Helmingur VG-kjósenda étur ESB-hattinn

ESB hatturValkostirnir núna eru hægri miðjustjórn leidd af Sjálfstæðisflokki eða vinstri stjórn leidd af Vinstri grænum. En í þeirri vinstri er kötturinn í sekknum ekki aðeins Steingrímur J. Sigfússon, heldur umsókn um aðild að ESB.

Augljóst er að Samfylkingin krefst þeirrar umsóknar og VG samþykkir með því að koma fyrst með þjóðaratkvæðagreiðslu með leiðandi spurningunni: Vilt þú að viðræður um aðild að ESB hefjist að nýju? Ekki yrði spurt um viljann til þess að ganga í ESB, því að þjóðin vill ekki þangað inn.

Þar með er kjarninn í Vinstri grænum, helmingurinn, búinn að fórna prinsippunum fögru um sjálfstæði. Öll sagan endurtekur sig eins og árin 2009-2013, þegar innanbúðarvígin voru á fullu á bakvið tjöldin. Viðreisn gengur glöð inn í þennan pakka. Forðum þjóðinni frá öllum þessum illindum.


mbl.is Stefnir í spennandi kosningar á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. október 2017

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband