Kaupþings- klemman

Greining Kaupþings sýnir að krónan er of sterk og er háð vaxtamunarviðskiptunum sem halda við „styrk“ hennar og gera okkur öll (sérstaklega Kaupþing) háð gengi japanska Jensins eins og ég sýndi á línuritum áðan. Verðbólgumarkmið Seðlabanka hafa ekkert að segja, heldur það hvenær hann tekur stóra skrefið og lækkar stýrivextina. Skoðið þessar setningar Kaupþings og fyrri grein mína: 
  • „enda verður svigrúm til vaxtalækkana takmarkað."
  • „gengi krónunnar verði fremur sterkt út árið"
  • „Vaxtamunur við útlönd mun áfram verða umtalsverður en dragast eilítið saman"
  • „Um mitt ár 2008 mun gengi krónunnar taka að veikjast... og vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefst."
  • „Krónan gæti talist ofmetin í augnablikinu"
  • „Vegna viðvarandi hás vaxtamunar við útlönd mun krónan áfram flokkast sem hávaxtamynt"
  • „Í raun má segja að krónan hafi aftengst íslenska hagkerfinu"
  • „krónan verður berskjaldaðri en aðrar myntir"
  • „ef.. mikill vaxtamunur við útlönd verður viðvarandi er líklegt að krónan verði áfram ofmetin"

Það sjá allir hve vítahringurinn er alger, á meðan vaxtamunarmyllunni er haldið áfram á fullu. En hagsmunir markaðsráðandi aðila eru það miklir að þrýstingurinn á breytingar er ekki nægur. Á meðan þjást útflutningsfyrirtæki og almenningur mun gera svo einnig, sérstaklega ungt fólk.


mbl.is Krónan 10-15% of hátt verðlögð samkvæmt Greiningardeild Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband