Leiðin til þess að lifa þetta af

Eina leiðin fyrir Sjálfstæðisflokkinn til þess að lifa af í þetta skipti er taka upp þá stefnu að hafna alfarið greiðslu skulda bankanna og fyrirtækja þeirra.  Þeim kjósendum fer hratt fjölgandi sem gera sér grein fyrir alvöru þess máls, þar sem engin von er til þess að greiða einu sinni brot af þeim fjölda þúsunda milljarða króna skuldum einkageirans sem ríkið tekur stöðugt meiri ábyrgð á.

 

Fyrst flokknum bar þó gæfa til þess að hafna ESB aðild, þá væri þannig von hans að upplýst sjálfstæðisfólk fyndist nægjanlega margt til þess að kjósa flokkinn í komandi kosningum, þrátt fyrir uppblásið fjölmiðlafár síðustu daga.

 

Heimurinn er á heljarþröm á meðan við deilum um keisarans skegg. Það gengur því líklegast eftir, að Ísland fer sjálfkrafa inn í vonlausar ESB- aðildarviðræður við bandalag sem vill kenna okkur lexíu og láta okkur greiða fyrir syndir banka og fyrirtækja í algerri niðurlægingu heillar þjóðar langt fram á öldina.

 

PS: Umræður um málið er að finna í fyrra bloggi:

 

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/850222/

 


mbl.is Framhaldið í höndum formannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ótrúlegt að fólk skuli tala eins og það sé möguleiki að greiða þessar skuldir. Auðvitað greðum við þær ekki. Það er bara best að það komi sem fyrst fram.

Skrýtið að Jóhanna skyldi ekki nota tækifærið til að fara á Natófundinn og tala máli Íslands. Mjög lufsulegt.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 11.4.2009 kl. 08:52

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Eins og sést á Sjálfstæðisflokknum að þá var allt hans starf samtvinnað efnahagslífinu. Hlutvark hans var fjármálaleg fyrirgreiðsla fyrir útvalda einstaklinga og fyrirtæki.

Davíð Oddsson sagði endurtekið að það væri verið að ráðast á hann og "bankann sinn". Auðvitað fer ítalska mafían að blikna í samanburði við allt það sem er að koma í ljós. Árni Johnsen fer að verða eins og sakleysingi.

Auðvitað vilja fulltrúar D og B helst stökkva frá öllum ábyrgðum og fullkomna ætlunarverkið að breyta þessari harðbýlu eyju í eitthvað bananalýðveldi sem tapað hefur allri tiltrú alþjóðasamfélagsins.

Vinstri flokkarnir munu halda hreinsunarstarfinu áfram og halda áfram að semja okkur frá málunum með diplómatískum leiðum. Einhliða yfirlýsingar um að við "borgum ekki" eftir að þjóðir Evrópu upplifa að Íslendingar hafi farið með ránshendi um lönd er ekki skynsamleg.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.4.2009 kl. 09:31

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Það er ábyrgðarleysi fyrir hönd þjóðarinnar að stjórnmálafólk láti ríkið taka sjálfkrafa ábyrgð á skuldum banka og fyrirtækja og ætla að troða því ofan í kok á okkur möglunarlaust. Ef við kjósum Samfylkinguna, sem staðfestir að einkaskuldirnar séu okkar möglunarlaust, þá göngum við til vinnu okkar í árafjöld einungis til þess að borga erlendum fjárglæframönnum vexti  og síðar auðlindirnar í lokin.

Það er augljóst að við yrðum aumir þrælar um alla tíð. Hvað þar til þess að fólk skilji upphæðirnar?  Þetta er ekki umsemjanlegt. Þegar Svavar Gests kemur svo með „glæsilega“ samninga um t.d. 80% niðurfærslu skulda þá eru enn þúsundir milljarða eftir sem við áttum ekki að greiða hvort eð er. Leiðir diplómatanna eru þær að halda starfi sínu í Brussel og að mæta í kokkteilpartí með hinum fínu sósíaldemókrötunum sem „axla ábyrgð“ með því að láta lýðinn heima búa við skuldaánauð um alla tíð. Aðalárangurinn er sá að ljúga út greiðslufresti.

Skynsamt fólk í öllum flokkum eða utan þeirra gerir sér grein fyrir þessu:  Einungis er hægt að kjósa þá fulltrúa þjóðarinnar sem hafna ábyrgð ríkisins á skuldum óreiðumanna.

Ívar Pálsson, 11.4.2009 kl. 10:01

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Ívar,

Þetta er satt og dapurlegt.  Eða hvaða "fyrirtæki" fær að vera í greiðslustöðvun í rúma sex mánuði, áður en nauðasamningar hefjast.

Vil spyrna fram, mestu og bestu samningsrefum sem Ísland hefur alið, sama hvar í flokki er, og semja okkur frá þessum fáranleika, og hefja líf að nýju.

Gleðilega páska, gamli vin.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 11.4.2009 kl. 10:13

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"Vinstri flokkarnir munu halda hreinsunarstarfinu áfram og halda áfram að semja okkur frá málunum með diplómatískum leiðum. Einhliða yfirlýsingar um að við "borgum ekki" eftir að þjóðir Evrópu upplifa að Íslendingar hafi farið með ránshendi um lönd er ekki skynsamleg."

 Say Ah 





Magnús Sigurðsson, 11.4.2009 kl. 10:57

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæl Jenný. Við stöndum öll saman, enn agndofa eftir fjárhagslega jarðskjálftann þann 6. okt. 2008 og horfum í rústirnar. Eftirskjálftinn er 25. apríl 2009 og þá er ekki vært í húsinu, enda er Ísland í dag bara tímabundnar tjaldbúðir. Þú ert þó í fyrirheitna landinu, Kanada, þar sem afi og amma mín dvöldu lengi sem Vesturfarar eftir eymdina hér heima. En kreppan náði loks til Kanada og þau héldu hingað. 

Það er alltaf von fyrir Íslendinginn. Hún felst aðallega í því að treysta á eigin útsjónarsemi og seiglu í samstæðum hópi þegar á reynir.  Aðrar þjóðir eiga nóg með sín vandræði núna og í náinni framtíð, en að reyna að draga okkur úr forinni. Það þarf enga pólitík til, bara ákveðni í því að láta ekki hafa sig að greiðslufífli.

Gleðilega páska, öldnu en síungu vinir!

 

Ívar Pálsson, 11.4.2009 kl. 11:06

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jebb, okkur ber engin skylda til að borga skuldir einkafyrirtækja þó þau kallist bankar.

Arinbjörn Kúld, 11.4.2009 kl. 12:53

8 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Algjörlega sammmála því að greiða EKKI þessar erlendu skuldir bankanna. Er einhver stjórnmálaflokkur með þá yfirlýstu stefnu?  Sé svo, þá kýs ég þann flokk í komandi kosningum

Katrín Linda Óskarsdóttir, 11.4.2009 kl. 13:11

9 Smámynd: Haraldur Hansson

Heyr, heyr, Ívar!
Það er ekkert hættulegra fyrir framtíð Íslands en uppgjafarstefna Samfylkingarinnar.

Haraldur Hansson, 11.4.2009 kl. 13:44

10 identicon

Það væri alveg eftir Sjálfstæðisflokknum að koma með svona útspil til að halda völdum. Ég skil ekki þann mann sem ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, alveg sama þó hann segði að við þyrftum ekki að borga krónu. Ég met heiðarleika minn meira en það að ég myndi leggja hann að veði með því að kjósa svona óheiðarlegan flokk. Fyrir utan það þá er ég heldur ekki undirlægja, ég læt ekki einhverja forystu einhvers flokks segja mér hvað ég á að hugsa eða hvaða skoðun ég á að hafa. 

Valsól (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 19:56

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Góður pistill,Við getum aldrei verið sammála um neitt nema fiskveiðilögsöguna,auðvitað er eðlilegt að við mörg vitum ekki okkar rjúkandi ráð, í rjúkandi rúst. Við erum best þegar við eigum sameiginlegan óvin, við eigum hann,berjumst við hann, eyðum honum ,hann er "spillingin". Takk fyrir Ivar.

Helga Kristjánsdóttir, 12.4.2009 kl. 04:04

12 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég er á þínu bandi Ívar.

Stóra málið er að losna við Samfylkinguna úr ríkisstjórn. Jóhanna er tilbúinn að fórna öllu fyrir ESB-aðild, þar á meðal efnahag landsins.

"Fastgengi undir stjórn Myntráðs" er leiðin til að afskrifa skuldirnar.

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.4.2009 kl. 17:29

13 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir athugasemdirnar. Ég var spenntur að komast í málsháttinn í páskaegginu mínu pínulitla í dag. Hann var á þess leið:

„Þeim er búið fall sem byrgir sín augu“

Ég taldi það staðfestingu á því sem ég hef tönnlast á, að blekkingin um skuldirnar veldur fallinu.

Ívar Pálsson, 12.4.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband