Þórunn mun klúðra samningsstöðu Íslands

Umhverfisráðherra er ákveðin í því að gefa frá okkur hundruðMoney flies milljarða til annarra þjóða á meðan þær munu keppast við að kría út sem mestan losunarkvóta koltvísýrings á Balí í desember. Hún staðfesti áðan í ríkisútvarpinu að við ættum ekki að fá undantekningar og vill að við eigum að takmarka sem mest sjálf  þann kvóta sem fæst, en lýsir samt yfir að um veruleg verðmæti í ríkiseign sé orðið að ræða. Er hægt að vera vanhæfari en þetta til samninga um þessi „verðmæti" fyrir hönd okkar þegnanna? Fyrst takmörkum við það sem við fáum, helst til ársins 2020 að hennar vilja og búinn verður til kvótamarkaður þar sem við þyrftum að kaupa losunarheimildir í stað þess að fá ríflega skammtað og selja þær síðan frá okkur fyrir offjár. Þetta verðandi klúður er barnaleg skyssa, sem er miklu stærri en Orkuveitu- REI málið.

Ráðherra taki ábyrgð fyrir Íslands hönd

Valið stendur um það að ráða sjálf þeim vexti sem við teljum að þjóðin þurfi, eða að framselja hann til annarra þjóða með gjafasamningi. Koltvísýringslosun Íslands gagnvart heiminum breytir engu vegna þess hve lág hún er (og af vísindalegum ástæðum), en þetta afstyrmi samnings sem framundan er mun stöðva iðnað landsins innan skamms. Það er kannski það sem Þórunn vill.

Hér er tengill í útvarpsviðtalið í Speglinum á ruv.is: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4362633
mbl.is „Nóbelsverðlaunin sýna að loftslagsbreytingar ógna friði"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dofri Hermannsson

Hvílíkt bull. Öll losun skiptir máli og þjóðir sem harðast eru á móti því að setja höft á losun iðnaðarins hafa horft upp á iðnaðinn sinn drabbast niður. Um þetta er bandaríski bílaiðnaðurinn ágætt dæmi. Metnaðarfull áætlun um samdrátt á þvert á móti eftir að skapa aðstæður fyrir nýsköpun og þar með samkeppnisforskot. Það er m.a. það sem Þórunn vill - og gott ef frjálshyggjukratinn og andríkismaðurinn Illugi Gunnarsson er ekki kominn á þessa skoðun líka.

Dofri Hermannsson, 18.10.2007 kl. 20:40

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Dofri, bullið er að láta "losunarríkin" fá ofurkvóta og verða svo að kaupa hann, sem við hefðum sannarlega átt að fá frítt vegna hreinnar stöðu. Grundvallaratriði samninga fyrir okkar hönd eru hunsuð, með alvarlegum efnahagslegum afleiðingum. Ingibjörg Sólrún og Þórunn koma svo grænar að þessu samningaborði að furða er að við felum þeim milljarðatugi í hendur. Annað hvort ber að krefjast almennilegs kvóta eða að standa upp frá borðinu, enda ákveða stóru losunarríkin þetta hvort eð er.

Ívar Pálsson, 18.10.2007 kl. 21:12

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Ívar!

Hefur væntanlega um nóg að hugsa við að svara Dofra, en segðu okkur samt eitt líka, hvaða nýja söluaðferð er þetta sem þú nefnir, "Að selja fyrir ekkert"?

Nefnilega síðast þegar ég vissi, hét það einfaldlega að GEFA, ef þú létir eitthvað af hendi án þess að fá neitt í staðin!?

Magnús Geir Guðmundsson, 18.10.2007 kl. 21:17

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Eða kannski skýrar orðað, selja eitthvað fyrirr offjár,sem er svo lítið og skiptir nánast engu!?

Magnús Geir Guðmundsson, 18.10.2007 kl. 21:25

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Magnús, ég næ ekki alveg merkingu orða þinna. En til að einfalda mitt mál: Við eigum ekki að staðfesta Kyoto- samkomulagið fyrir 2012 og áfram. Ef við ösnumst samt til þess, þá á íslenska ríkið að fá kvótaúthlutun til samræmis við umhverfisvæna stöðu sína, í stað þess að gamlir drullumallarar séu verðlaunaðir með kvóta. Við getum þá ráðstafað þessu af viti, ekki að vera undir hæl braskaranna.

Ívar Pálsson, 18.10.2007 kl. 21:27

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Hafþór Örn, af hverju á að refsa okkur? Fyrir það að framleiða rafmagn úr yfir 99% endurnýjanlegri orku? Eða fyrir það að vera svona fá en með mikla framleiðslu? Ef einhverjir eiga góðan kvóta skilið, þá hljóta það að vera þeir vistvænustu, annars er verið að verðlauna skussana.

En auðvitað, auk þess legg ég til að þetta óréttláta kvótakerfi verði andvana fætt. 

Ívar Pálsson, 18.10.2007 kl. 21:34

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Samfylkingin er illa haldin af sjálfseyðingarhvöt. Takið eftir að Dofri er: "Framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, 1. varaborgarfulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfismálum".

Hugsið ykkur hvað hann segir um réttmæt varnaðarorð Ívars:

Hvílíkt bull. Öll losun skiptir máli og þjóðir sem harðast eru á móti því að setja höft á losun iðnaðarins hafa horft upp á iðnaðinn sinn drabbast niður……. Metnaðarfull áætlun um samdrátt á þvert á móti eftir að skapa aðstæður fyrir nýsköpun og þar með samkeppnisforskot.

Eru til meiri öfugmæli ? Er samdráttur í framleiðslu leið til að ná forskoti ? Hér er öllu snúið á haus, eða ætti ég frekar að segja að hausinn vantar algjörlega ? Nefna má nokkur atriði sem sýna vel á hvílíkum villigötum Samfylkingin er:

  1. Meðalhitastig andrúms er ekki að hækka, því að tölur IPCC sýna stöðugt hitastig síðustu 10 árin.
  2. Mannkyn hefur ekki átt neinn þátt í þeirri hlýnun sem varð frá Litlu ísöld um 1600 til 1997.
  3. Nauðsynlegt er að losa hraðar lífsanda (CO2) úr iðrum Jarðar, þar sem hann gerir ekkert gagn. Líf milljóna manna veltur á, að uppskera aukist og það verður ekki betur gert með öðru auknu aðgengi jurtaríkisins að lífsanda.

Samfylkingin er að berjast fyrir samdrætti í þjóðarframleiðslu, undir kjörorðinu "samdráttur er framfarir". Það er illa komið fyrir þjóðinni ef hún kokgleypir svona endemis þvætting.

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.10.2007 kl. 22:16

8 Smámynd: Morten Lange

Ívar :Þú ert ekki að hafa rétt eftir. Meinigin hefur brenglast á leiðinni frá útvarpstækinu og út á bloggsíðuna.  Umhverfisráðherran þvertók ekki einu sinni fyrir því að fá sératkvæði, þannig sem ég heyrði það.  En það ætti ekki að vera okkar aðalsjónarmið og boðskapur, heldur að minnka losun, eins og allir flokkar á Alþingi eru sammála um, miðað við árið 2050. En nýlega hafa komið fram margs konar staðfestingu á því að IPCC fer mjög varlega í sakirnar og munu bráðlega birta tölur sem sýna að aukningu í koltvísýringu í andrúmsloftinu hafi verið vanmentin.  Jöklar og hafís bráðna hraðar en var gert ráð fyrir. Þannig að við ættum að byrja að gera eitthvað í málunum núna.

Við þurfum að byrja á  heimavinnuna  í þessu rísaverkefni.  Það er þegar nokkuð ljóst að sá sem stendur sér vel getur orðið ansi vinsæll í bekknum.  Þarna mun liggja tækifæri til velvildar og viðskiptatækifæri, en ekki síst þá munum við hagræða í orkunotkun,  minnka viðskiptahallan, minnka önnur mengun, bæta heilsu og fá betri rýmd í heilbrigðiskerfinu en ella  (miðað við aukningu í heilbrigðum samgöngum)

Það hefur líka komið fram í fréttum að ekki bara er Ísland hátt yfir meðaltali í heiminum í losun á mann, en líka miðað við meðaltalslosun Evrópuríkja. 

Morten Lange, 18.10.2007 kl. 22:59

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er ekki oft sem maður sér jafn "mergjaðan" málflutning og hjá Morgen Lange. Um forsendur voðans segir hún:

En nýlega hafa komið fram margs konar staðfestingu á því að IPCC fer mjög varlega í sakirnar og munu bráðlega birta tölur sem sýna að aukningu í koltvísýringu í andrúmsloftinu hafi verið vanmentin. Jöklar og hafís bráðna hraðar en var gert ráð fyrir. Þannig að við ættum að byrja að gera eitthvað í málunum núna.

Þeir sem eru jafn trúfastir og IPCC breyta ekki svo glatt um áherðslur. Þeir halda áfram að flytja sama heimsenda-boðskapinn og hefur reynst þeim svo vel til fjár-öflunar. Þeir sem vænta röksemda frá IPCC munu þurfa að bíða lengi. Dómsdagsspár er það eina sem þeir bjóða upp á, því að vísindarök fyrirfinnast ekki hjá IPCC.

Morgen Lange er byrjuð að undirbúa flótta sinn til Danmerku, því eins og hún segir: "Jöklar og hafís bráðna hraðar en var gert ráð fyrir". En eins og í öllu góðu trúboðsstarfi, er ljós handan Ragnarraka, hún lýsir þessu þannig:

Þarna mun liggja tækifæri til velvildar og viðskiptatækifæri, en ekki síst þá munum við hagræða í orkunotkun, minnka viðskiptahallan, minnka önnur mengun, bæta heilsu og fá betri rýmd í heilbrigðiskerfinu en ella (miðað við aukningu í heilbrigðum samgöngum)

Sæluríkið býður eftir Morgen Lange, bara ef hún hættir að anda frá sér lífsandanum (CO2), en hún má vita að enginn í þessum Jarðneska táradal mun öfunda hana af hamskiptunum.

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.10.2007 kl. 09:24

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég skil minna og minna í ylverjum, eftir því sem þeir tjá sig oftar.  Réttmæt rök eru slegin út af borðinu með ógrunduðum gýfuryrðum og svo eru höfð endaskipti á rökfræðinni eins og Loftur bendir á. Ég held að þetta blessaða fólk átti sig ekki á því skópi, sem það er að tala um og mátt okkar til að hafa áhrif á þessa þróun, hvað þá til að koma þessari þróun til leiðar. 

Þetta er orðinn ótrúlegur flóamarkaður með mengunarkvóta og náttúruverndarraddir verða æ meira hjáróma í þessari gróðasymfóníu. 

Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2007 kl. 01:11

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það má orðið líkja þessu við ný trúarbrögð, þar sem menn, sem andmæla með skynsemdarrökum eru bannfærðir með alhæfingum um þetta spaghettyskrímsli og vísað í ritninguna sjálfa til rökstuðnings ritningunni sjálfri. (Sem er kenning, sem í grunnatriðum hefur verið afsönnuð og m.a. annars féll dómur í bretlandi, sem sendi helstu fullyrðingar Gorsins til föðurhúsanna)

Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2007 kl. 01:19

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Hinn nýji sósíalismi, "losun á CO2", er óðum að færast í aukana. Menn hafa gleymt því að fyrir 30 árum var ísöld spáð. Menn hunsa að nú þegar eru einhverjir byrjaðir að boða ísöld aftur. Því er gleymt að núverandi hlýnun (sama hvað er orsök hennar) á sér fyrst fremst stað yfir (loft)þurrustu svæðum Jarðar (eyðimörkum og túndrum Síberíu, til dæmis) og því í versta falli áhrifalaus og í besta falli gagnleg. 

Mikið liggur við að stöðva nýjar áætlanir um minnkun losunar sem þó leiða ekki til þess að neinni minnkun losunar verði náð. Danir ná til dæmis meintri minnkun sinni á útblæstri með því að kaupa kjarnorku frá Svíþjóð og kolaorku frá Rússlandi, en leggja á sjálfan sig gríðarlegan kostnað til að reisa óhagkvæmar vindmyllur og brenna rusli í óhagkvæmum ruslabrennslum.

Stríð voru áður fyrr helsta útvíkkunartæki vinstrimenna á ríkisvaldinu. Umhverfis"vernd" er núna tæki þeirra, og engu skárra! 

Geir Ágústsson, 21.10.2007 kl. 03:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband