Samfylking og VG vilja völlinn burt

IMG_6824Fulltrúar Samfylkingar, VG og Pírata beruðu sig gersamlega í flugmálum á opnum fundi áðan, sérstaklega vegna Reykjavíkurflugvallar. Píratinn lýsti strax yfir að flokkurinn hefði ekki mótað neina stefnu í þessum málum og hún var þar með úr leik.

Engin sátt

Fulltrúi Samfylkingar stóð í hörðum bardaga við fundarmenn, þar sem hún ítrekaði að þau vildu flugvöllinn burt, aðallega til þess að ná í dýrar lóðir. Kaldhæðnin náði hámarki þegar hún sagðist vilja víðtæka sátt, þá var hlegið við. Varla verða þær dýru lóðir seldar ungu fólki, sem kysi Samfylkinguna einmitt til þess að ná í þær.

VG og kolefnislosun

Fulltrúi Vinstri Grænna vildi líka sátt, en völlinn burt! En aðaláhersla hennar var á það að flug veldur kolefnislosun og beri því að endurskoða með sjálfbærni í huga. Skilja mátti að flug eins og það er í dag er ekki hátt skrifað hjá VG. Líkt og Samfylkingarkonan minnast þær á dóm Hæstaréttar um neyðarbrautina og að Reykjavíkurvöllur verði lagður niður þegar annað flugvallarstæði finnst í staðinn. Afgerandi staða fékkst ekki úr Viðreisn um málið, nema þessi sama setning um annan flugvöll fyrst.

Fylgja fluginu

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins (Jón Gunnarsson samgönguráðherra), Miðflokksins og Framsóknarflokksins héldu allir skeleggar ræður um gildi flugsins fyrir Reykjavíkurborg. Því er engum vafa undirorpið að þessir aðilar vilja fluginu vel.

Tapar flugi

Vinstri vængur stjórnmálanna er brotinn í raun þegar kemur að flugi, það kom skýrt fram, þar sem enginn skilningur á mikilvægi þess er þar fyrir hendi. Reykjavíkurflugvöllur er gríðastór vinnustaður þegar allt er tiltekið og fórnin er mikil að láta hann fara annað, líka með tilliti til neyðarþjónustu og ekki síst í almannavörnum, þegar allt annað þrýtur.

En eftir tvo daga getur verið kominn meirihluti á þingi sem er staðráðinn í því að færa flugið út úr Reykjavík. Ekki hjálpa þeim til þess.


mbl.is Fundað með frambjóðendum um flugmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. október 2017

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband