til doðans eins og nú.

CapacentGallupMai2012RUV

 


Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband