Skattlagning í nafni kvenna

Utanríkisráðherra Líberíu, frú Olubanka King-Akerele, kom hingað í heimsókn til starfssystur sinnar, vinkonunnar „Ingu“ (sbr. Silfur Egils) til þess að afla fjár fyrir baráttumálum kvenna í Líberíu. Ellen og IngaInga snaraði víst fram milljónatugum frá okkur skattgreiðendum ásamt öðrum, en féð  nýtist til þess arna, hvort sem það verður í nafni þróunarsamvinnu eða undir öðru nafni. Ég sem hélt í barnaskap mínum að þessi ágæta kona í peningaleit ætti að vera í aðstöðu til þess að fá slíkt frá ríki sínu, því að kona stýrir því núna, en er með Masterspróf í almannatengslum frá Harvard. Demantar, járn og timbur Líberíu geta vel borgað þetta eins og annað.

Málið er að umrætt ríki er í rúst vegna fyrra stríðs og landlægrar spillingar og þessir peningar verða ekkert óspilltari en náttúruauðlindir Líberíu eða annar auður þeirra. Milljón dollarar fengust frá Íslendingunum 300.000, sem fara létt með að bjarga heiminum. Við þörfnumst víst ekki þeirra peninga hér. Aðalmálið er þá að komast að í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.

Til gamans má geta þess að afi frúarinnar, Charles D.B. King, fyrrverandi forseti Líberíu er sá eini þaðan sem hefur komist í Heimsmetabók Guinness. Það er vegna sviksömustu kosninga sögunnar, þar sem hann hlaut 234.000 atkvæði til forseta, en skráðir kjósendur voru 15.000 talsins!

Þessar fyrri greinar mínar hér, hér og hér útskýra mál þessa svæðis kannski betur.


mbl.is Áhrif stríðs á konur í Líberíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér hefur lengi fundist Ingibjörg Sólrún Gísladóttir halda "ansi laust um peninga" þegar kemur að því að styrkja málefni sem snerta baráttu femínista kannski gekk Kvennalistinn ekki inn í Samfylkinguna, eins og margir halda, heldur hafi Samfylkingin gengið inn í Kvennalistann?

Jóhann Elíasson, 9.3.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband