Aðför að stjórnarskrá og lýðræðinu

Talad og talad ClipartSamfylkingunni tókst ekki að breyta stjórnarskránni (t.d. vegna ESB- aðildar), en nú leggja Píratar ofuráherslu á sama mál með öllum ráðum, eins og tveimur kosningum í flýti áður en flestir átta sig á því að stjórnkerfinu yrði umbylt eftir forskrift ídealista á húrrafundum. Þannig ætla Píratar að keyra í gegn þessa löglausu aðgerð, sem lögfræðingar áttu víst helst ekki að koma nærri, en Hæstiréttur síðan að dæma eftir þeirri endaleysu.

Vafasamur tilgangur

Aðferðirnar sem notaðar verða í þessari aðför gegn lýðræðinu, þar sem Píratar náðu ekki meirihluta á þingi, eru að beita málþófi, sem er helsta leið nútímans á þingi gegn lýðræðislegum ákvörðunum og niðurstöðum þingkosninga. Algerlega ástæðulaust er að elta ólar við stjórnarandstöðuna með þetta, enda lýsir hún yfir að hún vilji fyrst og fremst einungis alveg nýja stjórnarskrá, sem er einmitt plaggið sem farið er eftir við val á fulltrúum til þings.

Ræður blaður eða lög?

Klárum þjóðþrifamálin og kjósum síðan næsta vor eins og lög gera ráð fyrir, í stað þess að opna þessa ormadollu, sem verður aldrei lokað sómasamlega aftur. Nóg er um eftirlátssemina sem skóp tafirnar fyrstu tvö ár þessarar ríkisstjórnar, þar sem talað var út í eitt um ESB- þjóðaratkvæðagreiðslu, þegar löngunin í ESB- aðild er ekki einu sinni fyrir hendi hjá þjóðinni.


mbl.is Stjórnarandstaðan fengi vopn í hendurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. ágúst 2016

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband