Vanhugsuð aðgerð

FlugAhyggjurJólagjöf flugvirkja Icelandair til fjölskyldna, vina og erlendra ferðamanna hlýtur að teljast vanhugsuð aðgerð, enda er útkoman eins og þar sé skortur á mannkærleik og skilningi að notfæra sér jólavertíðina til þess að taka jóla- viðskiptavinina í gíslingu gagnvart vinnuveitandanum. 

Allir tapa

Hver ímyndaði sér í sínum villtustu fantasíum að hann myndi græða á þessu verkfalli? Gamla reglan í viðskiptum er sú að kúnninn segði 6 manns frá reynslu sinni, en um er að ræða 10.000 manns á dag sem lenda í klóm flug- spellvirkjanna. En með tilkomu Fésbókar og Tvítanna (og t.d. þessu bloggi) er hægt að margfalda þessa tölu enn frekar, sérstaklega þegar illa gengur að leysa úr vandræðum fólksins. Svo þegar netið fékk að heyra launin sem reynt er að hækka með þessari þvingun, þá nálgast samúðin alkul.

Úrelt aðferð

Verkfallsrétturinn er úrelt vopn, sérstaklega í fluginu. Kjaradómur sem fallist er á fyrirfram er hentugasta lokasvarið, enda verða aðilar aldrei ánægðir. Verkfallsaðgerðir geta rústað framtíð þeirra sem um ræðir, jafnvel aðilanna sjálfra, þar sem stærri skoðanir véla færast (eða hafa færst) augljóslega til samkeppnishæfari útlanda, auk þess sem fjöldi kúnna færa sig annað. En að velja jólaumferðina til þessara hluta er óverjandi.

Þetta verkfall verður vonandi það síðasta sem tengist flugi á Íslandi.


mbl.is Erfitt ástand og snertir marga illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. desember 2017

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband