Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt

AdalskipulagREK2010 2030Samþykktar tillögur borgarmeirihlutans (sem Dagur B. vill stýra) um Aðalskipulag Reykjavíkur miða allar við það að Reykjavíkurflugvöllur verði ekki í Vatnsmýrinni, sérstaklega þlær sem fjalla um hverfisskipulag í Skerjafirði, sem litið er á eins og eitt hverfi í tillögunum, en Stóri Skerjafjörður hefur staðið sér síðan í Seinni heimsstyrjöldinni.

Birtið gögnin! 

Borgarstjórn ætti að birta samþykktar tillögur sínar í heild sinni, þar sem þær eru orðnar opinbert gagn og talað er um gegnsæi í stjórnsýslu á tyllidögum. En þegar yfirvöld bregðast upplýsingaskyldu sinni, hér og t.d. í Icesave, þá birta borgararnir það. Þau gögn eru á leiðinni, þetta er allt að koma! 


mbl.is 71,2% Reykvíkinga vilja völlinn áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Johnson

Hvar er talað um það að allt flugvallarsvæðið er aðeins 1,4% (já, eitt komma fjögur prósent) af BYGGINGARlandi borgarinnar? Hvar er talað um það að svona landsvæði sé mjög aðgengilegt á uppfyllingum í sjó nærri borginni? Hvar er talað um það að dýpi niður á fast í Vatnsmýrinni sé allt að 20 metrum (já tuttugu metrum) og því er ódýrara að byggja á uppfyllingum. Hafa menn leitt huga að því hvað svona lóðir kosta? Þetta verða dýrustu lóðir á Íslandi, fyrir ráðuneytisstjóra á eftirlaunum og krimma sem eiga fé á Tortóla. Svo með vatnsbúskap svæðisins og Tjarnarinnar. Er ekki best að þurrka þetta svæði allt upp, þétta byggð og byggja í Hljómskálanum og fylla Tjörnina af stúdentaíbúðum? Ég bara spyr.

Örn Johnson, 28.4.2014 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband