Hver tekur af skarið?

Borgarstjórastjóllinn og staðan í borgarstjórnarflokki SjálfstæðisflokksinsOlafur F Magnusson heldur hvorttveggja áfram í óvissu, þrátt fyrir afneitun flestra ráðamanna. Engin ein manneskja virðist leggja í það að taka af skarið. Hanna Birna Kristjánsdóttir er lang- líklegust til þess að hafa fjöldann á bak við sig í slíkri aðgerð skv. skoðanakönnun Fréttablaðsins þann 24/5/2008, en Vilhjálmur Vilhjálmsson heldur enn í vonina með stuðningi aðeins 15% Sjálfstæðisfólks. Á meðan hefur Sjálfstæðisflokkurinn misst rúm 20% af fylgi sínu í borginni ef könnunin er rétt en Samfylking aukið sitt fylgi um 58%, sem er jafn stórt hlutfall og Frjálslyndir hafa fallið um.

 

R- lista heilkennið

Ef borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hreinsar ekki til í eigin ranni og ákveður sig strax á meðan enn er von, þá eru nær engar líkur til þess að næstu kosningar láti hann halda borginni. Borgarstjórnarflokkurinn stefnir hratt í „R-lista heilkennið“, að halda völdum sama hvað það kostar.

Flokkur í herkví

VÞVEn hvernig stendur á því að Vilhjálmi leyfist þetta enn áfram, að halda flokknum í herkví, að því er virðist til þess eins að fá virðulega brottför (e. „Grand exit“) sem borgarstjóri? Flestir telja að það mun ekki gerast hvort eð er, þar sem styrinn stendur mikið til um manneskjuna Villa Vill. Flokkurinn þarf að vísu líka að ákveða sig í málefnunum sem kljúfa hann sem stendur: Orkuveitu- og flugvallarmálin eru óútkljáð innan flokksins og ekki er hægt að ætlast til þess að aðilar utan hans skýri línurnar sem eru í kross innan hans. Þessi mál skipta sköpum og tel ég t.d. alvarlega skyssu að flytja flugvöllinn og að hætta við Bitruvirkjun. Margir aðrir flokksmenn og leiðtogar virðast vera ósammála mér.hanna_birna_544554.png

Höfuðlaus her á blogginu 

Skoðanakönnun hefur átt sér stað hér til hliðar á þessari bloggsíðu undanfarið um þessi málefni. Niðurstaðan er sú að um 75% þeirra sem lýst hafa áliti sínu telja að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins sé höfuðlaus her, en 10% að hann sé undir öruggri stjórn. Lesendur þessa bloggs eru margir hverjir hægri sinnaðir, þannig að niðurstaðan hlýtur að teljast ábending um vandræði, nema að einungis andstæðingar flokksins sjái sig knúna til þess að kjósa.

Hver er lausnin? Eins og Intrum segir: „ekki gera ekki neitt“. Tökum af skarið.


mbl.is Flestir vilja Hönnu Birnu í embætti borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband