Síðasti séns Svandísar búinn

HvalakonaNú þykir fullreynt að Svandís Svavarsdóttir er óhæf til ráðherraembættis. Afleiðingar fyrri hörmunga sem hún skóp sem ráðherra hrjá íslenskt þjóðfélag enn, þar sem hún dró lappirnar árum saman að staðfesta tilbúnar virkjanaáætlanir í Neðri- Þjórsá, jafnvel eftir að Hæstiréttur hafði dæmt hana til athafna, en ekkert dugði.

Vanvirðing

Fyrirlitning Svandísar á stjórnsýslu, gildandi lögum og rétti fyrirtækja er á háu stigi, þar sem hún er fulltrúi öfga- vinstri hluta Vinstri grænna sem virðir þessi atriði lítils. Allt sé leyfilegt í þeirri sovésku sannfæringu sem hún er sannur fulltrúi fyrir. Að gefa Svandísi enn annan séns með því að færa henni enn annað ráðherraembætti til þess að klúðra er út í hött.

Slit

Sjálfstæðisflokkurinn verður að slíta þessari svokölluðu ríkisstjórn svo að sannleikurinn um hvíta sykurinn komi í ljós, sérstaklega ótrúlegur fórnarkostnaðurinn af því að láta örsmáan vinstri- öfgahóp halda íslensku samfélagi í gíslingu og sóa uppsöfnuðum gæðum síðustu áratuga í einni svipan.

 

 


mbl.is Vantrauststillaga á matvælaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. janúar 2024

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband