Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum

GBP ISK mars apr 2009Krónan hefur fallið jafnt og þétt, þannig að pundið hefur hækkað um fjórðung gegn krónu sl. 38 daga undir markvissri stjórn IMF og Jóhönnu/Steingríms J.  velferðarstjórnarinnar. Gjaldeyrishöft og ofurstýrivextir halda áfram.

Ef kjósendur velja þetta tvíeyki áfram og gleyma ESB/ekki ESB rifrildinu þeirra, þá eru þeir þó vissir um fjármálastjórnina.


mbl.is Krónan veiktist um 0,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Harpa Björnsdóttir

Hvað féll hún mikið 2008?

Harpa Björnsdóttir, 21.4.2009 kl. 18:08

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Ívar

Þetta er nú ekki alveg rétt ályktun hjá þér Ívar. Fall krónu gegn Sterlingspundi er nákvæmlega -16,91% á þessum tíma sem þú tilgreinir.

Á síðustu 12 mánuðum hefur íslenska krónan fallið um -26,15% gagnvart Sterlingspundinu. Þetta er vegna þess að pundið hefur einnig fallið mikið í verði. En á síðustu vikum hefur það braggast. Alveg eins og íslenska krónan mun braggast þegar búið er að hreinsa úldin lík bankanna burt úr bankakerfi Íslands.

Það sem þú ert að álykta er að pundið hafi hækkað svo og svo mikið í verði ef það er keypt í íslenskum krónum. En þá ertu ekki að mæla verðfall heldur verðhækkun. En eins og þú veist þá geta hlutir hækkað endalaust, jafnvel um milljónir prósenta. En þeir geta aldrei fallið um meira en 100% án þess að verða að engu.

Svo næst þegar þú heyrir um að eitthvað hafi fallið svo og svo mikið í verði þá er það (vonandi) reiknað út með réttu formúlunni. Markaðir nota réttar formúlur til að sýna aðilum markaðarins hvað er að gerast. Annað hvor kemur jákvæð stærð út úr hreyfingum (hækkun) eða neikvæð stærð (lækkun) - og þá stendur mínus fyrir framan töluna.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 21.4.2009 kl. 21:36

3 Smámynd: Ívar Pálsson

OK Gunnar, mér er tamara að ræða um hækkun eða lækkun gjaldeyrisins eins og línuritið ber með sér og er rétt. Fyrirsögnin og textinn ætti því að vera „pundið hækkaði um 25% gagnvart krónu á 38 dögum“. Þá er bara fyrir þig að kyngja þeirri staðreynd.

Ívar Pálsson, 22.4.2009 kl. 00:09

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ívar.

Þar sem þú ert að skoða hlutföll á milli gjaldmiðla, þá væri gaman fyrir þig að skoða hlutföllin á milli Evru/usd,  isk/evra,isk /usd  frá síðustu áramótum. Eftir að þú hefur skoðað þessi hlutföll, þá gertur þú farið að dæma um vægi gjaldmiðlanna gagnvart okkur íslendingum.

Eggert Guðmundsson, 22.4.2009 kl. 00:13

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já akkúrat Ívar

Þetta er allt á ferð og flugi, alla daga og allar stundir. Evran er fallin um tæp -20% gagnvart dollar á síðustu 12 mánuðum. Sænska krónan hefur einnig fallið mikið og svo einnig norska krónan. Yenið hefur hinsvegar hækkað og hækkað og aðstoðað dyggilega við að rústa útflutningi Japans sem hefur hrunið um allt að -50%. Evran hefur svo aðstoðað við að slátra útflutningi Þýskalands, Finnlands, Írlands og Spánar um allt að 50%. Þetta mun svo koma fram í samdrætti þjóðarframleiðslunni og stórauknu atvinnuleysi á næstu 3 árum.

Hlutabréf banka um víða veröld hafa fallið um 80-90% víða. Kanski frá 270 mynteiningum niður í 20-40 mynteiningar. Svo hækka þau kanski frá 40 til 80 mynteininga og allir eru glaðir, eða halda að þeir séu glaðir. Veiii, þau hækkuðu um 100%.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 22.4.2009 kl. 00:26

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Harpa, hér uppi í horni er línuritið yfir GBP ISK 2008 en hækkun punds var mest 79% og endaði í 42% hækkun frá 1/1/08, eftir að viðskiptalítið platgengi Seðlabankans var komið á.

Eggert, ég fylgist með þessum erlendu hlutföllum alla daga vegna vinnu minnar. Í þessu var enginn dómur á vægi gjalmiðlanna gagnvart Íslendingum, bara bent á staðreyndina. Pundið er nefnt af því að gengisvísitalan er ekki nógu virk lengur og pundið er einn virkasti miðillinn, amk. í minni línu.

Ívar Pálsson, 22.4.2009 kl. 00:30

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Gunnar, ein algengasta vitleysan sem maður horfir upp á alla daga er að %hækkun og %lækkun sé það sama. Afsakið að líta mátti svo á áðan. Endurtekið 50% fall þrjá daga á 100 einingar verður þannig 50, 25 í 12,5 en svo koma þrír 50% hækkunardagar sem enda í 42,2 einingum.

Nú kallar svefninn, vakna kl. 05:30!

Ívar Pálsson, 22.4.2009 kl. 00:38

8 Smámynd: Eldur Ísidór

Þetta er ekki sanngjörn viðmið hjá þér. Pundið hefur verið að styrkjast síðustu vikur og daga vegna aðgerða hérna í Westminster.

Þannig að þetta er ekki einungis veiking krónunar, heldur hefur pundið styrkst á sama tíma.

Af hverju notaðir þú ekki annann gjaldmiðil sem viðmiðun, t.d evru ? Er það vegna þess að pundið hefur styrkst gagnvart evru síðustu vikur og daga og ekki hentugt til að nota sem "gagnrýni" á peningastefnu Jóhönnustjórnarinnar ?

Come on......

Kveðja frá London

Eldur Ísidór, 22.4.2009 kl. 10:46

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Eldur Ísidór, það er alveg sanngjarnt að benda á það sem maður rekur sig á allan daginn undanfarið, veikari krónu gagnvart pundi, enda miða ég gjarnan við pund eins og sést í skrifum mínum sl. 2 ár. En öllum er frjálst að benda á einhverja aðra staðreynd. Evran hefur hækkað um 17,6% á þessum tíma (sjá línurítið uppi í hægra horni). Það er svo sem alveg nóg gagnrýni.

Annars ber að geta þess að ég hef lengi talið að ein samræmd aðgerð ætti að eiga sér stað og fall krónu er hluti af henni. Handstyrking krónunnar er það vitlausasta sem til er, því að þeir milljarðar Seðlabankans fara beint í spekúlantana. En svona sig krónu bjargar litlu. Aðalástæðan fyrir ábendingunni er sú, að þessi síðasta ríkisstjórn taldi sig vera að halda sterkri krónu með ofurvöxtum og gjaldeyrishöftum. Ekki hefur það tekist.

Ívar Pálsson, 22.4.2009 kl. 13:28

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er sama hvaða gjaldmiðlar eru notaðir sem viðmið gagnvart íslensku krónunni, útkoman er ljót. 

Efnahagsstefna þessara tveggja ríkisstjórna eftir hrun er afleit með tilliti til íslenskra hagsmuna.

En eitt langar mig til að fá álit þitt á Ívar, því fáir hafa verið eins sannspáir og þú um framvindu gengismála.  Hverjar telurðu horfurnar vera næstu 3 - 6 mánuðina?

Magnús Sigurðsson, 22.4.2009 kl. 13:28

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Magnús, menn mega ekki halda mig eilífðar- svartagallsrausara, en þeir eru líklegir til þess þegar ég held áfram. Jim Rogers, Mark Faber og Roubini eru þeir helstu sem ég hef fylgt síðustu tvö ár.  Málið er að þegar blaðran sprakk úti í heimi, þá var hún síðan stagbætt og endurblásin, í stað þess að yfirgefa yfirvogun heimsins. Næsta fall bráðlega er því líklegasta útkoman og þá er það risastór aðili eins og AIG, Citi eða álíka, með afleiðingum hingað.

Ísland kemst ekki lönd né strönd nema að kveðja IMF og taka afstöðu gegn bankaskuldunum, en það er ekki von á því. Krónan hefur raunar ekki rétt á sterkri stöðu þegar ríkið er nálægt junk-bond status. Ríkið, fyrirtækin og einstaklingar halda áfram í þykjustuleik, þegar öllum er ljóst að stærstu fyrirtækin og bankarnir eru gjaldþrota.

Gengi helstu gjaldmiðla verður áfram í heljar- flökti, þar sem óvissan er veruleg. Helst má nefna skuldir BNA og trilljónir platpeninga sem Fed framleiðir. Dollarinn getur allt eins risið þar til hann springur. En ég geri sjálfur enn ráð fyrir því að öruggast sé að kaupa gjaldeyrisseðla og setja þá í bankahólf. EUR-USD-NOK-JPY-GBP blanda er þá góð. En fyrst þarf maður bara að borga VISA- reikninginn! 

Ívar Pálsson, 22.4.2009 kl. 15:39

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir upplýsingarnar Ívar.  Það er langur vegur frá svartagallsrausi og þess sem þú setur fram.  Hver tími hefur sín tækifæri og á þau hefur þú bent hér á síðunni þinni. Allavega hafa þín ráð varðandi gjaldeyri reynst betra sparnaðarform en það sem bankar og lífeyrissjóðir hafa boðið. 

Ég las bókina Prophecy eftir Robert Kiyosaki fyrir nokkrum árum og þar sem ég tók mark á henni kom það ekki algerlega á óvart þegar blaðran sprakk.  Samkvæmt Prophecy er þessi sprenging núna forleikur af annarri stærri.  Þetta stemmir ágætlega við þínar upplýsingar.  En þú hefur heimfært þetta upp á íslenskar aðstæður öðrum betur.   Þegar þú skrifaðir um "Fall Íslands" heimfærðirðu þennan spádóm upp á Íslenskar aðstæður.

Ég trúi að þú hafir rétt fyrir þér með IMF og að krónan eigi eftir að falla eitthvað enn.  En það eru alltaf tækifæri þó tímarnir séu töff og VISA reikningurinn hár.

Gleðilegt sumar.

Magnús Sigurðsson, 22.4.2009 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband