Virkjum og eflum alla dáð

Sú firra hefur einhvern veginn komist í kollinn á fólki að þensla sé hættuleg og að samdráttur sé æskilegur. Annað hvort hefur það þá ekki upplifað samdráttarskeið, hefur ekki orðið fyrir því eða er hreinlega búið að gleyma því eins og veðrinu. Hagvöxtur sem byggir á starfsemi heilbrigðs athafnalífs má alveg rjúka óhindraður áfram, því að vandræðin sem af slíku skapast eru barnaleikur miðað við samdráttarskeiðin. Sá eða sú sem hlakkar yfir komandi kreppu er ekki að hugsa dæmið til enda.

Gætum nú að atvinnuvegunum, höldum áfram með áætlaðar virkjanir ss. Bitru og önnur tækifæri sem gefast til þess að lina þjáningar næstu ára, sérstaklega fyrir ungt fólk í fasteignakaupum.


mbl.is Tveggja ára stöðnunarskeið hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég hef aldrei skilið hvers vegna þensla og framfarir séu hættulegar eða slæmar.

Nú eigum við auðvitað að vera samtaka og bretta upp ermaranr og breyta vörn í sókn.

Ágúst H Bjarnason, 29.5.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband